Sveiflukenndur lokahringur hjá Ólafíu í Kanada Ísak Jasonarson skrifar 26. ágúst 2018 19:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag lokahringinn á CP Women's Open mótinu á LPGA mótaröðinni á einu höggi yfir pari. Hún endaði því mótið á einu höggi yfir pari í heildina og í 64. sæti. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig á lokahringnum og lék sínar fyrri níu holur á tveimur höggum yfir pari eftir skrautlega byrjun þar sem hún fékk tvo skolla, einn tvöfaldan skolla og tvo fugla. Á seinni níu bætti Ólafía svo við sig tveimur skollum og þremur fuglum og kláraði hringinn á einu höggi yfir pari. Ólafía lék með Tiffany Chan og Cristie Kerr í dag en sú síðarnefnda er tvöfaldur risameistari og einn sigursælasti kylfingur mótaraðarinnar undanfarin ár. Kerr lék lokahringinn á 4 höggum undir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 64. sæti en örfáir kylfingar eiga eftir að ljúka leik. Árangur hennar hefur lítil áhrif á stöðu hennar á stigalistanum því hún mun fara niður um eitt sæti á listanum þegar hann verður uppfærður eftir mótið. Ólafía situr því í 138. sæti á stigalistanum en 100 efstu halda þátttökurétti sínum á mótaröðinni í árslok.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag lokahringinn á CP Women's Open mótinu á LPGA mótaröðinni á einu höggi yfir pari. Hún endaði því mótið á einu höggi yfir pari í heildina og í 64. sæti. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig á lokahringnum og lék sínar fyrri níu holur á tveimur höggum yfir pari eftir skrautlega byrjun þar sem hún fékk tvo skolla, einn tvöfaldan skolla og tvo fugla. Á seinni níu bætti Ólafía svo við sig tveimur skollum og þremur fuglum og kláraði hringinn á einu höggi yfir pari. Ólafía lék með Tiffany Chan og Cristie Kerr í dag en sú síðarnefnda er tvöfaldur risameistari og einn sigursælasti kylfingur mótaraðarinnar undanfarin ár. Kerr lék lokahringinn á 4 höggum undir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 64. sæti en örfáir kylfingar eiga eftir að ljúka leik. Árangur hennar hefur lítil áhrif á stöðu hennar á stigalistanum því hún mun fara niður um eitt sæti á listanum þegar hann verður uppfærður eftir mótið. Ólafía situr því í 138. sæti á stigalistanum en 100 efstu halda þátttökurétti sínum á mótaröðinni í árslok.
Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Dagskráin: Víkingar í umspili Sambandsdeildar og Bónus deildin í körfu Sport Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira