Fulham náði í fyrsta sigurinn í sex marka leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 17:00 Mitrovic átti frábæran leik í dag Vísir/Getty Nýliðar Fulham sóttu sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið þegar Burnley mætti á Craven Cottage. Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur út af snemma leiks. Bæði lið þurftu sigur í þessum leik, Fulham án sigurs og Burnley með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Leikurinn byrjaði af miklum krafti, Jean Michel Seri kom Fulham yfir á fjórðu mínútu með glæsilegu skoti. Gestirnir voru hins vegar ekki lengi að svara fyrir sig. Jeff Hendrick skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Aaron Lennon á tíundu mínútu. Fjörið var langt frá því að vera búið því Aleksandar Mitrovic skoraði tvö mörk á tveimur mínútum þegar liðið var á hálfleikin. Bæði voru þau keimlík, hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf inn á teiginn. Staðan mjög vænleg fyrir Fulham en varnarmaðurinn James Tarkowski gafst ekki upp og minnkaði muninn áður en fyrri hálfleikurinn var úti. Félagi hans í miðverðinum, Ben Mee, átti stoðsendinguna eftir hornspyrnu. Seinni hálfleikurinn var aðeins rólegri, allavega hvað markaskorun varðar. Þar kom þó eitt mark, Andre Schürrle skoraði á 83. mínútu þegar hann setti frákastið frá skoti Mitrovic í netið, Serbinn hafði skotið í stöngina. Burnley náði ekki að minnka muninn frekar og þurfti að sætta sig við tap. Eitt stig eftir þrjá leiki og ekki annað hægt að taka úr þessum úrslitum en að þátttakan í Evrópukeppninni taki sinn toll. Á 19. mínútu leiksins var Jóhann Berg Guðmundsson tekinn út af. Miðað við fyrstu viðbrögð eru meiðslin ekki mjög alvarleg, en það er þó ekkert vitað enn. Ísland hefur leik í Þjóðadeildinni eftir tvær vikur og yrði það mikið áfall ef Jóhann Berg nær þeim leik ekki.19' Burnley substitution - Gudmundsson makes way after picking up a knock, for Charlie Taylor. 1-1 — Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 26, 2018 Enski boltinn
Nýliðar Fulham sóttu sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið þegar Burnley mætti á Craven Cottage. Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur út af snemma leiks. Bæði lið þurftu sigur í þessum leik, Fulham án sigurs og Burnley með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Leikurinn byrjaði af miklum krafti, Jean Michel Seri kom Fulham yfir á fjórðu mínútu með glæsilegu skoti. Gestirnir voru hins vegar ekki lengi að svara fyrir sig. Jeff Hendrick skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Aaron Lennon á tíundu mínútu. Fjörið var langt frá því að vera búið því Aleksandar Mitrovic skoraði tvö mörk á tveimur mínútum þegar liðið var á hálfleikin. Bæði voru þau keimlík, hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf inn á teiginn. Staðan mjög vænleg fyrir Fulham en varnarmaðurinn James Tarkowski gafst ekki upp og minnkaði muninn áður en fyrri hálfleikurinn var úti. Félagi hans í miðverðinum, Ben Mee, átti stoðsendinguna eftir hornspyrnu. Seinni hálfleikurinn var aðeins rólegri, allavega hvað markaskorun varðar. Þar kom þó eitt mark, Andre Schürrle skoraði á 83. mínútu þegar hann setti frákastið frá skoti Mitrovic í netið, Serbinn hafði skotið í stöngina. Burnley náði ekki að minnka muninn frekar og þurfti að sætta sig við tap. Eitt stig eftir þrjá leiki og ekki annað hægt að taka úr þessum úrslitum en að þátttakan í Evrópukeppninni taki sinn toll. Á 19. mínútu leiksins var Jóhann Berg Guðmundsson tekinn út af. Miðað við fyrstu viðbrögð eru meiðslin ekki mjög alvarleg, en það er þó ekkert vitað enn. Ísland hefur leik í Þjóðadeildinni eftir tvær vikur og yrði það mikið áfall ef Jóhann Berg nær þeim leik ekki.19' Burnley substitution - Gudmundsson makes way after picking up a knock, for Charlie Taylor. 1-1 — Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 26, 2018
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti