Bíl var ekið á tólf ára gamlan pilt við Ögurhvarf í Kópavogi, nærri líkamsræktarstöð World Class. Meiðsl piltsins eru talin lítilsháttar, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Tilkynnt var um slysið þegar klukkuna vantaði um tuttugu mínútur í fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var ekki að sjá að pilturinn væri mikið slasaður og gat hann staðið undir eigin afli þegar lögreglumenn bar að garði.
Frekari upplýsingar um líðan piltsins eða ökumann bílsins voru ekki fáanlegar að svo stöddu.
Ekið á pilt við Ögurhvarf í Kópavogi
Kjartan Kjartansson skrifar
