Óvissan allsráðandi fyrir kosningarnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. september 2018 08:00 Landslagið í sænskum stjórnmálum er gjörbreytt eftir stökk Svíþjóðardemókrata. Vísir/AP Þingkosningar í Svíþjóð fara fram á morgun. Sé eitthvað að marka skoðanakannanir í aðdraganda þeirra mun landslagið í sænskum stjórnmálum breytast til muna. Óvissan er þó nokkur en nýjustu skoðanakannanir benda til þess að tæplega þrír af hverjum tíu hafi ekki gert upp hug sinn. Þrír flokkar eru líklegastir til að vera stærsti flokkurinn þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Flest bendir til þess að Sósíaldemókrataflokkurinn, sem forsætisráðherrann Stefan Löfven fer fyrir, muni verða stærstur. Sömu kannanir benda hins vegar til að flokkurinn muni tapa tæplega fjórðungi fylgis síns frá kosningunum fyrir fjórum árum. Verði það raunin verður það versta kosning flokksins frá árinu 1912. Jafnaðarmenn hafa setið í minnihlutastjórn undanfarið með Græningjum. Að óbreyttu verða hinir umdeildu Svíþjóðardemókratar hástökkvarar kosninganna. Flokkurinn fékk tæp þrettán prósent síðast en hefur undanfarið mælst með á bilinu 17-20 prósent. Hægriflokkurinn, Moderaterna, mælist á svipuðu bili og Svíþjóðardemókratar. Á kjörtímabilinu sem brátt er á enda hafa átta flokkar skipt á milli sín þingsætunum 349 sem í boði eru. Til að fá þingsæti úthlutað þurfa flokkar annaðhvort að ná fjögurra prósenta kjörfylgi á landsvísu eða tólf prósentum í stöku kjördæmi. Möguleiki er á að tveir flokkar gætu farið niður fyrir þröskuldinn. Um miðjan síðasta mánuð mældust Kristilegir demókratar með rúmlega þriggja prósenta fylgi en hafa í könnunum undanfarið stokkið upp. Útlit er fyrir að þeir sleppi fyrir horn með um sex prósent. Meiri óvissa er um afdrif Græningja. Í könnun YouGov fyrir viku, sem þó er nokkuð á skjön við aðrar kannanir, mældist flokkurinn úti. Þá hefur það oft fylgt flokknum að fá eilítið færri atkvæði en kannanir segja til um. Það má fylgja sögunni að fyrir fjórum árum var könnun YouGov sú sem komst næst úrslitum kosninganna. Vinsældir Svíþjóðardemókrata hafa litað kosningabaráttuna mjög. Flokkurinn hefur verið hálfgert eyland í sænskum stjórnmálum og aðrir flokkar hafa forðast að starfa með honum. Flokkurinn er yfirlýstur andstæðingur veru Svíþjóðar í Evrópusambandinu og þá er flokkurinn harður í andstöðu sinni við innflytjendastefnu stjórnvalda. Innflytjendur og málefni þeirra hafa því verið í forgrunni. Umhverfis- og orkumál hafa einnig verið í brennidepli í kjölfar hitabylgju og þurrka í landinu í sumar. Staða uppistöðulóna í landinu er slæm og sá möguleiki fyrir hendi að flytja þurfi inn raforku í vetur. Helstu kandídatar í stól forsætisráðherra eru formenn stærstu flokkanna þriggja. Stjórnarmyndunarviðræður að kosningum loknum gætu reynst þrautaganga en líklegasta útkoman, miðað við kannanir undanfarið, er að Löfven muni mynda minnihlutastjórn. Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Vilja atkvæði um Swexit Tæp 70 prósent Svía eru fylgjandi aðild að Evrópusambandinu, ESB, samkvæmt könnun frá því í maí. 4. september 2018 07:00 Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45 „Getur reynst erfitt að eignast sænska vini“ Hlutfall innflytjenda í Malmö er umtalsvert hærra en í öðrum sænskum stórborgum en samkvæmt tölum frá borgaryfirvöldum í Malmö hefur þriðjungur allra íbúa fæðst í öðru landi en Svíþjóð. 7. september 2018 21:00 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þingkosningar í Svíþjóð fara fram á morgun. Sé eitthvað að marka skoðanakannanir í aðdraganda þeirra mun landslagið í sænskum stjórnmálum breytast til muna. Óvissan er þó nokkur en nýjustu skoðanakannanir benda til þess að tæplega þrír af hverjum tíu hafi ekki gert upp hug sinn. Þrír flokkar eru líklegastir til að vera stærsti flokkurinn þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Flest bendir til þess að Sósíaldemókrataflokkurinn, sem forsætisráðherrann Stefan Löfven fer fyrir, muni verða stærstur. Sömu kannanir benda hins vegar til að flokkurinn muni tapa tæplega fjórðungi fylgis síns frá kosningunum fyrir fjórum árum. Verði það raunin verður það versta kosning flokksins frá árinu 1912. Jafnaðarmenn hafa setið í minnihlutastjórn undanfarið með Græningjum. Að óbreyttu verða hinir umdeildu Svíþjóðardemókratar hástökkvarar kosninganna. Flokkurinn fékk tæp þrettán prósent síðast en hefur undanfarið mælst með á bilinu 17-20 prósent. Hægriflokkurinn, Moderaterna, mælist á svipuðu bili og Svíþjóðardemókratar. Á kjörtímabilinu sem brátt er á enda hafa átta flokkar skipt á milli sín þingsætunum 349 sem í boði eru. Til að fá þingsæti úthlutað þurfa flokkar annaðhvort að ná fjögurra prósenta kjörfylgi á landsvísu eða tólf prósentum í stöku kjördæmi. Möguleiki er á að tveir flokkar gætu farið niður fyrir þröskuldinn. Um miðjan síðasta mánuð mældust Kristilegir demókratar með rúmlega þriggja prósenta fylgi en hafa í könnunum undanfarið stokkið upp. Útlit er fyrir að þeir sleppi fyrir horn með um sex prósent. Meiri óvissa er um afdrif Græningja. Í könnun YouGov fyrir viku, sem þó er nokkuð á skjön við aðrar kannanir, mældist flokkurinn úti. Þá hefur það oft fylgt flokknum að fá eilítið færri atkvæði en kannanir segja til um. Það má fylgja sögunni að fyrir fjórum árum var könnun YouGov sú sem komst næst úrslitum kosninganna. Vinsældir Svíþjóðardemókrata hafa litað kosningabaráttuna mjög. Flokkurinn hefur verið hálfgert eyland í sænskum stjórnmálum og aðrir flokkar hafa forðast að starfa með honum. Flokkurinn er yfirlýstur andstæðingur veru Svíþjóðar í Evrópusambandinu og þá er flokkurinn harður í andstöðu sinni við innflytjendastefnu stjórnvalda. Innflytjendur og málefni þeirra hafa því verið í forgrunni. Umhverfis- og orkumál hafa einnig verið í brennidepli í kjölfar hitabylgju og þurrka í landinu í sumar. Staða uppistöðulóna í landinu er slæm og sá möguleiki fyrir hendi að flytja þurfi inn raforku í vetur. Helstu kandídatar í stól forsætisráðherra eru formenn stærstu flokkanna þriggja. Stjórnarmyndunarviðræður að kosningum loknum gætu reynst þrautaganga en líklegasta útkoman, miðað við kannanir undanfarið, er að Löfven muni mynda minnihlutastjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Vilja atkvæði um Swexit Tæp 70 prósent Svía eru fylgjandi aðild að Evrópusambandinu, ESB, samkvæmt könnun frá því í maí. 4. september 2018 07:00 Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45 „Getur reynst erfitt að eignast sænska vini“ Hlutfall innflytjenda í Malmö er umtalsvert hærra en í öðrum sænskum stórborgum en samkvæmt tölum frá borgaryfirvöldum í Malmö hefur þriðjungur allra íbúa fæðst í öðru landi en Svíþjóð. 7. september 2018 21:00 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Vilja atkvæði um Swexit Tæp 70 prósent Svía eru fylgjandi aðild að Evrópusambandinu, ESB, samkvæmt könnun frá því í maí. 4. september 2018 07:00
Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45
„Getur reynst erfitt að eignast sænska vini“ Hlutfall innflytjenda í Malmö er umtalsvert hærra en í öðrum sænskum stórborgum en samkvæmt tölum frá borgaryfirvöldum í Malmö hefur þriðjungur allra íbúa fæðst í öðru landi en Svíþjóð. 7. september 2018 21:00
Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00