Hver eru þau og hvar? Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. september 2018 09:45 Kennslanefnd, Ríkislögreglustjóri, Gylfi Gylfason Ein ástsælasta sögupersóna Arnaldar Indriðasonar, Erlendur Sveinsson, er heilluð af mannshvörfum á sama hátt og svo margir Íslendingar, með blöndu af forvitni og samlíðan. Erlendur drekkur í sig allt um skipskaða, fjallgöngumenn sem aldrei koma aftur til byggða og fólk sem heldur sig mest í þéttbýli en hverfur sporlaust án nokkurra skýringa. Um allt Ísland eru sjálfskipaðir einkaspæjarar sem liggja á timarit.is og grúska í gömlum gögnum um menn sem horfið hafa sporlaust. Þeir leita Geirfinns og reyna að skilja örlög þeirra sem hvarf hans hafði áhrif á.Horfinnamannaskrá lögreglu Haldnar eru skrár yfir horfið fólk. Ein þeirra er hin formlega horfinnamannaskrá sem kennslanefnd heldur. Hún var nýlega gerð opinber, án þess þó að nöfn þeirra sem á henni eru séu birt. Fréttablaðið grennslaðist fyrir um tilurð þessarar skrár hjá Gylfa Gylfasyni, formanni kennslanefndar Ríkislögreglustjóra. Gylfi segist hafa fundið fyrir því að misskilnings gæti um tilgang skrárinnar. Til að kennsl verði borin á lík eða líkamsleifar sem finnast er afar mikilvægt að haldin sé fullkomin skrá um horfna menn og upplýsingum haldið um þá á einum stað. „Skráin er hjá kennslanefnd af því að við höfum það hlutverk að bera kennsl á óþekkt lík og líkamsleifar sem finnast.“ Kennslanefnd starfar eftir reglugerð 350/2009, leiðbeiningum frá Interpol og starfslýsingu Ríkislögreglustjóra. Í nefndinni sitja rannsóknarlögreglumenn, tæknimenn lögreglu, þar á meðal sérfræðingur á líftæknisviði, réttarlæknir, réttartannlæknir og meinafræðingur. Nefndin er kölluð til þegar lík eða líkamsleifar finnast og þá fer mjög formlegt ferli í gang. Hún fer jafnvel á vettvang, er viðstödd krufningu og vinnur úr gögnum sem koma fram við rannsókn lögreglu og nefndarinnar. Nefndin kemur svo saman á fundi þar sem sérfræðingar gera grein fyrir niðurstöðum sínum. Þeir þurfa að komast að samhljóða niðurstöðu og þegar hún liggur fyrir er gefið út vottorð um að kennsl séu staðfest. Eitt þriggja aðalskilyrða fyrir því að borin séu kennsl á látinn einstakling þarf að vera fyrir hendi. Það eru upplýsingar um tennur, fingraför eða erfðaefni (DNA). Viðbótarskilyrði geta verið læknisfræðilegar upplýsingar, upplýsingar úr tæknirannsókn og upplýsingar frá ættingjum.Hverjir fara á skrána? Það er hlutverk lögreglunnar að fara með rannsókn mannshvarfa. Leiði rannsókn í ljós að viðkomandi er horfinn og talinn látinn er kennslanefnd tilkynnt um hvarfið. Nefndin færi ítarlegar upplýsingar um viðkomandi sem skráðar eru á sérstakt eyðublað sem byggir á stöðlum Interpol. Lögregla aflar umræddra upplýsinga hjá ættingjum hins horfna. Eyðublaðið er margar blaðsíður og á það eru skráðar upplýsingar sem nýtast kennslanefnd við að bera kennsl á viðkomandi: nafn, fæðingardagur, sérkenni eins og húðflúr, ör, gervilimir og upplýsingar um hver var læknir og tannlæknir viðkomandi. Í dag er líka tekið DNA-strok, helst hjá móður. Á listanum er fólk af ýmsum þjóðernum sem týnst hefur hér á landi. Tveir eru skráðir á listann sem hurfu erlendis; annar árið 2013 og hinn fyrr á þessu ári. Gylfi skýrir þetta þannig að í ríkjum sem hafa ekki trausta innviði, til dæmis þar sem stríð hafa geisað, sé ekki unnt að treysta því að haldið sé með fullnægjandi hætti utan um þessar upplýsingar. Því sé talið öruggara að halda upplýsingum um viðkomandi í skrám hér á landi. Orsakir þeirra mannshvarfa sem skráð eru hjá kennslanefnd eru ýmsar; sjóslys, slæm veður og voveiflegir atburðir. Á listanum má til dæmis finna rúmlega þrítugan karlmann sem týndist í Keflavík árið 1974. Sama ár er skráður 18 ára piltur sem hvarf í Hafnarfirði. Þeir sem þekkja til geta þarna borið kennsl á Guðmund og Geirfinn Einarssyni. Þeir eru týndir samkvæmt horfinnamannaskrá, enda hafa lík þeirra aldrei fundist. Niðurstaða Hæstaréttar breytir því ekki.Þeir sem ekki eru á skránni Hin formlega horfinnamannaskrá kennslanefndar er hins vegar ekki eina skrá landsins um horfið fólk. Bjarki Hall, einn þeirra einkaspæjara sem fyrr var vísað til, heldur úti síðunni mannshvorf.is. Á lista Bjarka má finna nöfn sem ekki eru á horfinnamannaskrá. Fréttablaðið spurði Gylfa hvort hann hefði séð lista Bjarka og hverju þetta misræmi gæti sætt. Gylfi segir málið flóknara en svo að safna megi saman öllum sem týnst hafa og setja saman lista. Sumir geti reynst á lífi í öðrum löndum, borin hafi verið kennsl á líkamsleifar annarra án þess endilega að greint hafi verið frá því opinberlega og einhverjir séu jafnvel skráðir í sambærilegar skrár erlendis sé talið að þeir hafi horfið þar. Kennslanefnd sé kunnugt um málin og hafi upplýsingar um hina erlendu skráningu. „Listinn sem birtur var nýverið er ekki endanlegur og verður hann uppfærður reglulega,“ segir Gylfi. Lögreglan taki enn við ábendingum frá fólki, eftir að listinn var birtur. Unnið sé að því að sannreyna þær og að viðkomandi einstaklingar séu í raun og veru týndir. Gylfi segir þetta geta verið mikla vinnu og tímafreka. Áratugagömul mannshvörf eru erfiðust og þótt listinn byggi á eldri skrám lögreglu séu upplýsingar í mörgum tilvikum bæði gamlar og oft mjög ófullkomnar. Í sumum tilvikum hafi ef til vill aldrei verið formlega tilkynnt um mannshvarf og lögregla jafnvel bara skráð upplýsingar í dagbók sína. „Unnið hefur verið að því að færa eldri mál inn í nýja skrá og áfram er unnið í upplýsingaöflun í þeim tilgangi að bæta skrána.“ Gylfi segir að reglulega sé haft samband við lögreglu vegna líkamsleifa eða beina sem talin eru af manni. Öll bein fari í rannsókn og oft komi í ljós að um dýrabein sé að ræða. Sé niðurstaðan eftir rannsókn að líkamsleifar séu af manni eru þær sendar í aldursgreiningu og séu þær ekki of gamlar, frá miðöldum til dæmis, geti nákvæm skráning í skrá kennslanefndar komið að miklu gagni til að þrengja hringinn áður en borin eru kennsl á viðkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Ein ástsælasta sögupersóna Arnaldar Indriðasonar, Erlendur Sveinsson, er heilluð af mannshvörfum á sama hátt og svo margir Íslendingar, með blöndu af forvitni og samlíðan. Erlendur drekkur í sig allt um skipskaða, fjallgöngumenn sem aldrei koma aftur til byggða og fólk sem heldur sig mest í þéttbýli en hverfur sporlaust án nokkurra skýringa. Um allt Ísland eru sjálfskipaðir einkaspæjarar sem liggja á timarit.is og grúska í gömlum gögnum um menn sem horfið hafa sporlaust. Þeir leita Geirfinns og reyna að skilja örlög þeirra sem hvarf hans hafði áhrif á.Horfinnamannaskrá lögreglu Haldnar eru skrár yfir horfið fólk. Ein þeirra er hin formlega horfinnamannaskrá sem kennslanefnd heldur. Hún var nýlega gerð opinber, án þess þó að nöfn þeirra sem á henni eru séu birt. Fréttablaðið grennslaðist fyrir um tilurð þessarar skrár hjá Gylfa Gylfasyni, formanni kennslanefndar Ríkislögreglustjóra. Gylfi segist hafa fundið fyrir því að misskilnings gæti um tilgang skrárinnar. Til að kennsl verði borin á lík eða líkamsleifar sem finnast er afar mikilvægt að haldin sé fullkomin skrá um horfna menn og upplýsingum haldið um þá á einum stað. „Skráin er hjá kennslanefnd af því að við höfum það hlutverk að bera kennsl á óþekkt lík og líkamsleifar sem finnast.“ Kennslanefnd starfar eftir reglugerð 350/2009, leiðbeiningum frá Interpol og starfslýsingu Ríkislögreglustjóra. Í nefndinni sitja rannsóknarlögreglumenn, tæknimenn lögreglu, þar á meðal sérfræðingur á líftæknisviði, réttarlæknir, réttartannlæknir og meinafræðingur. Nefndin er kölluð til þegar lík eða líkamsleifar finnast og þá fer mjög formlegt ferli í gang. Hún fer jafnvel á vettvang, er viðstödd krufningu og vinnur úr gögnum sem koma fram við rannsókn lögreglu og nefndarinnar. Nefndin kemur svo saman á fundi þar sem sérfræðingar gera grein fyrir niðurstöðum sínum. Þeir þurfa að komast að samhljóða niðurstöðu og þegar hún liggur fyrir er gefið út vottorð um að kennsl séu staðfest. Eitt þriggja aðalskilyrða fyrir því að borin séu kennsl á látinn einstakling þarf að vera fyrir hendi. Það eru upplýsingar um tennur, fingraför eða erfðaefni (DNA). Viðbótarskilyrði geta verið læknisfræðilegar upplýsingar, upplýsingar úr tæknirannsókn og upplýsingar frá ættingjum.Hverjir fara á skrána? Það er hlutverk lögreglunnar að fara með rannsókn mannshvarfa. Leiði rannsókn í ljós að viðkomandi er horfinn og talinn látinn er kennslanefnd tilkynnt um hvarfið. Nefndin færi ítarlegar upplýsingar um viðkomandi sem skráðar eru á sérstakt eyðublað sem byggir á stöðlum Interpol. Lögregla aflar umræddra upplýsinga hjá ættingjum hins horfna. Eyðublaðið er margar blaðsíður og á það eru skráðar upplýsingar sem nýtast kennslanefnd við að bera kennsl á viðkomandi: nafn, fæðingardagur, sérkenni eins og húðflúr, ör, gervilimir og upplýsingar um hver var læknir og tannlæknir viðkomandi. Í dag er líka tekið DNA-strok, helst hjá móður. Á listanum er fólk af ýmsum þjóðernum sem týnst hefur hér á landi. Tveir eru skráðir á listann sem hurfu erlendis; annar árið 2013 og hinn fyrr á þessu ári. Gylfi skýrir þetta þannig að í ríkjum sem hafa ekki trausta innviði, til dæmis þar sem stríð hafa geisað, sé ekki unnt að treysta því að haldið sé með fullnægjandi hætti utan um þessar upplýsingar. Því sé talið öruggara að halda upplýsingum um viðkomandi í skrám hér á landi. Orsakir þeirra mannshvarfa sem skráð eru hjá kennslanefnd eru ýmsar; sjóslys, slæm veður og voveiflegir atburðir. Á listanum má til dæmis finna rúmlega þrítugan karlmann sem týndist í Keflavík árið 1974. Sama ár er skráður 18 ára piltur sem hvarf í Hafnarfirði. Þeir sem þekkja til geta þarna borið kennsl á Guðmund og Geirfinn Einarssyni. Þeir eru týndir samkvæmt horfinnamannaskrá, enda hafa lík þeirra aldrei fundist. Niðurstaða Hæstaréttar breytir því ekki.Þeir sem ekki eru á skránni Hin formlega horfinnamannaskrá kennslanefndar er hins vegar ekki eina skrá landsins um horfið fólk. Bjarki Hall, einn þeirra einkaspæjara sem fyrr var vísað til, heldur úti síðunni mannshvorf.is. Á lista Bjarka má finna nöfn sem ekki eru á horfinnamannaskrá. Fréttablaðið spurði Gylfa hvort hann hefði séð lista Bjarka og hverju þetta misræmi gæti sætt. Gylfi segir málið flóknara en svo að safna megi saman öllum sem týnst hafa og setja saman lista. Sumir geti reynst á lífi í öðrum löndum, borin hafi verið kennsl á líkamsleifar annarra án þess endilega að greint hafi verið frá því opinberlega og einhverjir séu jafnvel skráðir í sambærilegar skrár erlendis sé talið að þeir hafi horfið þar. Kennslanefnd sé kunnugt um málin og hafi upplýsingar um hina erlendu skráningu. „Listinn sem birtur var nýverið er ekki endanlegur og verður hann uppfærður reglulega,“ segir Gylfi. Lögreglan taki enn við ábendingum frá fólki, eftir að listinn var birtur. Unnið sé að því að sannreyna þær og að viðkomandi einstaklingar séu í raun og veru týndir. Gylfi segir þetta geta verið mikla vinnu og tímafreka. Áratugagömul mannshvörf eru erfiðust og þótt listinn byggi á eldri skrám lögreglu séu upplýsingar í mörgum tilvikum bæði gamlar og oft mjög ófullkomnar. Í sumum tilvikum hafi ef til vill aldrei verið formlega tilkynnt um mannshvarf og lögregla jafnvel bara skráð upplýsingar í dagbók sína. „Unnið hefur verið að því að færa eldri mál inn í nýja skrá og áfram er unnið í upplýsingaöflun í þeim tilgangi að bæta skrána.“ Gylfi segir að reglulega sé haft samband við lögreglu vegna líkamsleifa eða beina sem talin eru af manni. Öll bein fari í rannsókn og oft komi í ljós að um dýrabein sé að ræða. Sé niðurstaðan eftir rannsókn að líkamsleifar séu af manni eru þær sendar í aldursgreiningu og séu þær ekki of gamlar, frá miðöldum til dæmis, geti nákvæm skráning í skrá kennslanefndar komið að miklu gagni til að þrengja hringinn áður en borin eru kennsl á viðkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira