Það var hart tekist á í leik Fram og Vals í Olís deildinni í handbolta í kvöld. Tveir lykilmanna Vals meiddust í leiknum.
Magnús Óli Magnússon er mögulega nefbrotinn eftir átökin í leiknum og Róbert Aron Horstert þurfti að fara af velli með heilahristing samkvæmt heimildum íþróttadeildar.
Val var spáð sigri í deildinni af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í deildinni en byrjuðu tímabilið á jafntefli í Safamýrinni í kvöld.
Leikurinn var spennandi frá upphafi til enda og létu Framarar Valsmenn finna fyrir sér. Lokatölur urðu 25-25.
Nánar má lesa um leikinn hér.
Handbolti