Tjónið metið á tugi milljóna króna Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 19:12 Frá vettvangi við Öskju í morgun. Vísir/Jóhann k. Jóhannsson Átta bílar eru skemmdir eða ónýtir eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju. Framkvæmdastjóri Öskju segir þetta mikið áfall fyrir eigendur bílanna en talið er að tjónið sé á annan tug milljóna. Enginn hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn. Tilkynnt var um bruna á bílum fyrir utan bílaumboðið Öskju um klukkan fimm í morgun. Átta bílar eru mikið skemmdir eða ónýtir en helmingur bifreiðanna eru í eigu viðskiptavina fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða en enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Verið er að vinna úr upplýsingum og meðal annars fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum. Fjölmennt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í slökkvistarfi og réði niðurlögum eldsins á um klukkustund. Jón Trausti, framkvæmdastjóri Öskju, segir að augljóslega sjáist í öryggismyndavélum á svæðinu að um íkveikju hafi verið ræða. „Við fengum símtal klukkan fimm í morgun frá vaktmanni sem keyrir hér um svæðið reglulega. Hann kom að einum bíl sem logaði í og í framhaldi eða á næstu mínutum endar þetta í átta bílum sem fuðra upp á örskömmum tíma,“ segir hann um atvikið. Hann segist trúa því að tjónið sé á annan tug milljóna. Enda um dýra bíla að ræða. Verið sé að skoða þetta með tryggingafélögum og trygging viðkomandi bifreiðar nær yfir svona tjón. Allir bílarnir séu tryggðir og munu þau aðstoða eigendur eins og kostur er í ferlinu. „Það er alltaf skaði fyrir einhvern að lenda í svona og þetta hækkar iðgjöld annarra. Þetta er mikill skaði fyrir okkur og eigendur þessara bíla,“ segir hann. Átta öryggismyndavélar eru á svæðinu og þar sást að kveikt var í allavega þremur bílum en eldurinn færðist svo yfir í fleiri. „Atvikið sést nokkuð vel. Við höfum afhent lögreglu gögnin til frekar úrvinnslu og erum því ekki búin að greina þetta alveg en að minnsta kosti einn aðili var þarna á ferð,“ segir hann. Tengdar fréttir Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju Átta bílar skemmdust í brunanum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 20. ágúst 2018 07:28 Helmingur bifreiðanna úr brunanum í eigu viðskiptavina Að minnsta kosti átta bifreiðar eru mikið skemmdar eða ónýtar eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju snemma í morgun. 20. ágúst 2018 09:20 Enginn í haldi lögreglu en fullvíst að kveikt var í bílunum Íkveikjan við bílaumboðið Öskju snemma í morgun er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 20. ágúst 2018 11:33 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Átta bílar eru skemmdir eða ónýtir eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju. Framkvæmdastjóri Öskju segir þetta mikið áfall fyrir eigendur bílanna en talið er að tjónið sé á annan tug milljóna. Enginn hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn. Tilkynnt var um bruna á bílum fyrir utan bílaumboðið Öskju um klukkan fimm í morgun. Átta bílar eru mikið skemmdir eða ónýtir en helmingur bifreiðanna eru í eigu viðskiptavina fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða en enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Verið er að vinna úr upplýsingum og meðal annars fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum. Fjölmennt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í slökkvistarfi og réði niðurlögum eldsins á um klukkustund. Jón Trausti, framkvæmdastjóri Öskju, segir að augljóslega sjáist í öryggismyndavélum á svæðinu að um íkveikju hafi verið ræða. „Við fengum símtal klukkan fimm í morgun frá vaktmanni sem keyrir hér um svæðið reglulega. Hann kom að einum bíl sem logaði í og í framhaldi eða á næstu mínutum endar þetta í átta bílum sem fuðra upp á örskömmum tíma,“ segir hann um atvikið. Hann segist trúa því að tjónið sé á annan tug milljóna. Enda um dýra bíla að ræða. Verið sé að skoða þetta með tryggingafélögum og trygging viðkomandi bifreiðar nær yfir svona tjón. Allir bílarnir séu tryggðir og munu þau aðstoða eigendur eins og kostur er í ferlinu. „Það er alltaf skaði fyrir einhvern að lenda í svona og þetta hækkar iðgjöld annarra. Þetta er mikill skaði fyrir okkur og eigendur þessara bíla,“ segir hann. Átta öryggismyndavélar eru á svæðinu og þar sást að kveikt var í allavega þremur bílum en eldurinn færðist svo yfir í fleiri. „Atvikið sést nokkuð vel. Við höfum afhent lögreglu gögnin til frekar úrvinnslu og erum því ekki búin að greina þetta alveg en að minnsta kosti einn aðili var þarna á ferð,“ segir hann.
Tengdar fréttir Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju Átta bílar skemmdust í brunanum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 20. ágúst 2018 07:28 Helmingur bifreiðanna úr brunanum í eigu viðskiptavina Að minnsta kosti átta bifreiðar eru mikið skemmdar eða ónýtar eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju snemma í morgun. 20. ágúst 2018 09:20 Enginn í haldi lögreglu en fullvíst að kveikt var í bílunum Íkveikjan við bílaumboðið Öskju snemma í morgun er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 20. ágúst 2018 11:33 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju Átta bílar skemmdust í brunanum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 20. ágúst 2018 07:28
Helmingur bifreiðanna úr brunanum í eigu viðskiptavina Að minnsta kosti átta bifreiðar eru mikið skemmdar eða ónýtar eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju snemma í morgun. 20. ágúst 2018 09:20
Enginn í haldi lögreglu en fullvíst að kveikt var í bílunum Íkveikjan við bílaumboðið Öskju snemma í morgun er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 20. ágúst 2018 11:33