Óttast að malbikaður stígur sé kominn til að vera á Austurvelli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. september 2018 07:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og malbikaði vegurinn fyrir neðan sem teygir sig inn á Austurvöll. Fréttablaðið/Ernir „Maður vill trúa því að þetta eigi að vera tímabundið en hversu lengi á það tímabundna ástand að vara?“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um malbikaða leið við Austurvöll meðfram Landssímahúsinu. Framkvæmdir standa nú yfir á Landssímareitnum þar sem meðal annars verður nýtt hótel. Veggur er risinn utan við lóðina og nýr vegur hefur verið malbikaður þar austan við og nær hann inn á Austurvöll. „Hvers vegna er verið leggja þarna veg og malbika hann?“ spyr Sigmundur. „Er það til marks um það að þetta verði svona í mörg ár? Svo er hættan líka sú að það sem kynnt er sem bráðabirgðaráðstöfun í upphafi reynist á endanum varanlegt.“ Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns sem stendur að uppbyggingunni á Landssímalóðinni, segir vegargerðina vera samkvæmt athafnaleyfi frá borginni og að kröfu slökkviliðsins og Alþingis. Slökkviliðið þurfi aðgengi að Vallarstræti og Alþingi að skrifstofum við Austurvöll. Þar sé Alþingi með skóla fyrir börn sem meðal annars fatlaðir nemendur sæki. „Það þurfti líka að vera almennileg gönguleið fyrir þingmenn,“ segir Jóhannes sem kveður allt verða sett í fyrra horf að framkvæmdum loknum. „Þetta verður ekkert þarna.“ Sigmundur segist sjá málið sem hluta af „ótrúlegum“ framkvæmdum sem séu í gangi í miðbænum í Reykjavík, kannski ekki síst þeim við Austurvöll, sem honum þyki algjörlega óskiljanlegt að hafi verið leyfðar. „Ef við byrjum á því jákvæða þá held ég að það sé alveg borðleggjandi að hafa opið og einhverja þjónustu í Landssímahúsinu og það er til bóta. En að fara að byggja annað stórhýsi við húsið þar sem ekki er pláss fyrir það og gera það með því að grafa burt hluta af gamla kirkjugarðinum og malbika svo yfir hluta af Austurvelli eru skýr merki um þær öfgar sem eru ríkjandi í skipulagsmálum og framkvæmdum í miðbænum í Reykjavík,“ segir hann. Að sögn Sigmundar tengjast margar þær skipulagsöfgar sem hann nefnir svo hótelbyggingum. „Þær eiga það sameiginlegt að ganga á umhverfið á ýmsan hátt og draga úr því sem gerir miðbæinn í Reykjavík aðlaðandi og sérstakan en setja í staðinn eitthvað sem ætti kannski heima í Borgartúni en er ekki til þess fallið að bæta miðbæinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Maður vill trúa því að þetta eigi að vera tímabundið en hversu lengi á það tímabundna ástand að vara?“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um malbikaða leið við Austurvöll meðfram Landssímahúsinu. Framkvæmdir standa nú yfir á Landssímareitnum þar sem meðal annars verður nýtt hótel. Veggur er risinn utan við lóðina og nýr vegur hefur verið malbikaður þar austan við og nær hann inn á Austurvöll. „Hvers vegna er verið leggja þarna veg og malbika hann?“ spyr Sigmundur. „Er það til marks um það að þetta verði svona í mörg ár? Svo er hættan líka sú að það sem kynnt er sem bráðabirgðaráðstöfun í upphafi reynist á endanum varanlegt.“ Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns sem stendur að uppbyggingunni á Landssímalóðinni, segir vegargerðina vera samkvæmt athafnaleyfi frá borginni og að kröfu slökkviliðsins og Alþingis. Slökkviliðið þurfi aðgengi að Vallarstræti og Alþingi að skrifstofum við Austurvöll. Þar sé Alþingi með skóla fyrir börn sem meðal annars fatlaðir nemendur sæki. „Það þurfti líka að vera almennileg gönguleið fyrir þingmenn,“ segir Jóhannes sem kveður allt verða sett í fyrra horf að framkvæmdum loknum. „Þetta verður ekkert þarna.“ Sigmundur segist sjá málið sem hluta af „ótrúlegum“ framkvæmdum sem séu í gangi í miðbænum í Reykjavík, kannski ekki síst þeim við Austurvöll, sem honum þyki algjörlega óskiljanlegt að hafi verið leyfðar. „Ef við byrjum á því jákvæða þá held ég að það sé alveg borðleggjandi að hafa opið og einhverja þjónustu í Landssímahúsinu og það er til bóta. En að fara að byggja annað stórhýsi við húsið þar sem ekki er pláss fyrir það og gera það með því að grafa burt hluta af gamla kirkjugarðinum og malbika svo yfir hluta af Austurvelli eru skýr merki um þær öfgar sem eru ríkjandi í skipulagsmálum og framkvæmdum í miðbænum í Reykjavík,“ segir hann. Að sögn Sigmundar tengjast margar þær skipulagsöfgar sem hann nefnir svo hótelbyggingum. „Þær eiga það sameiginlegt að ganga á umhverfið á ýmsan hátt og draga úr því sem gerir miðbæinn í Reykjavík aðlaðandi og sérstakan en setja í staðinn eitthvað sem ætti kannski heima í Borgartúni en er ekki til þess fallið að bæta miðbæinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira