Bráðamóttakan á Menningarnótt: Ölvun, átök og aukastarfsfólk á vakt Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 15:00 Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Vísir/Anton Brink Álag á bráðamóttöku Landspítalans er töluvert meira á Menningarnótt en önnur kvöld. Yfirlæknir bráðalækninga segir að frekar hafi borið á tilfellum tengdum skemmtanalífi miðað við fyrri ár.Sjá einnig: Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja „Það er almennt mikið álag á bráðamóttökunni á Menningarnótt og meira álag en miðað við aðra daga. Við undirbúum okkur með því að hafa aukastarfsfólk á vaktinni þennan dag og þessa nótt, í öllum starfsstéttum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum í samtali við Vísi. Aðspurður segir Jón að tilfellin tengist flest hátíðahöldum í borginni.Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttöku.Mynd/Aðsend„Í fyrsta lagi eru þetta tilfelli sem tengjast Reykjavíkurmaraþoninu, bæði meiðsli og ofáreynsla sem geta komið þaðan, og svo eftir því sem líður á daginn og kvöldið eru það tilfelli sem snúa að ölvun og átökum.“Hvernig var álagið á laugardaginn miðað við fyrri Menningarnætur?„Það var minna að gera í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið en heldur meira að gera í tengslum við skemmtanalíf kvöldsins.“ Að sögn Hrannar Stefánsdóttur, verkefnastjóra neyðarmóttöku Landspítalans, var álagið ekki mikið á neyðarmóttöku kynferðisbrota á Menningarnótt nú um helgina. Hún tekur þó undir með Jóni og segir almennt um að ræða mikla álagsnótt á spítalanum. Eins og áður hefur komið fram var einnig afar mikill erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt. Samtals þurfti lögregla að sinna 131 máli og tíu gistu fangageymslur. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir, talsvert var um ölvun og slagsmál meðal ungmenna auk þess sem lögregla var tvisvar kölluð til vegna gruns um heimilisofbeldi. Heilbrigðismál Landspítalinn Lögreglumál Menningarnótt Tengdar fréttir Á annað hundrað þúsund manns í miðbænum Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld. 18. ágúst 2018 13:58 Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. 19. ágúst 2018 19:33 Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Álag á bráðamóttöku Landspítalans er töluvert meira á Menningarnótt en önnur kvöld. Yfirlæknir bráðalækninga segir að frekar hafi borið á tilfellum tengdum skemmtanalífi miðað við fyrri ár.Sjá einnig: Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja „Það er almennt mikið álag á bráðamóttökunni á Menningarnótt og meira álag en miðað við aðra daga. Við undirbúum okkur með því að hafa aukastarfsfólk á vaktinni þennan dag og þessa nótt, í öllum starfsstéttum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum í samtali við Vísi. Aðspurður segir Jón að tilfellin tengist flest hátíðahöldum í borginni.Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttöku.Mynd/Aðsend„Í fyrsta lagi eru þetta tilfelli sem tengjast Reykjavíkurmaraþoninu, bæði meiðsli og ofáreynsla sem geta komið þaðan, og svo eftir því sem líður á daginn og kvöldið eru það tilfelli sem snúa að ölvun og átökum.“Hvernig var álagið á laugardaginn miðað við fyrri Menningarnætur?„Það var minna að gera í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið en heldur meira að gera í tengslum við skemmtanalíf kvöldsins.“ Að sögn Hrannar Stefánsdóttur, verkefnastjóra neyðarmóttöku Landspítalans, var álagið ekki mikið á neyðarmóttöku kynferðisbrota á Menningarnótt nú um helgina. Hún tekur þó undir með Jóni og segir almennt um að ræða mikla álagsnótt á spítalanum. Eins og áður hefur komið fram var einnig afar mikill erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt. Samtals þurfti lögregla að sinna 131 máli og tíu gistu fangageymslur. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir, talsvert var um ölvun og slagsmál meðal ungmenna auk þess sem lögregla var tvisvar kölluð til vegna gruns um heimilisofbeldi.
Heilbrigðismál Landspítalinn Lögreglumál Menningarnótt Tengdar fréttir Á annað hundrað þúsund manns í miðbænum Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld. 18. ágúst 2018 13:58 Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. 19. ágúst 2018 19:33 Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Á annað hundrað þúsund manns í miðbænum Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld. 18. ágúst 2018 13:58
Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. 19. ágúst 2018 19:33
Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37