Strákarnir okkar fá tvö tækifæri til að gera eitthvað sem aldrei hefur tekist áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 17:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með íslenska 21 árs landsliðinu í leik á móti Sviss í úrslitakeppni EM U21 í Danmörku sumarið 2011. Sviss vann leikinn 2-0. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í Þjóðadeildinni á morgun á móti Sviss og aðeins þremur dögum síðar er komið að leik á móti Belgíu í Laugardalnum. Srákarnir okkar eru margoft búnir að endurskrifa íslensku fótboltasöguna á síðustu árum meðal annars með því að komast á bæði EM og HM í fyrsta sinn sem og að koma íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í hóp tuttugu bestu landsliða á FIFA-listanum. Á næstu dögum getur íslenska landsliðið enn á ný afrekað eitthvað sem því hefur aldrei tekist áður. Íslenska karlalandsliðið hefur nefnilega aldrei náð að vinna Sviss eða Belgíu hjá A-landsliðum karla. Leikirnir á næstu fjórum dögum verða sextándu og sautjándu tilraunir íslenska karlalandsliðsins við að vinna þessari tvær öflugur knattspyrnuþjóðir.Jóhann Berg Guðmundsson skorar eitt af þremur mörkum sínum í Bern í september 2013.Vísir/EPAÍsland hefur mætt Sviss sex sinnum og eini leikurinn sem tapaðist ekki var ótrúlegur endurkomuleikur í Bern í september 2013. Sviss komst í 4-1 í leiknum en íslensku strákarnir tryggðu sér jafntefli með því að skora þrjú mörk á síðustu 35 mínútunum. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þrennu í leiknum en hann er fjarri góðu gamni núna. Fjórða markið skoraði síðan Kolbeinn Sigþórsson sem er aftur kominn inn í íslenska landsliðshópinn. Hinir fimm leikirnir á móti Sviss hafa allir tapaðst en enginn þeirra þó með meira en tveimur mörkum. Uppskeran er því eitt jafntefli í sex leikjum og markatalan er -8 (5-13). Eina markið sem kom ekki í þessum leik í Bern fyrir fimm árum skoraði Janus Guðlaugsson í 1-2 tapi á Laugardalsvellinum 9. júní 1979.Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu á móti Belgíu í nóvember 2014.Vísir/GettyÁrangurinn á móti Sviss er ekki góður en hann er enn verri á móti Belgíu. Þjóðirnar hafa mæst níu sinnum hjá A-landsliðum karla og Belgar hafa unnið í öll níu skiptin. Síðasti leikur þjóðanna var vináttulandsleikur í Brussel 12. nóvember 2014 en Belgar unnu þann leik 3-1. Alfreð Finnbogason skoraði mark íslenska liðsins í leiknum en hann er frá vegna meiðsla í þessum leik. Mark Alfreðs er eitt af sex íslensku mörkum á móti Belgum en aðrir sem hafa skoraði í landsleik á móti Belgíu eru Þórður Þórðarson (3) og Ríkharður Jónsson (2). Þessi fimm mörk þessara tveggja goðsagna úr fyrsta gullaldarliði Skagamanna komu í tveimur tapleikjum í undankeppni HM 1958, 3-8 og 2-5, sem fóru fram sumarið 1957. Markatalan í leikjunum níu á móti Belgum er -26 (6-32).Íslenska landsliðið er því með 0 sigra, 1 jafntefli og 14 töp í fimmtán landsleikjum sínum við Belgíu og Sviss og markatalan er -34 (11-45). Það sést á þessu að það er fyrir löngu kominn tími að laga þessa tölfræði og vonandi tekst það hjá strákunum okkur um leið og þeir þreyta frumraun sína í Þjóðadeildinni. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í Þjóðadeildinni á morgun á móti Sviss og aðeins þremur dögum síðar er komið að leik á móti Belgíu í Laugardalnum. Srákarnir okkar eru margoft búnir að endurskrifa íslensku fótboltasöguna á síðustu árum meðal annars með því að komast á bæði EM og HM í fyrsta sinn sem og að koma íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í hóp tuttugu bestu landsliða á FIFA-listanum. Á næstu dögum getur íslenska landsliðið enn á ný afrekað eitthvað sem því hefur aldrei tekist áður. Íslenska karlalandsliðið hefur nefnilega aldrei náð að vinna Sviss eða Belgíu hjá A-landsliðum karla. Leikirnir á næstu fjórum dögum verða sextándu og sautjándu tilraunir íslenska karlalandsliðsins við að vinna þessari tvær öflugur knattspyrnuþjóðir.Jóhann Berg Guðmundsson skorar eitt af þremur mörkum sínum í Bern í september 2013.Vísir/EPAÍsland hefur mætt Sviss sex sinnum og eini leikurinn sem tapaðist ekki var ótrúlegur endurkomuleikur í Bern í september 2013. Sviss komst í 4-1 í leiknum en íslensku strákarnir tryggðu sér jafntefli með því að skora þrjú mörk á síðustu 35 mínútunum. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þrennu í leiknum en hann er fjarri góðu gamni núna. Fjórða markið skoraði síðan Kolbeinn Sigþórsson sem er aftur kominn inn í íslenska landsliðshópinn. Hinir fimm leikirnir á móti Sviss hafa allir tapaðst en enginn þeirra þó með meira en tveimur mörkum. Uppskeran er því eitt jafntefli í sex leikjum og markatalan er -8 (5-13). Eina markið sem kom ekki í þessum leik í Bern fyrir fimm árum skoraði Janus Guðlaugsson í 1-2 tapi á Laugardalsvellinum 9. júní 1979.Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu á móti Belgíu í nóvember 2014.Vísir/GettyÁrangurinn á móti Sviss er ekki góður en hann er enn verri á móti Belgíu. Þjóðirnar hafa mæst níu sinnum hjá A-landsliðum karla og Belgar hafa unnið í öll níu skiptin. Síðasti leikur þjóðanna var vináttulandsleikur í Brussel 12. nóvember 2014 en Belgar unnu þann leik 3-1. Alfreð Finnbogason skoraði mark íslenska liðsins í leiknum en hann er frá vegna meiðsla í þessum leik. Mark Alfreðs er eitt af sex íslensku mörkum á móti Belgum en aðrir sem hafa skoraði í landsleik á móti Belgíu eru Þórður Þórðarson (3) og Ríkharður Jónsson (2). Þessi fimm mörk þessara tveggja goðsagna úr fyrsta gullaldarliði Skagamanna komu í tveimur tapleikjum í undankeppni HM 1958, 3-8 og 2-5, sem fóru fram sumarið 1957. Markatalan í leikjunum níu á móti Belgum er -26 (6-32).Íslenska landsliðið er því með 0 sigra, 1 jafntefli og 14 töp í fimmtán landsleikjum sínum við Belgíu og Sviss og markatalan er -34 (11-45). Það sést á þessu að það er fyrir löngu kominn tími að laga þessa tölfræði og vonandi tekst það hjá strákunum okkur um leið og þeir þreyta frumraun sína í Þjóðadeildinni.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjá meira