Brynjar Níelsson óánægður: „Fjölmiðlamenn eru eins og hverjar aðrar klappstýrur í þessu ofstæki“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2018 19:13 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði í dag ásakanir um kynferðisofbeldi og óviðeigandi hegðun að umfjöllunarefni sínu í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. Í stöðuuppfærslunni segir Brynjar að nú á tíðum þyki fólki lítið mál að „saka mann og annan um hvers kyns brot eða óviðeigandi hegðun, sem áttu að vera framin fyrir árum eða áratugum síðan og með því tvistra fjölskyldum og eyðileggja líf manna.“ Í færslunni segir Brynjar jafnframt að í málum eins og þeim sem hann bendir á séu lög og reglur víðs fjarri þegar dómstóll götunnar kveði upp dóm sinn. Þá gagnrýnir Brynjar fjölmiðla fyrir að stíga ekki niður fæti gegn þessari þróun og kallar þá meðal annars klappstýrur. Brynjar segir fjölmiðla einnig „leggja rauðan dregil fyrir þá sem koma fram með ásakanir af þessu tagi.“ Starfssystkini Brynjars á vettvangi stjórnmálanna fá einnig á baukinn í færslunni en hann sakar stjórnmálamenn, í það minnsta þá sem umhugað sé um endurkjör, að þegja um málaflokkinn. Einnig gagnrýnir Brynjar lögmannastéttina sem og háskólasamfélagið. Brynjar endar svo færsluna á þessum orðum: „Ég ráðlegg þeim sem vilja halda starfi sínu og jafnvel huga að starfsframa að læka ekki þessa færslu.“ Innlent Tengdar fréttir Segir það lensku að tala niður fjölmiðla Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það illa vegið að fjölmiðlum að gagnrýna þá án rökstuðnings. 8. júlí 2018 12:45 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði í dag ásakanir um kynferðisofbeldi og óviðeigandi hegðun að umfjöllunarefni sínu í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. Í stöðuuppfærslunni segir Brynjar að nú á tíðum þyki fólki lítið mál að „saka mann og annan um hvers kyns brot eða óviðeigandi hegðun, sem áttu að vera framin fyrir árum eða áratugum síðan og með því tvistra fjölskyldum og eyðileggja líf manna.“ Í færslunni segir Brynjar jafnframt að í málum eins og þeim sem hann bendir á séu lög og reglur víðs fjarri þegar dómstóll götunnar kveði upp dóm sinn. Þá gagnrýnir Brynjar fjölmiðla fyrir að stíga ekki niður fæti gegn þessari þróun og kallar þá meðal annars klappstýrur. Brynjar segir fjölmiðla einnig „leggja rauðan dregil fyrir þá sem koma fram með ásakanir af þessu tagi.“ Starfssystkini Brynjars á vettvangi stjórnmálanna fá einnig á baukinn í færslunni en hann sakar stjórnmálamenn, í það minnsta þá sem umhugað sé um endurkjör, að þegja um málaflokkinn. Einnig gagnrýnir Brynjar lögmannastéttina sem og háskólasamfélagið. Brynjar endar svo færsluna á þessum orðum: „Ég ráðlegg þeim sem vilja halda starfi sínu og jafnvel huga að starfsframa að læka ekki þessa færslu.“
Innlent Tengdar fréttir Segir það lensku að tala niður fjölmiðla Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það illa vegið að fjölmiðlum að gagnrýna þá án rökstuðnings. 8. júlí 2018 12:45 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
Segir það lensku að tala niður fjölmiðla Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það illa vegið að fjölmiðlum að gagnrýna þá án rökstuðnings. 8. júlí 2018 12:45