Bændur hyggja á fleiri útboð um raforkukaup Sveinn Arnarsson skrifar 31. ágúst 2018 06:00 Bændur í Eyjafirði náðu lægra raforkuverði í útboði. Fréttablaðið/Auðunn Sameiginlegt útboð raforkukaupa um 70 bænda í Eyjafirði hefur skilað því að rafmagnsreikningur þeirra mun lækka um 15 til 20 prósent. Framkvæmdastjóri Orkusölunnar, sem bauð lægst í raforkuna, segir bændur hafa fengið hagstætt tilboð vegna fjölda þeirra sem ætla að kaupa orkuna. Forsaga útboðsins er að Búnaðarsamband Eyjafjarðar safnaði saman um 70 bændum í Eyjafirði sem voru tilbúnir til að láta bjóða í raforkukaup. Seljendur rafmagns buðu margir hverjir í og var Orkusalan með lægsta tilboðið. Verið er að ganga frá samningum og vildi Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambandsins, ekki ræða málið að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lækkar þetta hins vegar rafmagnsreikning bænda um 15 prósent að meðaltali. Langflestir þessara bænda voru fyrir hjá Orkusölunni.Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.„Það er hörkusamkeppni á raforkumarkaði og við erum ánægðir með að vera með lægsta tilboðið,“ segir Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar. „Þar sem 70 bændur sameinuðust um þetta tilboð þá getum við boðið gott verð.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, fagnar því að bændur hafi fengið lækkun á raforkuverði en bændur hafa um árabil sagt raforkuverð til sín vera nokkuð hátt. „Það er fagnaðarefni að bændur hafi tekið sig saman og látið bjóða í raforkukaup. Enn fremur er ánægjulegt að sjá að hægt sé að lækka raforkukostnaðinn með þessum hætti. Sé það raunin að verðið lækki vegna þess að fleiri einstaklingar komi sér saman um útboð er einboðið að Bændasamtökin skoði það alvarlega að safna saman félagsmönnum samtakanna og láti bjóða í raforkukaup félaga sinna,“ segir Sindri. Orkusalan er einkahlutafélag í eigu hins opinbera sem dótturfélag Rarik. Orkusalan skilaði um milljarði króna í hagnað á síðasta ári og greiddi arð til eigenda sinna sem nemur fjórðungi hagnaðar, eða um 250 milljónum króna. Fyrirtækið á fimm vatnsaflsvirkjanir og sú sjötta, Hólmsárvirkjun, er í burðarliðnum. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Orkumál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sameiginlegt útboð raforkukaupa um 70 bænda í Eyjafirði hefur skilað því að rafmagnsreikningur þeirra mun lækka um 15 til 20 prósent. Framkvæmdastjóri Orkusölunnar, sem bauð lægst í raforkuna, segir bændur hafa fengið hagstætt tilboð vegna fjölda þeirra sem ætla að kaupa orkuna. Forsaga útboðsins er að Búnaðarsamband Eyjafjarðar safnaði saman um 70 bændum í Eyjafirði sem voru tilbúnir til að láta bjóða í raforkukaup. Seljendur rafmagns buðu margir hverjir í og var Orkusalan með lægsta tilboðið. Verið er að ganga frá samningum og vildi Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambandsins, ekki ræða málið að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lækkar þetta hins vegar rafmagnsreikning bænda um 15 prósent að meðaltali. Langflestir þessara bænda voru fyrir hjá Orkusölunni.Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.„Það er hörkusamkeppni á raforkumarkaði og við erum ánægðir með að vera með lægsta tilboðið,“ segir Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar. „Þar sem 70 bændur sameinuðust um þetta tilboð þá getum við boðið gott verð.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, fagnar því að bændur hafi fengið lækkun á raforkuverði en bændur hafa um árabil sagt raforkuverð til sín vera nokkuð hátt. „Það er fagnaðarefni að bændur hafi tekið sig saman og látið bjóða í raforkukaup. Enn fremur er ánægjulegt að sjá að hægt sé að lækka raforkukostnaðinn með þessum hætti. Sé það raunin að verðið lækki vegna þess að fleiri einstaklingar komi sér saman um útboð er einboðið að Bændasamtökin skoði það alvarlega að safna saman félagsmönnum samtakanna og láti bjóða í raforkukaup félaga sinna,“ segir Sindri. Orkusalan er einkahlutafélag í eigu hins opinbera sem dótturfélag Rarik. Orkusalan skilaði um milljarði króna í hagnað á síðasta ári og greiddi arð til eigenda sinna sem nemur fjórðungi hagnaðar, eða um 250 milljónum króna. Fyrirtækið á fimm vatnsaflsvirkjanir og sú sjötta, Hólmsárvirkjun, er í burðarliðnum.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Orkumál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira