Bjóða Sigríði Andersen þúsund evrur fyrir að segja af sér Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2018 22:01 Ungir jafnaðarmenn segja í yfirlýsingunni að þeir telji það vera ódýrara að greiða henni þúsund evrur fyrir að segja af sér frekar en að hún sitji áfram í embætti, og nefna Landsréttarmálið í því samhengi. Facebook Ungir jafnaðarmenn bjóðast til þess að greiða Sigríði Á. Andersen þúsund evrur fyrir að fara úr embætti dómsmálaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hreyfingin sendi frá sér í kvöld. Í tilkynningunni segir að í ljósi nýrrar tilkynningar dómsmálaráðherra um nýja reglugerð sem heimilar stjórnvöldum að greiða hælisleitendum fyrir það að fara úr landi hafi Ungir jafnaðarmenn ályktað um afsögn hennar. Reglugerðin sem um ræðir er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og sagði dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún gæti sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið.Ungir jafnaðarmenn.Vísir/Berglind Petra Garðarsdóttir.Segja ráðherra nýta sér viðkvæma stöðu hælisleitenda Þá segja Ungir jafnaðarmenn Íslendinga ekki veita nógu mörgu flóttafólki hæli og segja reglugerðina vera forkastanlega leið til að „firra stjórnvöldum mannúðlegri ábyrgð“. „Ráðherra á ekki að nýta sér viðkvæma stöðu fólks og bjóða þeim peninga gegn því að þau afsali sér mannréttindum sínum. Því vilja Ungir jafnaðarmenn bjóða Sigríði 1000 evrur, sömu upphæð og hælisleitendum, fyrir að segja af sér embætti dómsmálaráðherra.“ Í tilkynningunni kalla Ungir jafnaðarmenn stefnu Sigríðar harðneskjulega og segir framkomu hennar hafa einkennst af því. Þá segja þeir reglugerðina „siðferðislega vafasama“ og að íslensk stjórnvöld ættu frekar að leita leiða til þess að hjálpa fólki, frekar en að vísa því frá. Hælisleitendur Tengdar fréttir Borga umsækjendum fyrir að hætta við Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið. 20. ágúst 2018 20:00 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn bjóðast til þess að greiða Sigríði Á. Andersen þúsund evrur fyrir að fara úr embætti dómsmálaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hreyfingin sendi frá sér í kvöld. Í tilkynningunni segir að í ljósi nýrrar tilkynningar dómsmálaráðherra um nýja reglugerð sem heimilar stjórnvöldum að greiða hælisleitendum fyrir það að fara úr landi hafi Ungir jafnaðarmenn ályktað um afsögn hennar. Reglugerðin sem um ræðir er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og sagði dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún gæti sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið.Ungir jafnaðarmenn.Vísir/Berglind Petra Garðarsdóttir.Segja ráðherra nýta sér viðkvæma stöðu hælisleitenda Þá segja Ungir jafnaðarmenn Íslendinga ekki veita nógu mörgu flóttafólki hæli og segja reglugerðina vera forkastanlega leið til að „firra stjórnvöldum mannúðlegri ábyrgð“. „Ráðherra á ekki að nýta sér viðkvæma stöðu fólks og bjóða þeim peninga gegn því að þau afsali sér mannréttindum sínum. Því vilja Ungir jafnaðarmenn bjóða Sigríði 1000 evrur, sömu upphæð og hælisleitendum, fyrir að segja af sér embætti dómsmálaráðherra.“ Í tilkynningunni kalla Ungir jafnaðarmenn stefnu Sigríðar harðneskjulega og segir framkomu hennar hafa einkennst af því. Þá segja þeir reglugerðina „siðferðislega vafasama“ og að íslensk stjórnvöld ættu frekar að leita leiða til þess að hjálpa fólki, frekar en að vísa því frá.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Borga umsækjendum fyrir að hætta við Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið. 20. ágúst 2018 20:00 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Borga umsækjendum fyrir að hætta við Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið. 20. ágúst 2018 20:00