Óttast um ættingja sína í Venesúela:„Skárra að deyja á götum úti eða deyja úr eymd?“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. ágúst 2018 21:00 Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. Rætt var við Soniu Petros í Morgunblaðinu í morgun. Sonia flutti frá Venesúela til Skotlands 2010, en býr nú í Reykjavík ásamt íslenskum manni sínum. Hún er grafískur hönnuður að mennt og starfar á leikskóla í Kópavogi auk þess að hanna póstkort og bréfsefni til sölu. „Ég er mjög heppin að hafa farið frá Venesúela og ég ætla aldrei að snúa aftur,“ segir Sonia.Verðbólga í hæstu hæðum Áætlað er að á þriðju milljón íbúa Venesúela hafi flúið landið undanfarin ár, en efnahagslíf og innviðir landsins eru í molum undir stjórn forsetans Nicolas Maduros. Verðbólgan er slík að verðmunurinn á kílói af kjöti, sé það yfir höfuð til, nemur milljónum milli daga þegar fjölskylda Soniu fer að versla. „Í síðustu viku var verðið 9 milljónir Bolivar en á sunnudaginn var það komið upp í 20 milljónir,“ segir Sonia.Íbúum refsað fyrir andstöðu við forsetann Hún kemur frá ríkinu Zulia, þar sem hún segir andstöðu við forsetann sérstaklega mikla. Ástandið sé því einna verst þar, enda sé íbúum refsað fyrir óhollustu sína með rafmagnsleysi í allt að fimmtán klukkustundir á dag, í steikjandi hita. „Án rafmagns höfum við ekki vatn. Við getum ekki geymt mat í ísskápnum því hann virkar ekki.“ Hún segist óttast mjög um fjölskylduna. „Ég á tvær systur og faðir minn þjáist af Alzheimersjúkdómi. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Elsta systir mín á fjögur börn sem hafa öll yfirgefið Venesúela,“ segir Sonia.Hrædd við að berjast á götum úti Hún telur tímabært að þjóðin losi sig við gjörspilltan forsetann, en það sé erfitt þar sem herinn og lögreglan sé meira og minna á hans bandi. „Við erum hrædd við að berjast á götum úti og verða drepin af hernum. En ég veit satt að segja ekki hvort það sé verra að hræðast það að deyja á götum úti eða hræðast það að deyja úr eymd,“ Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. Rætt var við Soniu Petros í Morgunblaðinu í morgun. Sonia flutti frá Venesúela til Skotlands 2010, en býr nú í Reykjavík ásamt íslenskum manni sínum. Hún er grafískur hönnuður að mennt og starfar á leikskóla í Kópavogi auk þess að hanna póstkort og bréfsefni til sölu. „Ég er mjög heppin að hafa farið frá Venesúela og ég ætla aldrei að snúa aftur,“ segir Sonia.Verðbólga í hæstu hæðum Áætlað er að á þriðju milljón íbúa Venesúela hafi flúið landið undanfarin ár, en efnahagslíf og innviðir landsins eru í molum undir stjórn forsetans Nicolas Maduros. Verðbólgan er slík að verðmunurinn á kílói af kjöti, sé það yfir höfuð til, nemur milljónum milli daga þegar fjölskylda Soniu fer að versla. „Í síðustu viku var verðið 9 milljónir Bolivar en á sunnudaginn var það komið upp í 20 milljónir,“ segir Sonia.Íbúum refsað fyrir andstöðu við forsetann Hún kemur frá ríkinu Zulia, þar sem hún segir andstöðu við forsetann sérstaklega mikla. Ástandið sé því einna verst þar, enda sé íbúum refsað fyrir óhollustu sína með rafmagnsleysi í allt að fimmtán klukkustundir á dag, í steikjandi hita. „Án rafmagns höfum við ekki vatn. Við getum ekki geymt mat í ísskápnum því hann virkar ekki.“ Hún segist óttast mjög um fjölskylduna. „Ég á tvær systur og faðir minn þjáist af Alzheimersjúkdómi. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Elsta systir mín á fjögur börn sem hafa öll yfirgefið Venesúela,“ segir Sonia.Hrædd við að berjast á götum úti Hún telur tímabært að þjóðin losi sig við gjörspilltan forsetann, en það sé erfitt þar sem herinn og lögreglan sé meira og minna á hans bandi. „Við erum hrædd við að berjast á götum úti og verða drepin af hernum. En ég veit satt að segja ekki hvort það sé verra að hræðast það að deyja á götum úti eða hræðast það að deyja úr eymd,“
Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira