Ekkert að sækja Hörður Ægisson skrifar 24. ágúst 2018 07:00 Ísland er í dauðafæri. Með þeirri kerfisbreytingu sem hefur orðið á hagkerfinu, sem endurspeglast einkum í viðvarandi viðskiptaafgangi, jákvæðri eignastöðu þjóðarbúsins við útlönd og miklum sparnaði heimila og fyrirtækja, hafa raunvextir lækkað verulega á síðustu árum. Með sama framhaldi er raunhæft að ætla að Ísland geti farið að þokast í átt til þess að verða líkara lágvaxtalöndum. Fyrir íslensk heimili myndi slíkt þýða meiriháttar kjarabætur til lengri tíma. Hvort það takist mun að stórum hluta ráðast af þróun á vinnumarkaði á komandi misserum. Þar eru sannarlega blikur á lofti. Það er ekkert nýtt að flestir vilji fá allt – meðal annars hærri laun, lægri vexti, minni hækkanir fasteignaverðs – fyrir ekkert. Samhengi hlutanna er hins vegar iðulega flóknara. Tugprósenta launahækkanir, á sama tíma og samkeppnishæfni flestra fyrirtækja hefur rýrnað stórkostlega á skömmum tíma, myndu þannig valda aukinni verðbólgu, enn meiri hækkunum á fasteignamarkaði og hærri vöxtum en ella. Niðurstaðan væri skert lífskjör fyrir meginþorra almennings. Þetta ætti að blasa við öllu sanngjörnu fólki. Það er áhyggjuefni að flestir þeir sem sjá ástæðu til að bera saman vexti á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum hafa lítinn áhuga á að skilja hvað veldur því að þeir eru hærri hér á landi. Stöðugleiki á vinnumarkaði, ábyrgur ríkisrekstur og launaþróun í samræmi við framleiðni skiptir hvað mestu um að raunvextir þar hafa sögulega séð verið lægri en á Íslandi. Þær kröfur sem heyrast í aðdraganda kjarasamninga í vetur væru ekki til þess fallnar að breyta þessari stöðu. Öðru nær. Yfirlýsingar forystumanna verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu bera þess merki að þeir muni kannski fremur beina kröfum sínum að stjórnvöldum en atvinnurekendum. Það kann að vera góðs viti ef rétt reynist. Þótt ljóst sé að ríkisstjórnin hefur ekki beinu hlutverki að gegna í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði, enda ekki hennar að hafa skoðun á því hversu mikið svigrúm sé þar mögulega fyrir launahækkanir, þá getur hún lagt sitt af mörkum til að liðka fyrir því að samningar náist sem ógna ekki stöðugleika. Þar ætti einkum tvennt að koma til greina hjá stjórnvöldum. Annars vegar markvissar aðgerðir til að draga úr framboðsvanda á fasteignamarkaði, meðal annars að einfalda til muna regluverkið um húsnæðis- og byggingarmál, og hins vegar að lækka tryggingagjaldið hraðar en áformað er til að stemma stigu við því að launakostnaður fyrirtækja fari að stórum hluta út í verðlag. Hagkerfið stendur á tímamótum. Eftir miklar nafnlaunahækkanir og gengisstyrkingu krónunnar er Ísland líklega orðið að dýrasta landi í heimi. Afleiðingarnar eru skert samkeppnishæfni og versnandi afkoma fyrirtækja sem eru í auknum mæli farin að grípa til uppsagna og verðhækkana til að mæta vaxandi kostnaði, ekki hvað síst vegna hárra launa í alþjóðlegum samanburði. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, benti af þessu tilefni á hið augljóslega í Fréttablaðinu í gær: „Staðan er sú að það er lítið sem ekkert til atvinnurekenda að sækja.“ Undir þá skoðun má taka. Ganga verður út frá því að allir aðilar vinnumarkaðarins sýni skynsemi og ábyrgð í komandi kjaraviðræðum með það helst að markmiði að verja þann mikla lífskjarabata sem áunnist hefur síðustu ár. Fáir munu hins vegar þora að veðja á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Kjaramál Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er í dauðafæri. Með þeirri kerfisbreytingu sem hefur orðið á hagkerfinu, sem endurspeglast einkum í viðvarandi viðskiptaafgangi, jákvæðri eignastöðu þjóðarbúsins við útlönd og miklum sparnaði heimila og fyrirtækja, hafa raunvextir lækkað verulega á síðustu árum. Með sama framhaldi er raunhæft að ætla að Ísland geti farið að þokast í átt til þess að verða líkara lágvaxtalöndum. Fyrir íslensk heimili myndi slíkt þýða meiriháttar kjarabætur til lengri tíma. Hvort það takist mun að stórum hluta ráðast af þróun á vinnumarkaði á komandi misserum. Þar eru sannarlega blikur á lofti. Það er ekkert nýtt að flestir vilji fá allt – meðal annars hærri laun, lægri vexti, minni hækkanir fasteignaverðs – fyrir ekkert. Samhengi hlutanna er hins vegar iðulega flóknara. Tugprósenta launahækkanir, á sama tíma og samkeppnishæfni flestra fyrirtækja hefur rýrnað stórkostlega á skömmum tíma, myndu þannig valda aukinni verðbólgu, enn meiri hækkunum á fasteignamarkaði og hærri vöxtum en ella. Niðurstaðan væri skert lífskjör fyrir meginþorra almennings. Þetta ætti að blasa við öllu sanngjörnu fólki. Það er áhyggjuefni að flestir þeir sem sjá ástæðu til að bera saman vexti á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum hafa lítinn áhuga á að skilja hvað veldur því að þeir eru hærri hér á landi. Stöðugleiki á vinnumarkaði, ábyrgur ríkisrekstur og launaþróun í samræmi við framleiðni skiptir hvað mestu um að raunvextir þar hafa sögulega séð verið lægri en á Íslandi. Þær kröfur sem heyrast í aðdraganda kjarasamninga í vetur væru ekki til þess fallnar að breyta þessari stöðu. Öðru nær. Yfirlýsingar forystumanna verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu bera þess merki að þeir muni kannski fremur beina kröfum sínum að stjórnvöldum en atvinnurekendum. Það kann að vera góðs viti ef rétt reynist. Þótt ljóst sé að ríkisstjórnin hefur ekki beinu hlutverki að gegna í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði, enda ekki hennar að hafa skoðun á því hversu mikið svigrúm sé þar mögulega fyrir launahækkanir, þá getur hún lagt sitt af mörkum til að liðka fyrir því að samningar náist sem ógna ekki stöðugleika. Þar ætti einkum tvennt að koma til greina hjá stjórnvöldum. Annars vegar markvissar aðgerðir til að draga úr framboðsvanda á fasteignamarkaði, meðal annars að einfalda til muna regluverkið um húsnæðis- og byggingarmál, og hins vegar að lækka tryggingagjaldið hraðar en áformað er til að stemma stigu við því að launakostnaður fyrirtækja fari að stórum hluta út í verðlag. Hagkerfið stendur á tímamótum. Eftir miklar nafnlaunahækkanir og gengisstyrkingu krónunnar er Ísland líklega orðið að dýrasta landi í heimi. Afleiðingarnar eru skert samkeppnishæfni og versnandi afkoma fyrirtækja sem eru í auknum mæli farin að grípa til uppsagna og verðhækkana til að mæta vaxandi kostnaði, ekki hvað síst vegna hárra launa í alþjóðlegum samanburði. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, benti af þessu tilefni á hið augljóslega í Fréttablaðinu í gær: „Staðan er sú að það er lítið sem ekkert til atvinnurekenda að sækja.“ Undir þá skoðun má taka. Ganga verður út frá því að allir aðilar vinnumarkaðarins sýni skynsemi og ábyrgð í komandi kjaraviðræðum með það helst að markmiði að verja þann mikla lífskjarabata sem áunnist hefur síðustu ár. Fáir munu hins vegar þora að veðja á það.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun