Formaður Eflingar vill að lægstu laun verði skattfrjáls Kristín Ýrr Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2018 19:08 Samflot fjölmennustu verkalýðsfélaga landsins auka líkur á árangri í komandi kjaraviðræðum, að mati formanns Eflingar sem vill að lægstu laun verði undanþegin skatti. Hann skorar á félög innan Landssambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambands Íslands að fara saman fram í komandi kjaraviðræðum. Útlit er fyrir harðar kjaraviðræður þegar fjöldi kjarasamninga losnar um áramótin. Í gær fól stjórn Eflingar-stéttarfélags formanni sínum að kanna grundvöll fyrir samstarfi við VR í komandi kjaraviðræðum. „Ég var í morgun á formannafundi Starfsgreinasambandsins og þar flutti ég þeim fregnir af því að á stjórnarfundi hjá Eflingu í gær var samþykkt einróma ályktun um það að öll félögin innan sambandsins leituðu eftir samstarfi við VR eða félögin innan Landssambands verslunarmanna,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Verði þetta að veruleika mun meginþorri vinnuafls á almennum vinnumarkaði standa saman í komandi kjarabaráttu. Sólveig segir það styrkja stoðir verkalýðshreyfingarinnar. Hún segist vilja sjá lægstu laun alveg skattfrjáls en félögin telja bæði að láglaunafólk beri alltof mikla skattbyrgði á herðum sér. Hluti af sameiginlegum kröfum þeirra er að persónuafsláttur verði hækkaður og að stjórnvöld endurskoði barna- og vaxtabótakerfið. „Ef að við förum fram sameinuð þá er þetta gríðarlega stór og kröftugur hópur. Ég get ekki betur heyrt en að það sé samhljómur í því að sækja sterkt og markvisst fram á ríkisvaldið til að ganga í að lagfæra skattkerfið, bótakerfið, húsnæðsmálin og allt þetta sem brennur helst á okkar félagsmönnum. Ef af þessu verður þá eru líkur okkar á því að ná árangri þeim mun meiri og betri,” segir hún. Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Samflot fjölmennustu verkalýðsfélaga landsins auka líkur á árangri í komandi kjaraviðræðum, að mati formanns Eflingar sem vill að lægstu laun verði undanþegin skatti. Hann skorar á félög innan Landssambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambands Íslands að fara saman fram í komandi kjaraviðræðum. Útlit er fyrir harðar kjaraviðræður þegar fjöldi kjarasamninga losnar um áramótin. Í gær fól stjórn Eflingar-stéttarfélags formanni sínum að kanna grundvöll fyrir samstarfi við VR í komandi kjaraviðræðum. „Ég var í morgun á formannafundi Starfsgreinasambandsins og þar flutti ég þeim fregnir af því að á stjórnarfundi hjá Eflingu í gær var samþykkt einróma ályktun um það að öll félögin innan sambandsins leituðu eftir samstarfi við VR eða félögin innan Landssambands verslunarmanna,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Verði þetta að veruleika mun meginþorri vinnuafls á almennum vinnumarkaði standa saman í komandi kjarabaráttu. Sólveig segir það styrkja stoðir verkalýðshreyfingarinnar. Hún segist vilja sjá lægstu laun alveg skattfrjáls en félögin telja bæði að láglaunafólk beri alltof mikla skattbyrgði á herðum sér. Hluti af sameiginlegum kröfum þeirra er að persónuafsláttur verði hækkaður og að stjórnvöld endurskoði barna- og vaxtabótakerfið. „Ef að við förum fram sameinuð þá er þetta gríðarlega stór og kröftugur hópur. Ég get ekki betur heyrt en að það sé samhljómur í því að sækja sterkt og markvisst fram á ríkisvaldið til að ganga í að lagfæra skattkerfið, bótakerfið, húsnæðsmálin og allt þetta sem brennur helst á okkar félagsmönnum. Ef af þessu verður þá eru líkur okkar á því að ná árangri þeim mun meiri og betri,” segir hún.
Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira