Sigurður Ingi segir gagnrýnina ekki eiga rétt á sér Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. ágúst 2018 22:32 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir gagnrýni tveggja bæjarstjóra um þá ákvörðun að opna fyrir útboð á Suðurlandsvegi áður en tvöföldun Reykjanesbrautar er lokið ekki eiga rétt á sér. Gjaldtaka vegatolla gæti hafist undir lok næsta árs gangi áætlanir eftir en með þeim væri hægt að flýta uppbyggingu vegakerfisins. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar lýstu fyrir helgi yfir undrun sinni á forgangsröðun Vegagerðarinnar þegar stofnunin tilkynnti opnun útboðs vegna breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss undor lok mánaðarins og að framkvæmdir gætu hafist síðar í þessum mánuði. Samgönguráðherra segist skilja óþolinmæði fólks eftir að sjá framkvæmdir hefjast í sinni heimabyggð enda vegakerfið víða um land komið að þolmörkum.Sigurður Ingi segir gagnrýnina ekki eiga rétt á sér en hann geti þó sýnt því skilning að menn séu pirraðir.vísir/stöð2„Samgönguáætlun mun verða lögð fyrir á fyrstu dögum þingsins í september. Þarna var um að ræða einn áfanga, undirgöng til þess að koma umferð sem á ekki að vera á veginum, hestaumferð, undir göngin og laga það. Auðvitað á gagnrýnin engan rétt á sér, per se, en ég skil alveg pirring manna yfir því að það sé ekki allt í gangi heima hjá sér.“ Sigurður segir það liggja í augum uppi að samgönguyfirvöld séu með nokkur forgangsmál og eitt þeirra er að byggja upp grunnkerfið. „Annar forgangur er augljóslega líka sá að vegirnir hérna út úr Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu; Reykjanesbrautin, Vesturlandsvegur, Suðurlandsvegur, eru þeir vegir sem eru keyrðir hvað mest. Mesta umferðaröryggið felst í því að laga þá vegi, þeir verða þar með í hæsta forgangi líka.“ Tólf milljarðar verða settir í viðhald vega og á næstu þremur árum verða 16 og hálfur milljarður settur í uppbyggingu vegakerfisins. „Það er engu að síður þannig að það eru fleiri verkefni sem bíða, stór verkefni. Þess vegna erum við að horfa á þriðja fasann sem væri að setja á gjaldtöku þar sem við gætum verið með valkosti.“ Starfshópur á vegum ráðuneytisins vinnur að skýrslu um gjaldtökuna og má gera ráð fyrir því að hann ljúki störfum um áramót og að frumvarp til laga þess efnis verði lagt fram á vorþingi. Samgönguráðherra vonast eftir því að gjaldtaka hefjist verði hægt að fara í mikilvægar framkvæmdir á samgöngumannvirkjum mun fyrr. „Ég myndi vonast til þess að ef það gengi eftir að við næðum að fara með frumvarp næsta vor fyrir þingið að við gætum hafið slíkar framkvæmdir annað hvort í lok árs 2019 eða í það minnsta á árinu 2020,“ segir Sigurður. Bílar Samgöngur Vegtollar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir gagnrýni tveggja bæjarstjóra um þá ákvörðun að opna fyrir útboð á Suðurlandsvegi áður en tvöföldun Reykjanesbrautar er lokið ekki eiga rétt á sér. Gjaldtaka vegatolla gæti hafist undir lok næsta árs gangi áætlanir eftir en með þeim væri hægt að flýta uppbyggingu vegakerfisins. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar lýstu fyrir helgi yfir undrun sinni á forgangsröðun Vegagerðarinnar þegar stofnunin tilkynnti opnun útboðs vegna breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss undor lok mánaðarins og að framkvæmdir gætu hafist síðar í þessum mánuði. Samgönguráðherra segist skilja óþolinmæði fólks eftir að sjá framkvæmdir hefjast í sinni heimabyggð enda vegakerfið víða um land komið að þolmörkum.Sigurður Ingi segir gagnrýnina ekki eiga rétt á sér en hann geti þó sýnt því skilning að menn séu pirraðir.vísir/stöð2„Samgönguáætlun mun verða lögð fyrir á fyrstu dögum þingsins í september. Þarna var um að ræða einn áfanga, undirgöng til þess að koma umferð sem á ekki að vera á veginum, hestaumferð, undir göngin og laga það. Auðvitað á gagnrýnin engan rétt á sér, per se, en ég skil alveg pirring manna yfir því að það sé ekki allt í gangi heima hjá sér.“ Sigurður segir það liggja í augum uppi að samgönguyfirvöld séu með nokkur forgangsmál og eitt þeirra er að byggja upp grunnkerfið. „Annar forgangur er augljóslega líka sá að vegirnir hérna út úr Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu; Reykjanesbrautin, Vesturlandsvegur, Suðurlandsvegur, eru þeir vegir sem eru keyrðir hvað mest. Mesta umferðaröryggið felst í því að laga þá vegi, þeir verða þar með í hæsta forgangi líka.“ Tólf milljarðar verða settir í viðhald vega og á næstu þremur árum verða 16 og hálfur milljarður settur í uppbyggingu vegakerfisins. „Það er engu að síður þannig að það eru fleiri verkefni sem bíða, stór verkefni. Þess vegna erum við að horfa á þriðja fasann sem væri að setja á gjaldtöku þar sem við gætum verið með valkosti.“ Starfshópur á vegum ráðuneytisins vinnur að skýrslu um gjaldtökuna og má gera ráð fyrir því að hann ljúki störfum um áramót og að frumvarp til laga þess efnis verði lagt fram á vorþingi. Samgönguráðherra vonast eftir því að gjaldtaka hefjist verði hægt að fara í mikilvægar framkvæmdir á samgöngumannvirkjum mun fyrr. „Ég myndi vonast til þess að ef það gengi eftir að við næðum að fara með frumvarp næsta vor fyrir þingið að við gætum hafið slíkar framkvæmdir annað hvort í lok árs 2019 eða í það minnsta á árinu 2020,“ segir Sigurður.
Bílar Samgöngur Vegtollar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira