Erlent

Utanríkisráðherra Ástralíu segir af sér

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Julie Bishop hefur gegnt emætti utanríkisráðherra Ástralíu frá árinu 2013.
Julie Bishop hefur gegnt emætti utanríkisráðherra Ástralíu frá árinu 2013. Vísir/AP
Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu, hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra landsins. Afsögnin kemur í skugga innanflokksátaka. Bishop hefur gegnt embætti utanríkisráðherra landsins frá árinu 2013.

Bishop hefur ekki gert upp hug sinn hvort hún hyggist starfa áfram á þinginu fram að næstu kosningum en þær verða haldnar, að öllum líkindum, snemma á næsta ári. 

„Ég sagði forsætisráðherranum það í dag að ég hygðist láta af störfum sem utanríkisráðherra,“ segir Bishop í yfirlýsingu.

Bishop bauð sig fram gegn Scott Morrison og Peter Dutton í leiðtogakjöri Frálslynda flokksins sem fór fram á föstudag en hún laut í lægra haldi fyrir hinum nýskipaða forsætisráðherra landsins, Scott Morrison.

Utanríkisráðherrann hlaut einungis 11 atkvæði af 85 og er sögð afar vonsvikin yfir niðurstöðunum. Guardian greinir frá þessu. 

Yfirlýsing Bishops kemur í skugga mikilla innanflokksátaka. Áhyggjur flokksmanna af slæmu gengi flokksins í skoðanakönnunum eru sagðar helsta ástæðan fyrir átökunum innan flokksins.


Tengdar fréttir

Linnulaus innanflokksátök í Ástralíu

Ástralar skipt sex sinnum um forsætisráðherra á rúmum áratug. Samflokksmenn ráðherra gefa þeim ítrekað reisupassann. Hinn íhaldssami Morrison tók í gær við forsætisráðuneytinu af Ross Turnbull.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×