Borgarstjórakosning 1920 Stefán Pálsson skrifar 25. ágúst 2018 08:30 Knud Zimsen hlaut 1.760 atkvæði í kosningunum en Sigurður Eggerz 1.584. Mynd/ljósmyndasafn Reykjavíkur/MAÓ Íslensk stjórnmálasaga hefur að geyma ótal dæmi um grimmúðlegar kosningabaráttur. Þótt í seinni tíð sé oft kvartað yfir illmælgi og dómhörku á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninga, má telja það barnaleik samanborið við margt af því sem tíðkaðist í stjórnmálaátökum tuttugustu aldar. Flokkapólitík alþingis- og sveitarstjórnarkosninga reyndist oft grjóthörð, en ástandið var ekki mikið betra þegar kom að því að velja á milli einstaklinga, eins og í forsetakosningum og í fjölmörgum prestskosningum víða um landið. Einar kosningar náðu þó að samtvinna það versta úr bæði flokkapólitíkinni og persónukjörinu. Það voru borgarstjórakosningarnar 1920, mögulega grimmustu kosningar Íslandssögunnar. Aðeins einu sinni hefur það gerst í sögunni að borgarstjóri væri kosinn í beinni kosningu. Borgarstjóraembættið var sett á laggirnar með lögum árið 1907 (þótt Reykjavík kallaðist á þeim tíma bær og tæki ekki upp borgarnafnið fyrr en löngu síðar, árið 1962). Það var auglýst til umsóknar í fyrsta sinn eftir bæjarstjórnarkosningarnar 1908 og sóttu þá tveir menn um: Páll Einarsson sýslumaður og bæjarfógeti í Hafnarfirði og Knud Zimsen, þá nýkjörinn bæjarfulltrúi og bæjarverkfræðingur. Flokkastjórnmálin höfðu ekki almennilega náð fótfestu í bæjarpólitíkinni á þessum árum. Knud Zimsen, sem fylgdi Heimastjórnarflokki Hannesar Hafsteins að málum, var kjörinn í bæjarstjórnina af lista iðnaðarmanna bæjarins, en hann var verkfræðimenntaður og virkur í Iðnaðarmannafélaginu. Borgarstjórakosningin fór ekki eftir neinum skýrum flokkslínum og varð Páll fyrir valinu. Kjörtímabilið var sex ár,en að því loknu, árið 1914, sótti hann um bæjarfógetaembætti á Akureyri og sýslumennsku í Eyjafjarðarsýslu og hlaut það. Borgarstjóraembættið var auglýst laust í annað sinn og sóttu þá þrír menn um: Knud Zimsen, Sigurður Eggerz og Vigfús Einarsson bæjarfógetafulltrúi. Þótti valið standa á milli Knuds og Sigurðar. Sá fyrrnefndi átti að baki sex ára setu í bæjarstjórn og ýmis trúnaðarstörf fyrir sveitarfélagið, á meðan sá síðarnefndi hafði gegnt sýslumannsembættum víða um land og setið á Alþingi frá 1911. Knud Zimsen stóð sterkar að vígi og hreppti hnossið. Sagði hann þá þegar af sér bæjarfulltrúastöðunni.Stjórnmálaklækir Sex árum síðar var allt önnur staða uppi. Alþingi hafði breytt lögum á þann veg að borgarstjóra skyldi kjósa í beinni kosningu. Almennar bæjarstjórnarkosningar fóru fram í janúarmánuði 1920 þar sem kosið var um sæti sex borgarfulltrúa. Alþýðuflokksmenn, sem voru vaxandi afl í höfuðstaðnum, þrýstu mjög á um að borgarstjórinn yrði kjörinn um leið, en borgaraöflin sem réðu völdum í Reykjavík höfnuðu því og ákváðu að kosið yrði í byrjun maí. Olli sú ákvörðun verulegum taugatitringi meðal Alþýðuflokksmanna, enda þótti þeim sýnt að fjöldi sjómanna yrði fjarverandi og gæti ekki nýtt kosningarétt sinn í vorkosningum, eins og raunin varð. Hægriblöðin svöruðu fullum hálsi og bentu á að gott væri fyrir borgarstjóraefnin að vita hverjir kæmu til með að sitja í bæjarstjórn áður en ákvörðun væri tekin um framboð. Í kosningunum í janúar náðu tvær fylkingar teljandi fylgi. Annars vegar framboð Alþýðuflokksins, sem hlaut þriðjung atkvæða en hins vegar framboð „Sjálfstjórnar“ sem fékk tvo þriðju. Sjálfstjórnarlistinn var sameiginlegt framboð borgaralegu aflanna, sem lengi höfðu eldað grátt silfur en sneru þó bökum saman í þessum kosningum. Undir hatti Sjálfstjórnar mátti finna bæði fulltrúa úr hinum gamla Heimastjórnarflokki Hannesar Hafsteins sem og erkiandstæðinga hans úr Sjálfstæðisflokknum (sem kallaður er Sjálfstæðisflokkurinn eldri í sögubókum til aðgreiningar frá núverandi flokki með sama heiti). Þrátt fyrir kosningabandalagið var grunnt á því góða milli fylkinganna tveggja og vandséð að þær gætu komið sér saman um borgarstjóra. Þessa sundrungu nýttu Alþýðuflokksmenn til hins ýtrasta. Í stað þess að bjóða fram sitt eigið táknræna borgarstjóraefni, fylktu þeir sér á bak við Sjálfstæðismanninn Sigurð Eggerz og ráku þannig fleyg í lið bæjarstjórnarmeirihlutans. Pólitísk staða Sigurðar Eggertz var allt önnur en verið hafði sex árum fyrr. Síðla árs 1914 hafði hann býsna óvænt verið gerður að Ráðherra Íslands. Þar sem íslensk stjórnmál snerust að miklu leyti um afar tæknileg atriði – nánast tittlingaskít – varðandi samband Íslands og Danmerkur, varð Sigurður Eggertz ekki langlífur í embætti. Hann bar fram lagafrumvarp sem ljóst var að danski kóngurinn hlaut að hafna og sagði í kjölfarið af sér snemma árs 1915. Fyrir þessa afsögn naut hann þó virðingar í ýmsum kreðsum fyrir staðfestu. Frá árinu 1917 hafði hann svo gegnt embætti fjármálaráðherra. Auk ráðherrareynslunnar þótti Sigurður Eggertz snjall og fyndinn ræðumaður, nokkuð sem Knud Zimsen gat trauðla státað af. Á móti kom að Knud hafði yfir að búa sex ára reynslu sem borgarstjóri í Reykjavík. Það var þó ekki eintóm blessun enda höfðu síðustu ár reynst einhver þau erfiðustu í sögu sveitarfélagsins og einkennst af harðindum, samdrætti og óáran. Knud Zimsen fékk stuðning samherja sinna til framboðsins, en mörgum þótti lítill hugur fylgja máli, í það minnsta höfðu ýmsir þungavigtarmenn úr röðum Heimastjórnarmanna sig lítt í frammi. Gamlar syndir Í kosningabaráttunni voru fyrri embættisfærslur frambjóðendanna dregnar fram og hamrað á flestu því sem ámælisvert þótti. Sigurður Eggerz var óspart skammaður fyrir umdeildar ákvarðanir sínar á stóli fjármálaráðherra, ekki hvað síst geysióvinsælan sykurskatt sem hann lagði á og atvinnubótaverkefni sem þótti gjörsamlega misheppnað. Hafði ríkisstjórnin ráðið fjölda verkamanna í grjótvinnu í Öskjuhlíð, meðal annars til að vinna efni fyrir fyrirhugaða Landspítalabyggingu. Verkið þótti óskipulagt, kostnaðarsamt og skila litlu. Þá var ráðherraafsögn Sigurðar rifjuð upp og hún ýmist talin til marks um sérstök heilindi hans eða óþolandi kreddufestu. Þegar kom að verkum Knuds Zimsens var öllu meira undir, enda hafði hann komið að velflestum framkvæmdum bæjarins ýmist sem embættismaður eða kjörinn fulltrúi í hartnær tvo áratugi. Fyrir vikið spruttu heitar umræður um ýmsar verklegar framkvæmdir Reykjavíkurbæjar á liðnum árum, sem margar hverjar höfðu verið umdeildar. Enginn gekk þar harðar fram en Ágúst A. Johnson bankagjaldkeri sem skrifaði líklega lengstu kosningagrein Íslandssögunnar, en hún birtist í átta hlutum í dagblaðinu Vísi! Fann gjaldkerinn þar flestu í embættisfærslum Knuds allt til foráttu og hnýtti jafnvel í gerð Vatnsveitunnar, sem þó mátti heita að almenn sátt ríkti um í bænum. Í endurminningum sínum taldi Knud Zimsen að greinabálkur Ágústar Johnson og önnur skrif í sama dúr hefði tryggt sér sigurinn, þar sem kjósendum hefði misboðið heiftin. Þannig ritaði séra Friðrik Friðriksson sína fyrstu og einu pólitísku blaðagrein til stuðnings Knud einmitt með þeim rökum að skammargreinarnar hafi endanlega sannfært hann um ágæti borgarstjórans. Ekki er þó víst að hneykslun kennimannsins yfir níðskrifunum hafi ráðið öllu um afstöðu hans. Þeir Friðrik og Knud voru vinir frá fornu fari og Knud Zimsen mjög virkur í KFUM. Urðu trúarskoðanir Knuds raunar að stóru kosningamáli, þar sem reynt var að draga upp mynd af honum sem trúarofstækismanni. Líklega græddi hann þó fremur en hitt á KFUM-tengslunum í kosningunum. Hagsmunaárekstar? Annað sem reynt var að gera tortryggilegt í kosningabaráttunni voru viðskiptatengsl Knuds Zimsens. Frá því að hann sneri heim til Íslands sem nýútskrifaður verkfræðingur árið 1903, hafði Knud alla tíð haft mörg járn í eldinum. Hann hafði verið embættismaður, en jafnframt tekið að sér verkefni sem verktaki og sinnt innflutningi, svo sem á steypu og lagnaefni. Í mörgum tilvikum voru þessi ólíku viðfangsefni nátengd. Þannig rakst Knud ítrekað á það í störfum sínum, jafnt sem verkfræðingur á vegum Reykjavíkurbæjar eða sem sjálfstætt starfandi verktaki, hversu mikill skortur væri á hvers kyns byggingarefnum og verðið á þeim óhagstætt. Til að bregðast við því greip hann sjálfur til innflutnings, til mikilla hagsbóta fyrir heimamenn en var um leið orðinn beggja vegna borðsins í viðskiptum við Reykjavíkurkaupstað. Fyrir vikið fóru á flug sögur um ofsagróða fyrirtækja tengdra borgarstjóranum vegna stórframkvæmda bæjarins. Hagyrðingar létu ekki sitt eftir liggja í kosningabaráttunni frekar en fyrri daginn. Urðu ýmsar lausavísur fleygar, þar á meðal þessi eftir skáldið Einar Jochumsson: Þótt firðar kalli mig fyllirút, sem fótum lögin troði, mundi ég aldrei kjósa Knút, þótt koníak væri í boði. Knud Zimsen hlaut 1.760 atkvæði í kosningunum en Sigurður Eggerz 1.584. Sex árum síðar varð Knud sjálfkjörinn sem borgarstjóri eftir að eina mótframboðið hafði verið úrskurðað ógilt. Ekki var oftar efnt til beinnar kosningar um embætti borgarstjóra, þar sem lögum um kjör bæjarstjóra var breytt á nýjan leik. Upp frá því hefur bæjar- og borgarstjórakjör verið í höndum sveitarstjórna. Knud Zimsen lét loks af störfum árið 1932 eftir átján ár í borgarstjórastólnum. Það met stendur enn í dag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Íslensk stjórnmálasaga hefur að geyma ótal dæmi um grimmúðlegar kosningabaráttur. Þótt í seinni tíð sé oft kvartað yfir illmælgi og dómhörku á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninga, má telja það barnaleik samanborið við margt af því sem tíðkaðist í stjórnmálaátökum tuttugustu aldar. Flokkapólitík alþingis- og sveitarstjórnarkosninga reyndist oft grjóthörð, en ástandið var ekki mikið betra þegar kom að því að velja á milli einstaklinga, eins og í forsetakosningum og í fjölmörgum prestskosningum víða um landið. Einar kosningar náðu þó að samtvinna það versta úr bæði flokkapólitíkinni og persónukjörinu. Það voru borgarstjórakosningarnar 1920, mögulega grimmustu kosningar Íslandssögunnar. Aðeins einu sinni hefur það gerst í sögunni að borgarstjóri væri kosinn í beinni kosningu. Borgarstjóraembættið var sett á laggirnar með lögum árið 1907 (þótt Reykjavík kallaðist á þeim tíma bær og tæki ekki upp borgarnafnið fyrr en löngu síðar, árið 1962). Það var auglýst til umsóknar í fyrsta sinn eftir bæjarstjórnarkosningarnar 1908 og sóttu þá tveir menn um: Páll Einarsson sýslumaður og bæjarfógeti í Hafnarfirði og Knud Zimsen, þá nýkjörinn bæjarfulltrúi og bæjarverkfræðingur. Flokkastjórnmálin höfðu ekki almennilega náð fótfestu í bæjarpólitíkinni á þessum árum. Knud Zimsen, sem fylgdi Heimastjórnarflokki Hannesar Hafsteins að málum, var kjörinn í bæjarstjórnina af lista iðnaðarmanna bæjarins, en hann var verkfræðimenntaður og virkur í Iðnaðarmannafélaginu. Borgarstjórakosningin fór ekki eftir neinum skýrum flokkslínum og varð Páll fyrir valinu. Kjörtímabilið var sex ár,en að því loknu, árið 1914, sótti hann um bæjarfógetaembætti á Akureyri og sýslumennsku í Eyjafjarðarsýslu og hlaut það. Borgarstjóraembættið var auglýst laust í annað sinn og sóttu þá þrír menn um: Knud Zimsen, Sigurður Eggerz og Vigfús Einarsson bæjarfógetafulltrúi. Þótti valið standa á milli Knuds og Sigurðar. Sá fyrrnefndi átti að baki sex ára setu í bæjarstjórn og ýmis trúnaðarstörf fyrir sveitarfélagið, á meðan sá síðarnefndi hafði gegnt sýslumannsembættum víða um land og setið á Alþingi frá 1911. Knud Zimsen stóð sterkar að vígi og hreppti hnossið. Sagði hann þá þegar af sér bæjarfulltrúastöðunni.Stjórnmálaklækir Sex árum síðar var allt önnur staða uppi. Alþingi hafði breytt lögum á þann veg að borgarstjóra skyldi kjósa í beinni kosningu. Almennar bæjarstjórnarkosningar fóru fram í janúarmánuði 1920 þar sem kosið var um sæti sex borgarfulltrúa. Alþýðuflokksmenn, sem voru vaxandi afl í höfuðstaðnum, þrýstu mjög á um að borgarstjórinn yrði kjörinn um leið, en borgaraöflin sem réðu völdum í Reykjavík höfnuðu því og ákváðu að kosið yrði í byrjun maí. Olli sú ákvörðun verulegum taugatitringi meðal Alþýðuflokksmanna, enda þótti þeim sýnt að fjöldi sjómanna yrði fjarverandi og gæti ekki nýtt kosningarétt sinn í vorkosningum, eins og raunin varð. Hægriblöðin svöruðu fullum hálsi og bentu á að gott væri fyrir borgarstjóraefnin að vita hverjir kæmu til með að sitja í bæjarstjórn áður en ákvörðun væri tekin um framboð. Í kosningunum í janúar náðu tvær fylkingar teljandi fylgi. Annars vegar framboð Alþýðuflokksins, sem hlaut þriðjung atkvæða en hins vegar framboð „Sjálfstjórnar“ sem fékk tvo þriðju. Sjálfstjórnarlistinn var sameiginlegt framboð borgaralegu aflanna, sem lengi höfðu eldað grátt silfur en sneru þó bökum saman í þessum kosningum. Undir hatti Sjálfstjórnar mátti finna bæði fulltrúa úr hinum gamla Heimastjórnarflokki Hannesar Hafsteins sem og erkiandstæðinga hans úr Sjálfstæðisflokknum (sem kallaður er Sjálfstæðisflokkurinn eldri í sögubókum til aðgreiningar frá núverandi flokki með sama heiti). Þrátt fyrir kosningabandalagið var grunnt á því góða milli fylkinganna tveggja og vandséð að þær gætu komið sér saman um borgarstjóra. Þessa sundrungu nýttu Alþýðuflokksmenn til hins ýtrasta. Í stað þess að bjóða fram sitt eigið táknræna borgarstjóraefni, fylktu þeir sér á bak við Sjálfstæðismanninn Sigurð Eggerz og ráku þannig fleyg í lið bæjarstjórnarmeirihlutans. Pólitísk staða Sigurðar Eggertz var allt önnur en verið hafði sex árum fyrr. Síðla árs 1914 hafði hann býsna óvænt verið gerður að Ráðherra Íslands. Þar sem íslensk stjórnmál snerust að miklu leyti um afar tæknileg atriði – nánast tittlingaskít – varðandi samband Íslands og Danmerkur, varð Sigurður Eggertz ekki langlífur í embætti. Hann bar fram lagafrumvarp sem ljóst var að danski kóngurinn hlaut að hafna og sagði í kjölfarið af sér snemma árs 1915. Fyrir þessa afsögn naut hann þó virðingar í ýmsum kreðsum fyrir staðfestu. Frá árinu 1917 hafði hann svo gegnt embætti fjármálaráðherra. Auk ráðherrareynslunnar þótti Sigurður Eggertz snjall og fyndinn ræðumaður, nokkuð sem Knud Zimsen gat trauðla státað af. Á móti kom að Knud hafði yfir að búa sex ára reynslu sem borgarstjóri í Reykjavík. Það var þó ekki eintóm blessun enda höfðu síðustu ár reynst einhver þau erfiðustu í sögu sveitarfélagsins og einkennst af harðindum, samdrætti og óáran. Knud Zimsen fékk stuðning samherja sinna til framboðsins, en mörgum þótti lítill hugur fylgja máli, í það minnsta höfðu ýmsir þungavigtarmenn úr röðum Heimastjórnarmanna sig lítt í frammi. Gamlar syndir Í kosningabaráttunni voru fyrri embættisfærslur frambjóðendanna dregnar fram og hamrað á flestu því sem ámælisvert þótti. Sigurður Eggerz var óspart skammaður fyrir umdeildar ákvarðanir sínar á stóli fjármálaráðherra, ekki hvað síst geysióvinsælan sykurskatt sem hann lagði á og atvinnubótaverkefni sem þótti gjörsamlega misheppnað. Hafði ríkisstjórnin ráðið fjölda verkamanna í grjótvinnu í Öskjuhlíð, meðal annars til að vinna efni fyrir fyrirhugaða Landspítalabyggingu. Verkið þótti óskipulagt, kostnaðarsamt og skila litlu. Þá var ráðherraafsögn Sigurðar rifjuð upp og hún ýmist talin til marks um sérstök heilindi hans eða óþolandi kreddufestu. Þegar kom að verkum Knuds Zimsens var öllu meira undir, enda hafði hann komið að velflestum framkvæmdum bæjarins ýmist sem embættismaður eða kjörinn fulltrúi í hartnær tvo áratugi. Fyrir vikið spruttu heitar umræður um ýmsar verklegar framkvæmdir Reykjavíkurbæjar á liðnum árum, sem margar hverjar höfðu verið umdeildar. Enginn gekk þar harðar fram en Ágúst A. Johnson bankagjaldkeri sem skrifaði líklega lengstu kosningagrein Íslandssögunnar, en hún birtist í átta hlutum í dagblaðinu Vísi! Fann gjaldkerinn þar flestu í embættisfærslum Knuds allt til foráttu og hnýtti jafnvel í gerð Vatnsveitunnar, sem þó mátti heita að almenn sátt ríkti um í bænum. Í endurminningum sínum taldi Knud Zimsen að greinabálkur Ágústar Johnson og önnur skrif í sama dúr hefði tryggt sér sigurinn, þar sem kjósendum hefði misboðið heiftin. Þannig ritaði séra Friðrik Friðriksson sína fyrstu og einu pólitísku blaðagrein til stuðnings Knud einmitt með þeim rökum að skammargreinarnar hafi endanlega sannfært hann um ágæti borgarstjórans. Ekki er þó víst að hneykslun kennimannsins yfir níðskrifunum hafi ráðið öllu um afstöðu hans. Þeir Friðrik og Knud voru vinir frá fornu fari og Knud Zimsen mjög virkur í KFUM. Urðu trúarskoðanir Knuds raunar að stóru kosningamáli, þar sem reynt var að draga upp mynd af honum sem trúarofstækismanni. Líklega græddi hann þó fremur en hitt á KFUM-tengslunum í kosningunum. Hagsmunaárekstar? Annað sem reynt var að gera tortryggilegt í kosningabaráttunni voru viðskiptatengsl Knuds Zimsens. Frá því að hann sneri heim til Íslands sem nýútskrifaður verkfræðingur árið 1903, hafði Knud alla tíð haft mörg járn í eldinum. Hann hafði verið embættismaður, en jafnframt tekið að sér verkefni sem verktaki og sinnt innflutningi, svo sem á steypu og lagnaefni. Í mörgum tilvikum voru þessi ólíku viðfangsefni nátengd. Þannig rakst Knud ítrekað á það í störfum sínum, jafnt sem verkfræðingur á vegum Reykjavíkurbæjar eða sem sjálfstætt starfandi verktaki, hversu mikill skortur væri á hvers kyns byggingarefnum og verðið á þeim óhagstætt. Til að bregðast við því greip hann sjálfur til innflutnings, til mikilla hagsbóta fyrir heimamenn en var um leið orðinn beggja vegna borðsins í viðskiptum við Reykjavíkurkaupstað. Fyrir vikið fóru á flug sögur um ofsagróða fyrirtækja tengdra borgarstjóranum vegna stórframkvæmda bæjarins. Hagyrðingar létu ekki sitt eftir liggja í kosningabaráttunni frekar en fyrri daginn. Urðu ýmsar lausavísur fleygar, þar á meðal þessi eftir skáldið Einar Jochumsson: Þótt firðar kalli mig fyllirút, sem fótum lögin troði, mundi ég aldrei kjósa Knút, þótt koníak væri í boði. Knud Zimsen hlaut 1.760 atkvæði í kosningunum en Sigurður Eggerz 1.584. Sex árum síðar varð Knud sjálfkjörinn sem borgarstjóri eftir að eina mótframboðið hafði verið úrskurðað ógilt. Ekki var oftar efnt til beinnar kosningar um embætti borgarstjóra, þar sem lögum um kjör bæjarstjóra var breytt á nýjan leik. Upp frá því hefur bæjar- og borgarstjórakjör verið í höndum sveitarstjórna. Knud Zimsen lét loks af störfum árið 1932 eftir átján ár í borgarstjórastólnum. Það met stendur enn í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira