Trump segir sekt Cohens smámál Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Paul Manafort, áður kosningastjóri Donalds Trump. Nordicphotos/AFP Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. Manafort var sakfelldur fyrir átta liði af átján liða ákæru Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar meint samráð framboðs Trumps við Rússa. Cohen, sem játaði sekt sína á þriðjudag, var meðal annars ákærður fyrir brot á lögum um fjármögnun framboða. Hann sagði að Trump hefði skipað sér að hafa umsjón með þagnargreiðslum til kvenna sem héldu því fram að þær hefðu sængað hjá Trump. Miðað við málflutning Trumps á Twitter í gær er ljóst að hann lætur málin ekki á sig fá. „Michael Cohen játaði á sig tvö kosningafjármögnunarbrot sem eru ekki einu sinni glæpur. Obama forseti framdi sams konar brot og þau mál voru auðveldlega útkljáð,“ tísti Trump og varaði samlanda sína við því að ráða Cohen sem lögmann. Forsetinn sagðist svo vorkenna Manafort og fjölskyldu hans. Sérstakur saksóknari hafi gert sér mat úr „tólf ára gömlu skattamáli og þrýst á hann“ til að snúast gegn forsetanum. Manafort hafi hins vegar, öfugt við Cohen, ekki gefið eftir. Þá gagnrýndi Trump að kviðdómur hefði ekki náð saman um tíu ákæruliði. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Lafmóðir fréttamenn sprettu úr spori við dómshúsið Farsímar voru bannaðir í dómshúsinu þar sem fyrrverandi kosningastjóri Trump var sakfelldur í gær. Mikið kapphlaup braust út á meðal fréttamanna sem vildu vera fyrstir með fréttina. 22. ágúst 2018 15:22 Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 22. ágúst 2018 19:30 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. Manafort var sakfelldur fyrir átta liði af átján liða ákæru Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar meint samráð framboðs Trumps við Rússa. Cohen, sem játaði sekt sína á þriðjudag, var meðal annars ákærður fyrir brot á lögum um fjármögnun framboða. Hann sagði að Trump hefði skipað sér að hafa umsjón með þagnargreiðslum til kvenna sem héldu því fram að þær hefðu sængað hjá Trump. Miðað við málflutning Trumps á Twitter í gær er ljóst að hann lætur málin ekki á sig fá. „Michael Cohen játaði á sig tvö kosningafjármögnunarbrot sem eru ekki einu sinni glæpur. Obama forseti framdi sams konar brot og þau mál voru auðveldlega útkljáð,“ tísti Trump og varaði samlanda sína við því að ráða Cohen sem lögmann. Forsetinn sagðist svo vorkenna Manafort og fjölskyldu hans. Sérstakur saksóknari hafi gert sér mat úr „tólf ára gömlu skattamáli og þrýst á hann“ til að snúast gegn forsetanum. Manafort hafi hins vegar, öfugt við Cohen, ekki gefið eftir. Þá gagnrýndi Trump að kviðdómur hefði ekki náð saman um tíu ákæruliði.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Lafmóðir fréttamenn sprettu úr spori við dómshúsið Farsímar voru bannaðir í dómshúsinu þar sem fyrrverandi kosningastjóri Trump var sakfelldur í gær. Mikið kapphlaup braust út á meðal fréttamanna sem vildu vera fyrstir með fréttina. 22. ágúst 2018 15:22 Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 22. ágúst 2018 19:30 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Lafmóðir fréttamenn sprettu úr spori við dómshúsið Farsímar voru bannaðir í dómshúsinu þar sem fyrrverandi kosningastjóri Trump var sakfelldur í gær. Mikið kapphlaup braust út á meðal fréttamanna sem vildu vera fyrstir með fréttina. 22. ágúst 2018 15:22
Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 22. ágúst 2018 19:30
Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30