Erlent

Nýnasistar mótmæltu innflytjendum í Svíþjóð

Sylvía Hall skrifar
Mótmælendur veifuðu fánum sínum og lýstu yfir andstöðu sinni við innflytjendur. Myndin er frá fyrri mótmælum hreyfingarinnar.
Mótmælendur veifuðu fánum sínum og lýstu yfir andstöðu sinni við innflytjendur. Myndin er frá fyrri mótmælum hreyfingarinnar. vísir/peter isotalo
Yfir 200 stuðningsmenn nýnasistahreyfingarinnar sem gengur undir nafninu Norræna andspyrnuhreyfingin mættu á fjöldafund í Stokkhólmi í gær þar sem þeir mótmæltu innflytjendum.

Upphaflega átti fundurinn að standa yfir í sex klukkustundir, en eftir nokkrar klukkustundir voru flestir þátttakendur farnir.

Lögregla fylgdist með fundinum, þar sem stuðningsmenn hreyfingarinnar sýndu andstöðu sína við innflytjendur og veifuðu fánum sínum. Þá hafði lögregla varað borgarbúa við því að möguleiki væri á óeirðum, en fundurinn fór nokkuð friðsamlega fram.

Hópurinn, sem segist vera andspyrnuhreyfing, er mótfallinn Evrópusambandinu, samkynhneigð og innflytjendum. Þeir vöktu athygli á málefnum innflytjenda, en það er eitt stærsta málið fyrir komandi kosningar þar í landi.

Kosningarnar munu fara fram þann 9. september næstkomandi.


Tengdar fréttir

Nýnasistar gengu um götur Berlínar

Hundruð nýnasista marseruðu í dag um miðborg Berlínar, höfuðborgar Þýskalands. Þátttakendur göngunnar nutu verndar lögreglunnar þar í borg.

Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu

Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×