Erlent

Helsti andstæðingur Pútín handtekinn

Andri Eysteinsson skrifar
Alexei Navalny var handtekinn fyrir utan heimili sitt í Moskvu í dag.
Alexei Navalny var handtekinn fyrir utan heimili sitt í Moskvu í dag. Vísir/EPA
Leiðtogi Rússnesku stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, var í dag handtekinn fyrir utan heimili sitt í Moskvu, AP greinir frá og  talskona Navalny staðfestir það í færslu á Twitter síðu sinni

Talskonan, Kira Yarmysh, segir að Navalny hafi verið handtekinn skömmu eftir hádegi í dag og færður til næstu lögreglustöðvar. Navalny, sem er nú helsti andstæðingur Vladimir Putin, hafði núlega kallað eftir mótmælum vegna fyrirhugaðra aðgerða stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldur. 

Navalny hafði ákveðið að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín í kosningunum í mars síðastliðnum en dómstóll hafði dæmt framboð hans ólöglegt í febrúar 2017. 

Talskona Navalny segir að henni sé ekki kunnugt um ástæður handtökunnar. Ennfremur segir hún að Navalny hafi verið neitað um lögmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×