Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 10:40 Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. Vísir/AP Frá því fréttir tóku að spyrjast út af andláti Johns McCains hefur bandaríska þjóðin og fulltrúar stjórnmálastéttarinnar keppst við að mæra og minnast bandaríska öldungarþingmannsins. Þjóðarleiðtogar og framámenn á pólitíska vettvangi votta McCain virðingu sína. McCain lést í gær eftir að hafa barist við heilaæxli í rúmt ár. „Við John McCain tilheyrðum mismunandi kynslóðum, við höfðum mismunandi bakgrunn og áttumst við á æðsta vettvangi stjórnmálanna. Það sem við aftur á móti áttum sameiginlegt var trúin á hið æðra; hugsjónirnar sem heilu kynslóðir Ameríkana, sem og innflytjenda, hafa barist fyrir,“ segir Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. McCain bauð sig fram til forseta fyrir hönd Repúblikanaflokksins árið 2008 en laut í lægra haldi gegn Obama. Hann segir að í augum þeirra McCains hafi pólitísk barátta verið göfug í sjálfu sér. Hún hafi verið tækifæri til að þjóna þjóðinni og láta hinar háu hugsjónir verða að veruleika. Þeir hafi litið á Bandaríkin sem stað þar sem allt væri mögulegt. Obama segir McCain hafa með sínu fordæmi kennt bandarísku þjóðinni að almannaheill gengur alltaf fyrir.Obama hjónin minnast McCains í yfirlýsingu.Vísir/GettyVildi ekki hafa Trump í jarðarförinni Það vakti athygli í gær að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vottaði McCain virðingu sína á Twitter í gær þrátt fyrir að það sé ekkert launungarmál að þeir voru óvinir þrátt fyrir að vera samflokksmenn. McCain frábað sér til að mynda viðveru Trumps í jarðför sinni. Hann var ómyrkur í máli þegar hann gagnrýndi núverandi forseta. McCain kom í veg fyrir að heilbrigðisfrumvarp Repúblikanaflokksins kæmist í gegnum öldungadeildina, Trump til mikillar mæðu. „Ég votta fjölskyldu þingmannsins Johns McCain mínar dýpstu samúðarkveðjur og virðingu mína,“ segir Trump sem segist biðja fyrir fjölskyldunni. Bush mun sakna vinar síns Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, var einnig á meðal þeirra sem tjáði sig vegna andlátsins. Hann segir McCain hafa verið maður djúprar sannfæringar og hinn mesti föðurlandsvinur. „Og fyrir mig, persónulega, þá var hann vinur sem ég mun sakna sárt,“ segir Bush. McCain laut í lægra haldi fyrir Bush í slagnum um útnefningu Repúblikanaflokksins í forsetaembættið.Hillary Clinton, segir að McCain hafi ekki veigrað sér við að leggja flokkshollustuna til hliðar.Fréttablaðið/APMcCain hafi iðulega synt á móti straumnum Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaefni Demókrataflokksins, og Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segja í tilkynningu vegna andlátsins að McCain hafi staðið í þeirri trú að hver einasta manneskja þyrfti að axla ábyrgð á stjórnarskrárvörðu frelsi sínu. „Það var oft sem hann lagði flokkshollustu sína til hliðar til þegar það var best fyrir þjóðina. Hann var alltaf óhræddur að synda á móti straumnum þegar þess gerðist þörf og þegar það reyndist rétt að gera svo,“ segja hjónin í yfirlýsingu.Our statement on the passing of Senator John McCain: pic.twitter.com/3GBjNYxoj5— Barack Obama (@BarackObama) August 26, 2018 Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Frá því fréttir tóku að spyrjast út af andláti Johns McCains hefur bandaríska þjóðin og fulltrúar stjórnmálastéttarinnar keppst við að mæra og minnast bandaríska öldungarþingmannsins. Þjóðarleiðtogar og framámenn á pólitíska vettvangi votta McCain virðingu sína. McCain lést í gær eftir að hafa barist við heilaæxli í rúmt ár. „Við John McCain tilheyrðum mismunandi kynslóðum, við höfðum mismunandi bakgrunn og áttumst við á æðsta vettvangi stjórnmálanna. Það sem við aftur á móti áttum sameiginlegt var trúin á hið æðra; hugsjónirnar sem heilu kynslóðir Ameríkana, sem og innflytjenda, hafa barist fyrir,“ segir Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. McCain bauð sig fram til forseta fyrir hönd Repúblikanaflokksins árið 2008 en laut í lægra haldi gegn Obama. Hann segir að í augum þeirra McCains hafi pólitísk barátta verið göfug í sjálfu sér. Hún hafi verið tækifæri til að þjóna þjóðinni og láta hinar háu hugsjónir verða að veruleika. Þeir hafi litið á Bandaríkin sem stað þar sem allt væri mögulegt. Obama segir McCain hafa með sínu fordæmi kennt bandarísku þjóðinni að almannaheill gengur alltaf fyrir.Obama hjónin minnast McCains í yfirlýsingu.Vísir/GettyVildi ekki hafa Trump í jarðarförinni Það vakti athygli í gær að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vottaði McCain virðingu sína á Twitter í gær þrátt fyrir að það sé ekkert launungarmál að þeir voru óvinir þrátt fyrir að vera samflokksmenn. McCain frábað sér til að mynda viðveru Trumps í jarðför sinni. Hann var ómyrkur í máli þegar hann gagnrýndi núverandi forseta. McCain kom í veg fyrir að heilbrigðisfrumvarp Repúblikanaflokksins kæmist í gegnum öldungadeildina, Trump til mikillar mæðu. „Ég votta fjölskyldu þingmannsins Johns McCain mínar dýpstu samúðarkveðjur og virðingu mína,“ segir Trump sem segist biðja fyrir fjölskyldunni. Bush mun sakna vinar síns Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, var einnig á meðal þeirra sem tjáði sig vegna andlátsins. Hann segir McCain hafa verið maður djúprar sannfæringar og hinn mesti föðurlandsvinur. „Og fyrir mig, persónulega, þá var hann vinur sem ég mun sakna sárt,“ segir Bush. McCain laut í lægra haldi fyrir Bush í slagnum um útnefningu Repúblikanaflokksins í forsetaembættið.Hillary Clinton, segir að McCain hafi ekki veigrað sér við að leggja flokkshollustuna til hliðar.Fréttablaðið/APMcCain hafi iðulega synt á móti straumnum Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaefni Demókrataflokksins, og Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segja í tilkynningu vegna andlátsins að McCain hafi staðið í þeirri trú að hver einasta manneskja þyrfti að axla ábyrgð á stjórnarskrárvörðu frelsi sínu. „Það var oft sem hann lagði flokkshollustu sína til hliðar til þegar það var best fyrir þjóðina. Hann var alltaf óhræddur að synda á móti straumnum þegar þess gerðist þörf og þegar það reyndist rétt að gera svo,“ segja hjónin í yfirlýsingu.Our statement on the passing of Senator John McCain: pic.twitter.com/3GBjNYxoj5— Barack Obama (@BarackObama) August 26, 2018
Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41