Hútar skutu eldflaug á Sádi-Arabíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Vígamenn Húta standa vörð við trúarathöfn í San'a í Jemen. Vísir/AFp Hútar skutu í gær eldflaug á Sádi-Arabíu. Ekki hefur verið greint frá mannfalli en loftvarnir Sádi-Arabíu skutu eldflaugina niður. Samkvæmt Masirah TV, fréttstöð á bandi Húta, var eldflaug af gerðinni Badr-1 skotið á „nýjar herbúðir“ í borginni Najran. Sádi-Arabar stýra hernaðarbandalagi nokkurra Arabaríkja til stuðnings forsetanum Abdrabbuh Mansur Hadi. Ríkisstjórn hans hefur átt í stríði við uppreisnarhreyfinguna frá því í mars 2015. Hútar stýra vesturströnd landsins enn og hafa fremstu víglínur lítið breyst undanfarin misseri. Hernaðarbandalagið, sem nýtur stuðnings Breta og Bandaríkjamanna, og Hútar voru í nýrri skýrslu sérfræðinefndar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sagðir mögulega bera ábyrgð á stríðsglæpum. Mikið mannfall meðal almennra borgara var harðlega gagnrýnt sem og að komið hefði verið í veg fyrir hjálparstarf í landinu.Sjá einnig: Sádar hafna ásökunum um stríðsglæpi í Jemen Þáttur Breta og Bandaríkjamanna er ekki skoðaður. Reuters segir þó að verið sé að fara yfir hann hjá SÞ. Skýrslan vakti reiði í Bandaríkjunum. Í ritstjórnargrein The New York Times í gær var Bandaríkjastjórn sögð meðsek í því að hafa drepið almenna borgara. Skorað var á þingið að skera á alla hernaðaraðstoð til Sádi-Arabíu. Jim Mattis varnarmálaráðherra sagði á þriðjudag, daginn sem skýrslan var birt, að stuðningur við Sádi-Araba væri ekki óskilyrtur. Að sögn Reuters ýjaði hann þó að því að Bandaríkin myndu halda áfram stuðningi við bandalagið en vinna að því að lágmarka mannfall almennra borgara. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira
Hútar skutu í gær eldflaug á Sádi-Arabíu. Ekki hefur verið greint frá mannfalli en loftvarnir Sádi-Arabíu skutu eldflaugina niður. Samkvæmt Masirah TV, fréttstöð á bandi Húta, var eldflaug af gerðinni Badr-1 skotið á „nýjar herbúðir“ í borginni Najran. Sádi-Arabar stýra hernaðarbandalagi nokkurra Arabaríkja til stuðnings forsetanum Abdrabbuh Mansur Hadi. Ríkisstjórn hans hefur átt í stríði við uppreisnarhreyfinguna frá því í mars 2015. Hútar stýra vesturströnd landsins enn og hafa fremstu víglínur lítið breyst undanfarin misseri. Hernaðarbandalagið, sem nýtur stuðnings Breta og Bandaríkjamanna, og Hútar voru í nýrri skýrslu sérfræðinefndar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sagðir mögulega bera ábyrgð á stríðsglæpum. Mikið mannfall meðal almennra borgara var harðlega gagnrýnt sem og að komið hefði verið í veg fyrir hjálparstarf í landinu.Sjá einnig: Sádar hafna ásökunum um stríðsglæpi í Jemen Þáttur Breta og Bandaríkjamanna er ekki skoðaður. Reuters segir þó að verið sé að fara yfir hann hjá SÞ. Skýrslan vakti reiði í Bandaríkjunum. Í ritstjórnargrein The New York Times í gær var Bandaríkjastjórn sögð meðsek í því að hafa drepið almenna borgara. Skorað var á þingið að skera á alla hernaðaraðstoð til Sádi-Arabíu. Jim Mattis varnarmálaráðherra sagði á þriðjudag, daginn sem skýrslan var birt, að stuðningur við Sádi-Araba væri ekki óskilyrtur. Að sögn Reuters ýjaði hann þó að því að Bandaríkin myndu halda áfram stuðningi við bandalagið en vinna að því að lágmarka mannfall almennra borgara.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira