Eysteinn Húni: Hrokinn sem við mætum eftir leik er með ólíkindum Gabríel Sighvatsson skrifar 31. ágúst 2018 20:00 Keflvíkingar fagna marki fyrr í sumar. vísir/bára Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur, lét móðinn blása í viðtali eftir enn eitt tap Keflavíkur í sumar en í kvöld tapaði liðið fyrir Fylki. „Mér fannst þetta mjög góður leikur hjá okkur fyrir utan fyrstu fimm mínúturnar, þar sem mér fannst við vera í einhverju molli. Fyrir utan það var þetta góður leikur, menn börðust eins og ljón og skiluðu sinni stöðu eins og þeir áttu að gera.“ „Mér finnst mjög fúlt að tapa á vítaspyrnudómi yfir broti sem er sleppt í 19 af hverjum 20 skiptum sem þetta kemur upp, boltinn 30 metra í loftinu.“ Eysteini fannst hans lið eiga meira skilið í leiknum og var hundfúll með dómgæsluna og segir að það hafi hallað á hans lið í allt sumar. „Ég sé vítið ekki nógu vel en ég veit að þessu er bara sleppt. Ég get sýnt þér ljósmynd úr síðasta leik þar sem leikmaður FH er með hálstak á mínum manni og dómarinn horfir beint á það, BEINT Á ÞAÐ!“ „Honum dettur ekki til hugar að dæma á það. Ef þið mynduð taka saman það sem við erum búnir að fá ósanngjarnt í sumar í dómgæslu, ég hugsa að það yrði hálfrar sekúndu myndband og það yrði einhvers staðar úti á miðjum velli. Við erum búnir að fá á okkur víti eftir víti eftir víti, brot utan teigs, menn eru að hoppa upp úr tæklingum og eitthvað slíkt,“ sagði Eysteinn. „Ég skil ekki að fyrst hann skuli dæma víti þarna að hann skuli ekki dæma það þegar Sindri (Þór Guðmundsson) er tekinn niður mjög klaufalega, ég á ekki orð yfir þetta. Hrokinn sem við mætum eftir leik er með ólíkindum. Ég get ekki sætt mig við þetta.“ Það virðist vera auðvelt fyrir dómara að dæma gegn Keflavík og minntist Eysteinn á það. „Ég ætla ekki að fara að kenna slæmu gengi okkar í sumar um dómgæslu en ég held líka að í öllum viðtölum sem ég tók við hef ég verið mjög jákvæður í garð dómara en þetta var bara ógeðslegt í dag! Ég skil ekki hvað maðurinn er að spá.“ „Þetta er þekkt, ég talaði við íþróttasálfræðing í síðustu viku út af öðru máli og hann sagði það, þetta er þekkt. Það er auðvelt að dæma á lið sem ekki gengur upp á. Þetta er bara ekkert mál, boltinn 30 metra uppi í lofti, beint á punktinn, ekkert mál. Hinum megin, „Naaah,“ þetta er óþolandi.“ Ég get ekki kennt dómurunum um að við erum fallnir en þeir (leikmennirnir) halda áfram að reyna. Þeir koma hingað og berjast eins og ljón og fá þetta í andlitið. Mér finnst þetta engan veginn ásættanlegt.“ Keflavík hefur ekkert að spila upp á lengur nema stoltið en Eysteinn er ekki líka ósáttur með umfjöllun fjölmiðla um liðið í sumar. „Það er ekki hægt að saka strákana um það að fallast hendur. Þeir hafa alltaf verið eins. Mér er alveg sama hvaða umfjallanir eru að segja með háði og öðru slíku að við getum ekki neitt og séum hættir. Það er bara algjört kjaftæði og drengirnir eiga heiður skilið fyrir hvernig þeir koma inn í verkefnin. Þeir eiga meira skilið en að það sé tekið af okkur stig með svona bulli.“ Það eru þrír leikir eftir á tímabilinu. Keflvíkingar eru stigalausir á heimavelli og síðasti heimaleikur þeirra er gegn Víkingum. „Svona lagað skiptir mig engu máli, við förum í alla leiki til að vinna og höfum alltaf gert það. Stundum höfum við einfaldlega ekki haft gæðin og stundum skorum við tvö sjálfsmörk þegar við erum að spila vel. Það er lítið sem við getum gert í því nema halda áfram. Við förum í alla leiki til að vinna, líka gegn KR og Val á útivelli, því get ég lofað,“ sagði Eysteinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-2 │Annar sigur Fylkis í röð Fylkir er að fjarlægjast falldrauginn en liðið er nú komið með 22 stig í níunda sætið. 31. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur, lét móðinn blása í viðtali eftir enn eitt tap Keflavíkur í sumar en í kvöld tapaði liðið fyrir Fylki. „Mér fannst þetta mjög góður leikur hjá okkur fyrir utan fyrstu fimm mínúturnar, þar sem mér fannst við vera í einhverju molli. Fyrir utan það var þetta góður leikur, menn börðust eins og ljón og skiluðu sinni stöðu eins og þeir áttu að gera.“ „Mér finnst mjög fúlt að tapa á vítaspyrnudómi yfir broti sem er sleppt í 19 af hverjum 20 skiptum sem þetta kemur upp, boltinn 30 metra í loftinu.“ Eysteini fannst hans lið eiga meira skilið í leiknum og var hundfúll með dómgæsluna og segir að það hafi hallað á hans lið í allt sumar. „Ég sé vítið ekki nógu vel en ég veit að þessu er bara sleppt. Ég get sýnt þér ljósmynd úr síðasta leik þar sem leikmaður FH er með hálstak á mínum manni og dómarinn horfir beint á það, BEINT Á ÞAÐ!“ „Honum dettur ekki til hugar að dæma á það. Ef þið mynduð taka saman það sem við erum búnir að fá ósanngjarnt í sumar í dómgæslu, ég hugsa að það yrði hálfrar sekúndu myndband og það yrði einhvers staðar úti á miðjum velli. Við erum búnir að fá á okkur víti eftir víti eftir víti, brot utan teigs, menn eru að hoppa upp úr tæklingum og eitthvað slíkt,“ sagði Eysteinn. „Ég skil ekki að fyrst hann skuli dæma víti þarna að hann skuli ekki dæma það þegar Sindri (Þór Guðmundsson) er tekinn niður mjög klaufalega, ég á ekki orð yfir þetta. Hrokinn sem við mætum eftir leik er með ólíkindum. Ég get ekki sætt mig við þetta.“ Það virðist vera auðvelt fyrir dómara að dæma gegn Keflavík og minntist Eysteinn á það. „Ég ætla ekki að fara að kenna slæmu gengi okkar í sumar um dómgæslu en ég held líka að í öllum viðtölum sem ég tók við hef ég verið mjög jákvæður í garð dómara en þetta var bara ógeðslegt í dag! Ég skil ekki hvað maðurinn er að spá.“ „Þetta er þekkt, ég talaði við íþróttasálfræðing í síðustu viku út af öðru máli og hann sagði það, þetta er þekkt. Það er auðvelt að dæma á lið sem ekki gengur upp á. Þetta er bara ekkert mál, boltinn 30 metra uppi í lofti, beint á punktinn, ekkert mál. Hinum megin, „Naaah,“ þetta er óþolandi.“ Ég get ekki kennt dómurunum um að við erum fallnir en þeir (leikmennirnir) halda áfram að reyna. Þeir koma hingað og berjast eins og ljón og fá þetta í andlitið. Mér finnst þetta engan veginn ásættanlegt.“ Keflavík hefur ekkert að spila upp á lengur nema stoltið en Eysteinn er ekki líka ósáttur með umfjöllun fjölmiðla um liðið í sumar. „Það er ekki hægt að saka strákana um það að fallast hendur. Þeir hafa alltaf verið eins. Mér er alveg sama hvaða umfjallanir eru að segja með háði og öðru slíku að við getum ekki neitt og séum hættir. Það er bara algjört kjaftæði og drengirnir eiga heiður skilið fyrir hvernig þeir koma inn í verkefnin. Þeir eiga meira skilið en að það sé tekið af okkur stig með svona bulli.“ Það eru þrír leikir eftir á tímabilinu. Keflvíkingar eru stigalausir á heimavelli og síðasti heimaleikur þeirra er gegn Víkingum. „Svona lagað skiptir mig engu máli, við förum í alla leiki til að vinna og höfum alltaf gert það. Stundum höfum við einfaldlega ekki haft gæðin og stundum skorum við tvö sjálfsmörk þegar við erum að spila vel. Það er lítið sem við getum gert í því nema halda áfram. Við förum í alla leiki til að vinna, líka gegn KR og Val á útivelli, því get ég lofað,“ sagði Eysteinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-2 │Annar sigur Fylkis í röð Fylkir er að fjarlægjast falldrauginn en liðið er nú komið með 22 stig í níunda sætið. 31. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-2 │Annar sigur Fylkis í röð Fylkir er að fjarlægjast falldrauginn en liðið er nú komið með 22 stig í níunda sætið. 31. ágúst 2018 20:15
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn