Ólafía Þórunn með flottan hring í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 14:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er örugg í gegnum niðurskurðinn á Lacoste Ladies Open de France mótinu en það er hluti af LET Evrópumótaröðinni. Bestu íslensku kvenkylfingarnir eru báðar með á mótinu. Ólafía Þórunn lék annan hringinn á 68 höggum eða þremur höggum undir pari. Hún fór fyrsta hringinn á pari í gær og er nú í 16. sæti á þremur höggum undir pari. Mótið fer fram á Golf du Medoc – Chateaux vellinum í suðvestur Frakklandi. Niðurskurðarlínan er núna við +1 og Ólafía Þórunn getur því farið að undirbúa sig fyrir þriðja hringinn á morgun. Ólafía Þórunn fékk fimm fugla og tvo skolla á hringnum í dag. Hún er búin að ná í fugl tvo daga í röð á bæði níundu og fjórtándu holunni en þær eru báðar par fimm holur. Valdís Þóra Jónsdóttir er líka á mótinu og spilaði mun betur en í gær. Hún átti hins vegar litla möguleika að ná niðurskurðinum eftir slæman fyrsta dag. Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á 78 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún fékk sex fugla á hringnum í dag en það var ekki nóg. Það munaði samt litlu hjá Skagakonunni sem var ekki tilbúin að gefast upp. Hún lék á þremur höggum undir pari í dag og endaði því keppni fjórum höggum yfir pari. Það skilar henni í 86. sætið eins og er. Valdís Þóra var í 22. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar fyrir mótið. Mótið í Frakklandi er ellefta mótið hjá Valdísi Þóru á þessu keppnistímabiliu á mótaröðinni. Besti árangur hennar er þriðja sæti. Ólafía Þórunn er með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni samhliða keppnisrétti hennar á LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn er í 100. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Mótið í Frakklandi er þriðja mótið á þessari leiktíð hjá Ólafíu á LET mótaröðinni. Golf Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er örugg í gegnum niðurskurðinn á Lacoste Ladies Open de France mótinu en það er hluti af LET Evrópumótaröðinni. Bestu íslensku kvenkylfingarnir eru báðar með á mótinu. Ólafía Þórunn lék annan hringinn á 68 höggum eða þremur höggum undir pari. Hún fór fyrsta hringinn á pari í gær og er nú í 16. sæti á þremur höggum undir pari. Mótið fer fram á Golf du Medoc – Chateaux vellinum í suðvestur Frakklandi. Niðurskurðarlínan er núna við +1 og Ólafía Þórunn getur því farið að undirbúa sig fyrir þriðja hringinn á morgun. Ólafía Þórunn fékk fimm fugla og tvo skolla á hringnum í dag. Hún er búin að ná í fugl tvo daga í röð á bæði níundu og fjórtándu holunni en þær eru báðar par fimm holur. Valdís Þóra Jónsdóttir er líka á mótinu og spilaði mun betur en í gær. Hún átti hins vegar litla möguleika að ná niðurskurðinum eftir slæman fyrsta dag. Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á 78 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún fékk sex fugla á hringnum í dag en það var ekki nóg. Það munaði samt litlu hjá Skagakonunni sem var ekki tilbúin að gefast upp. Hún lék á þremur höggum undir pari í dag og endaði því keppni fjórum höggum yfir pari. Það skilar henni í 86. sætið eins og er. Valdís Þóra var í 22. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar fyrir mótið. Mótið í Frakklandi er ellefta mótið hjá Valdísi Þóru á þessu keppnistímabiliu á mótaröðinni. Besti árangur hennar er þriðja sæti. Ólafía Þórunn er með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni samhliða keppnisrétti hennar á LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn er í 100. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Mótið í Frakklandi er þriðja mótið á þessari leiktíð hjá Ólafíu á LET mótaröðinni.
Golf Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira