Fækkun bólusettra leiðir til metfjölda mislingasmita í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 13:08 Fjöldi fólks hefur ákveðið að sleppa bólusetningum fyrir sig eða börn sín vegna falsks áróðurs ýmis konar kuklara undanfarin ár. Vísir/Getty Á fjórða tug manna lét lífið af völdum mislinga í Evrópu á fyrri helmingi ársins. Fjöldi mislingatilfella í álfunni hefur slegið met en sérfræðingar rekja fjölgun smita afleiðingu af því að færri láti nú bólusetja sig eða börnin sín en áður. Alls hafa fleiri en 41.000 manns greinst með mislinga í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í fyrra voru tilfellin 23.927 og 5.273 árið áður. Dauðsföllin eru 37 talsins það sem af er árinu. Langflest tilfellin hafa greinst í Úkraínu, alls rúmlega 23.000. Fleiri en þúsund tilfelli greindust í sex öðrum löndum: Frakklandi, Georgíu, Grikklandi, Ítalíu, Rússlandi og Serbía. Flest dauðsföll hafa verið í Serbíu, alls fjórtán. „Þessi hlutfallslega afturför sýnir að allir þeir sem eru ekki fullbólusettir eru viðkvæmir, óháð því hvar þeir búa og öll lönd verða að halda áfram að auka bólusetningartíðni og stoppa upp í göt í ónæmi,“ segir Nedret Emiroglu frá WHO. Fölsk bresk rannsókn sem gerð var fyrir tuttugu árum og tengdi einhverfu við MMR-bóluefni olli því að traust sumra á bólusetningum minnkaði. Andstæðingar bólusetninga vísa enn til hennar til að ala á ótta við bólusetningar þrátt fyrir að fjöldi rannsókna hafi hrakið niðurstöður bresks læknis. Læknirinn var fundin sekur um alvarlegt misferli í starfi vegna rannsóknarinnar og niðurstaðna hennar sem hann birti í læknaritinu Lancet árið 1998. Hann var sviptur lækningaleyfi í kjölfarið. Bólusetningar Georgía Heilbrigðismál Serbía Tengdar fréttir Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Á fjórða tug manna lét lífið af völdum mislinga í Evrópu á fyrri helmingi ársins. Fjöldi mislingatilfella í álfunni hefur slegið met en sérfræðingar rekja fjölgun smita afleiðingu af því að færri láti nú bólusetja sig eða börnin sín en áður. Alls hafa fleiri en 41.000 manns greinst með mislinga í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í fyrra voru tilfellin 23.927 og 5.273 árið áður. Dauðsföllin eru 37 talsins það sem af er árinu. Langflest tilfellin hafa greinst í Úkraínu, alls rúmlega 23.000. Fleiri en þúsund tilfelli greindust í sex öðrum löndum: Frakklandi, Georgíu, Grikklandi, Ítalíu, Rússlandi og Serbía. Flest dauðsföll hafa verið í Serbíu, alls fjórtán. „Þessi hlutfallslega afturför sýnir að allir þeir sem eru ekki fullbólusettir eru viðkvæmir, óháð því hvar þeir búa og öll lönd verða að halda áfram að auka bólusetningartíðni og stoppa upp í göt í ónæmi,“ segir Nedret Emiroglu frá WHO. Fölsk bresk rannsókn sem gerð var fyrir tuttugu árum og tengdi einhverfu við MMR-bóluefni olli því að traust sumra á bólusetningum minnkaði. Andstæðingar bólusetninga vísa enn til hennar til að ala á ótta við bólusetningar þrátt fyrir að fjöldi rannsókna hafi hrakið niðurstöður bresks læknis. Læknirinn var fundin sekur um alvarlegt misferli í starfi vegna rannsóknarinnar og niðurstaðna hennar sem hann birti í læknaritinu Lancet árið 1998. Hann var sviptur lækningaleyfi í kjölfarið.
Bólusetningar Georgía Heilbrigðismál Serbía Tengdar fréttir Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16
Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28