Skógareldar í Þýskalandi sprengja upp skotfæri úr seinni heimsstyrjöld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2018 17:48 Skógeraldar loga nú glatt suðvestur af Berlín, höfuðborg Þýskalands. Vísir/AP Skógareldar sem nú loga suðvestur af Berlín, höfuðborg Þýskalands, hafa valdið því að sprengiefni og skotfæri frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, sem grafið var í skógum í nágrenni borgarinnar, hefur fuðrað í loft upp og gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir við að ráða niðurlögum eldsins. Enn liggur mikið magn skotfæra grafið í skóginum en það veldur því að slökkvilið á svæðinu getur ekki farið inn á þau svæði þar sem grunur leikur á að sprengihætta sé á ferðum. Viðbragðsaðilar á svæðinu hafa talað um að eldarnir nái yfir svæði á stærð við 500 knattspyrnuvelli.Mögulega um íkvekju að ræða Dietmar Woidke, fylkisstjóri Brandenburgarfylkis, sagði í samtali við AP að skotfærin á svæðinu væru afar hættuleg og að ekki mætti stíga til jarðar hvar sem væri á svæðinu. Því væri ekki hægt að koma nægilega nálægt eldinum og að af þeim sökum væri slökkvistarf talsvert erfiðara en ef um venjulega skógarelda væri að ræða. Eldurinn kviknaði á fimmtudaginn og er talinn eiga upptök sín á fleiri en einum stað, þannig að ekki er hægt að útiloka að um íkveikju sé að ræða. Yfirvöld á svæðinu rannsaka nú tildrög skógareldanna.Eldarnir eru sagðir ná yfir svæði sem er á stærð við 500 knattspyrnuvelli.Vísir/APHundruð hafa yfirgefið heimili sín Þá hefur vindátt á svæðinu verið afar óhagstæð íbúum Berlínar en í nokkrum hverfum borgarinnar hefur íbúum verið ráðlagt að halda gluggum sínum lokuðum, þar sem sterkir vindar hafa blásið reyk frá skógareldunum í átt að höfuðborginni. Búið er að rýma hverfin sem mest hafa fundið fyrir áhrifum eldanna og hundruð hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Yfir 600 viðbragðsaðilar, slökkviliðsmenn og hermenn, hafa tekið þátt í því að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Búið er að loka hraðbrautum nálægt svæðinu þar sem eldarnir loga og þá hefur lestaferðum á svæðinu verið aflýst. Erlent Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Skógareldar sem nú loga suðvestur af Berlín, höfuðborg Þýskalands, hafa valdið því að sprengiefni og skotfæri frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, sem grafið var í skógum í nágrenni borgarinnar, hefur fuðrað í loft upp og gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir við að ráða niðurlögum eldsins. Enn liggur mikið magn skotfæra grafið í skóginum en það veldur því að slökkvilið á svæðinu getur ekki farið inn á þau svæði þar sem grunur leikur á að sprengihætta sé á ferðum. Viðbragðsaðilar á svæðinu hafa talað um að eldarnir nái yfir svæði á stærð við 500 knattspyrnuvelli.Mögulega um íkvekju að ræða Dietmar Woidke, fylkisstjóri Brandenburgarfylkis, sagði í samtali við AP að skotfærin á svæðinu væru afar hættuleg og að ekki mætti stíga til jarðar hvar sem væri á svæðinu. Því væri ekki hægt að koma nægilega nálægt eldinum og að af þeim sökum væri slökkvistarf talsvert erfiðara en ef um venjulega skógarelda væri að ræða. Eldurinn kviknaði á fimmtudaginn og er talinn eiga upptök sín á fleiri en einum stað, þannig að ekki er hægt að útiloka að um íkveikju sé að ræða. Yfirvöld á svæðinu rannsaka nú tildrög skógareldanna.Eldarnir eru sagðir ná yfir svæði sem er á stærð við 500 knattspyrnuvelli.Vísir/APHundruð hafa yfirgefið heimili sín Þá hefur vindátt á svæðinu verið afar óhagstæð íbúum Berlínar en í nokkrum hverfum borgarinnar hefur íbúum verið ráðlagt að halda gluggum sínum lokuðum, þar sem sterkir vindar hafa blásið reyk frá skógareldunum í átt að höfuðborginni. Búið er að rýma hverfin sem mest hafa fundið fyrir áhrifum eldanna og hundruð hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Yfir 600 viðbragðsaðilar, slökkviliðsmenn og hermenn, hafa tekið þátt í því að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Búið er að loka hraðbrautum nálægt svæðinu þar sem eldarnir loga og þá hefur lestaferðum á svæðinu verið aflýst.
Erlent Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira