Leiksigur og margra stjörnu viðtökur Benedikt Bóas skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Ólafur Arnalds segir að á plötunni sé steypt saman alls kyns ólíkum áhrifum, t.d. frá elektróník og hipphoppi en einnig hafi hann langað að fanga gleðina sem fyllti áhorfendur þegar rafsveit hans, Kiasmos, spilaði á tónleikum. Benjamin Hardman „Baldvin leikstjóri var búinn að segja mér að ég yrði að vera með lítið hlutverk. Hann fílar að koma fólki á óvart. Einn daginn hringdi hann og sagðist vera með fullkomið hlutverk fyrir mig. Ég ætti að vera frekar krípí meðferðarfulltrúi sem er nokkuð óviðeigandi við stelpur undir lögaldri. Allt mjög eðlilegt en ég sló til,“ segir Ólafur Arnalds skellihlæjandi um hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla. Ólafur gerði tónlistina í myndinni og var Baldvin Z, leikstjóri myndarinnar, búinn að segja við hann að hann yrði að leika örlítið hlutverk. Hann átti ekki alveg von á því að leika slíkt hlutverk en Ólafur er vanari að standa á sviði við píanóið en fyrir framan myndavélarnar. Hann er þó ánægður að hafa slegið til – jafnvel þótt hlutverkið sé eins ólíkt honum og hugsast getur. Þetta er ekki fyrsta kvikmyndin sem Ólafur hefur samið tónlist við en hann hefur haft píanóputtana í fjölmörgum kvikmyndum í gegnum tíðina. Þá hlaut hann hin virtu BAFTA-verðlaun fyrir tónlistina í þáttaröðinni Broadchurch. Á föstudag kom út ný plata frá Ólafi, re:member, þar sem sjálfspilandi píanó og gervigreind leika stórt hlutverk. Baldvin Z leikstjóri Lof mér að falla fékk Ólaf ekki aðeins til að búa til tónlistina heldur einnig til að leika í myndinni. Fréttablaðið/StefánHún hefur fengið glimrandi dóma en Ólafur hefur verið tvö ár að vinna að henni. „Ég er ánægður með viðtökurnar og þær eru miklu betri en ég þorði að vona. Þegar maður er búinn að vinna að einhverju í tvö ár, eins og ég gerði með þessa plötu, þá missir maður aðeins sjónar á verkefninu og á erfitt með að leggja mat á það. En það er gaman að henda þessu út í kosmósið þegar viðtökurnar eru svona góðar.“ Undanfarin ár hefur Ólafur, ásamt tónlistarmanninum og forritaranum Halldóri Eldjárn, unnið að hugbúnaði sem stýrir tveimur sjálfspilandi píanóum, svokölluðum Stratus píanóum. „Hann ber mikla ábyrgð á því sem er á plötunni. En það er samt bara grunnurinn þar sem hugmyndirnar og tónlistin byrja að vaxa en það eru önnur hljóðfæri í forgrunni á plötunni. Þetta er notað sem einhvers konar fræ þar sem maður sáir hugmyndunum og fer í þær áttir sem maður hefði trúlega ekki farið í.“ Í haust heldur viðamikið tónleikaferðalag Ólafs áfram og teygir sig út um allan heim og langt fram á næsta ár. Árinu lýkur þó með tónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 18. desember. „Það eru lokatónleikarnir mínir á árinu. Ég er að fara í mikið ferðalag sem byrjar núna í september en við endum heima í Eldborg. Svo heldur ferðalagið áfram eftir áramót. Ég fæ smá jólafrí í faðmi fjölskyldunnar en sting kannski af til aðeins heitari landa yfir áramótin.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
„Baldvin leikstjóri var búinn að segja mér að ég yrði að vera með lítið hlutverk. Hann fílar að koma fólki á óvart. Einn daginn hringdi hann og sagðist vera með fullkomið hlutverk fyrir mig. Ég ætti að vera frekar krípí meðferðarfulltrúi sem er nokkuð óviðeigandi við stelpur undir lögaldri. Allt mjög eðlilegt en ég sló til,“ segir Ólafur Arnalds skellihlæjandi um hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla. Ólafur gerði tónlistina í myndinni og var Baldvin Z, leikstjóri myndarinnar, búinn að segja við hann að hann yrði að leika örlítið hlutverk. Hann átti ekki alveg von á því að leika slíkt hlutverk en Ólafur er vanari að standa á sviði við píanóið en fyrir framan myndavélarnar. Hann er þó ánægður að hafa slegið til – jafnvel þótt hlutverkið sé eins ólíkt honum og hugsast getur. Þetta er ekki fyrsta kvikmyndin sem Ólafur hefur samið tónlist við en hann hefur haft píanóputtana í fjölmörgum kvikmyndum í gegnum tíðina. Þá hlaut hann hin virtu BAFTA-verðlaun fyrir tónlistina í þáttaröðinni Broadchurch. Á föstudag kom út ný plata frá Ólafi, re:member, þar sem sjálfspilandi píanó og gervigreind leika stórt hlutverk. Baldvin Z leikstjóri Lof mér að falla fékk Ólaf ekki aðeins til að búa til tónlistina heldur einnig til að leika í myndinni. Fréttablaðið/StefánHún hefur fengið glimrandi dóma en Ólafur hefur verið tvö ár að vinna að henni. „Ég er ánægður með viðtökurnar og þær eru miklu betri en ég þorði að vona. Þegar maður er búinn að vinna að einhverju í tvö ár, eins og ég gerði með þessa plötu, þá missir maður aðeins sjónar á verkefninu og á erfitt með að leggja mat á það. En það er gaman að henda þessu út í kosmósið þegar viðtökurnar eru svona góðar.“ Undanfarin ár hefur Ólafur, ásamt tónlistarmanninum og forritaranum Halldóri Eldjárn, unnið að hugbúnaði sem stýrir tveimur sjálfspilandi píanóum, svokölluðum Stratus píanóum. „Hann ber mikla ábyrgð á því sem er á plötunni. En það er samt bara grunnurinn þar sem hugmyndirnar og tónlistin byrja að vaxa en það eru önnur hljóðfæri í forgrunni á plötunni. Þetta er notað sem einhvers konar fræ þar sem maður sáir hugmyndunum og fer í þær áttir sem maður hefði trúlega ekki farið í.“ Í haust heldur viðamikið tónleikaferðalag Ólafs áfram og teygir sig út um allan heim og langt fram á næsta ár. Árinu lýkur þó með tónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 18. desember. „Það eru lokatónleikarnir mínir á árinu. Ég er að fara í mikið ferðalag sem byrjar núna í september en við endum heima í Eldborg. Svo heldur ferðalagið áfram eftir áramót. Ég fæ smá jólafrí í faðmi fjölskyldunnar en sting kannski af til aðeins heitari landa yfir áramótin.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira