Lögreglumenn þurfa að sleppa útköllum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 20:24 Lögreglumenn staðfesta að þeir hafi þurft að sleppa útköllum og setja brýnustu málin í forgang til að anna starfi sínu. Mikil ólga er meðal þeirra vegna orða Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráherra, um að lögreglan hafi nægt fé til að tryggja réttaröryggi hér á landi. Sigríður hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna orða sinna sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en hún sagði að aldrei hafi verið sett jafn mikið fé í löggæslumál og nú. Í frétt Stundarinnar í dag er þessi fullyrðing hrakin og þar er bent á að hún stangist á við ríkisreikninga og fjárlög. Í viðtalinu vísaði dómsmálaráðherra einnig á bug öllu tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglumönnum en í fréttum okkar síðustu daga hafa lögreglumenn lýst því yfir að ástandið hafi aldrei verið jafn svart. Sjá frétt Stundarinnar: Sigríður Andersen fór með rangt mál um stöðu lögreglunnar Ef mönnun er skoðuð tíu ár aftur í tímann sést að fjöldi íbúa á hvern lögreglumann hefur aukist verulega. Fjöldi ferðamanna hefur fjórfaldast á tíu árum.Vísir/Stöð 2Lögreglumönnum fækkað úr 374 í 307 á tíu árum Árið 2007 var fjöldi lögreglumanna við störf á höfuðborgarsvæðinu 374 talsins en tíu árum seinna, eða árið 2017 hefur þeim fækkað í 307. Árið 2007 var fjöldi íbúa á höfuðborgarsvæðinu 192.000 en árið 2017 var fjöldinn 217.000 sem segir okkur að árið 2017 voru 706 íbúar á hvern lögreglumann en til samanburðar voru þeir 513 árið 2007 sem þýðir tæplega 30 prósent fjölgun íbúa á hvern lögreglumann. Ef við bætum við fjölda þeirra ferðamanna sem fara í gegnum Leifsstöð, en stór hluti þeirra fer í gegnum höfuðborgina á ferð sinni um landið, má sjá að árið 2007 voru tæplega 1.850 einstaklingar á hvern lögreglumann. Fjöldi ferðamanna fjórfaldast að áratugi liðnum En á þessum tíu árum hefur fjöldi ferðamanna fjórfaldast og árið 2017 voru tæplega 7900 einstaklingar á hvern lögreglumann. Lögreglumenn telja að það vanti fólk á götuna til að sinna öllum þeim verkefnum sem þarf að takast á við.Birgir Örn, lögreglufulltrúi, segir ástandið hvorki vera boðlegt starfsfólki né almenningi.Vísir/stöð 2„Mín starfstöð er með allt austan Elliðarár, alveg inn í Hvalfjarðarbotn upp að litlu kaffistofu. Það eru tveir bílar sem sinna því svæði. Ef einn þeirra er inn í Hvalfirði þá er einn bíll með tæplega 60.000 manns,“ segir Sigurkarl Gústavsson lögreglumaður og Birgir Örn tekur undir: „Á þeirri stöð sem ég vinn á, sem tilheyrir Kópavogi og Breiðholti að það séu þrír þar á næturvakt, með rúmega 60.000 manna hverfi. Það segir sig sjálft að þetta er ekki boðlegt, hvorki fyrir lögreglumennina né íbúana,” segir hann. Þeir segjast iðulega þurfa að hlaupa á milli verkefna og erfiðast sé að koma á vettvang og þurfa að byrja á því að afsaka hversu lengi þeir voru á leiðinni. Þeir segja báðir það koma fyrir að sleppa þurfi útköllum og forgangsraða verkefnum eftir alvarleika þeirra. „Ef að mannslíf er í húfi þá er það númer eitt, tvö og þrjú, svo er bara sett neðar það sem minna skiptir máli,“ segir Sigurkarl. Tengdar fréttir Vísar á bug að illa sé búið að lögreglunni Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að aukning á fjárheimildum til málaflokksins hafi aldrei verið jafn mikil og nú. 20. ágúst 2018 18:52 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Lögreglumenn staðfesta að þeir hafi þurft að sleppa útköllum og setja brýnustu málin í forgang til að anna starfi sínu. Mikil ólga er meðal þeirra vegna orða Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráherra, um að lögreglan hafi nægt fé til að tryggja réttaröryggi hér á landi. Sigríður hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna orða sinna sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en hún sagði að aldrei hafi verið sett jafn mikið fé í löggæslumál og nú. Í frétt Stundarinnar í dag er þessi fullyrðing hrakin og þar er bent á að hún stangist á við ríkisreikninga og fjárlög. Í viðtalinu vísaði dómsmálaráðherra einnig á bug öllu tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglumönnum en í fréttum okkar síðustu daga hafa lögreglumenn lýst því yfir að ástandið hafi aldrei verið jafn svart. Sjá frétt Stundarinnar: Sigríður Andersen fór með rangt mál um stöðu lögreglunnar Ef mönnun er skoðuð tíu ár aftur í tímann sést að fjöldi íbúa á hvern lögreglumann hefur aukist verulega. Fjöldi ferðamanna hefur fjórfaldast á tíu árum.Vísir/Stöð 2Lögreglumönnum fækkað úr 374 í 307 á tíu árum Árið 2007 var fjöldi lögreglumanna við störf á höfuðborgarsvæðinu 374 talsins en tíu árum seinna, eða árið 2017 hefur þeim fækkað í 307. Árið 2007 var fjöldi íbúa á höfuðborgarsvæðinu 192.000 en árið 2017 var fjöldinn 217.000 sem segir okkur að árið 2017 voru 706 íbúar á hvern lögreglumann en til samanburðar voru þeir 513 árið 2007 sem þýðir tæplega 30 prósent fjölgun íbúa á hvern lögreglumann. Ef við bætum við fjölda þeirra ferðamanna sem fara í gegnum Leifsstöð, en stór hluti þeirra fer í gegnum höfuðborgina á ferð sinni um landið, má sjá að árið 2007 voru tæplega 1.850 einstaklingar á hvern lögreglumann. Fjöldi ferðamanna fjórfaldast að áratugi liðnum En á þessum tíu árum hefur fjöldi ferðamanna fjórfaldast og árið 2017 voru tæplega 7900 einstaklingar á hvern lögreglumann. Lögreglumenn telja að það vanti fólk á götuna til að sinna öllum þeim verkefnum sem þarf að takast á við.Birgir Örn, lögreglufulltrúi, segir ástandið hvorki vera boðlegt starfsfólki né almenningi.Vísir/stöð 2„Mín starfstöð er með allt austan Elliðarár, alveg inn í Hvalfjarðarbotn upp að litlu kaffistofu. Það eru tveir bílar sem sinna því svæði. Ef einn þeirra er inn í Hvalfirði þá er einn bíll með tæplega 60.000 manns,“ segir Sigurkarl Gústavsson lögreglumaður og Birgir Örn tekur undir: „Á þeirri stöð sem ég vinn á, sem tilheyrir Kópavogi og Breiðholti að það séu þrír þar á næturvakt, með rúmega 60.000 manna hverfi. Það segir sig sjálft að þetta er ekki boðlegt, hvorki fyrir lögreglumennina né íbúana,” segir hann. Þeir segjast iðulega þurfa að hlaupa á milli verkefna og erfiðast sé að koma á vettvang og þurfa að byrja á því að afsaka hversu lengi þeir voru á leiðinni. Þeir segja báðir það koma fyrir að sleppa þurfi útköllum og forgangsraða verkefnum eftir alvarleika þeirra. „Ef að mannslíf er í húfi þá er það númer eitt, tvö og þrjú, svo er bara sett neðar það sem minna skiptir máli,“ segir Sigurkarl.
Tengdar fréttir Vísar á bug að illa sé búið að lögreglunni Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að aukning á fjárheimildum til málaflokksins hafi aldrei verið jafn mikil og nú. 20. ágúst 2018 18:52 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Vísar á bug að illa sé búið að lögreglunni Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að aukning á fjárheimildum til málaflokksins hafi aldrei verið jafn mikil og nú. 20. ágúst 2018 18:52