Svona er samband Þjóðadeildarinnar og EM í fótbolta 2020 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 17:45 Íslenska landsliðið hefur komist inn á tvö stórmót í röð. Vísir/Getty Þjóðadeildin hófst í gær og fyrsti leikur íslenska landsliðsins er í Sviss á morgun. Næsta stórmót er hins vegar Evrópumótið árið 2020 þar sem úrslitakeppnin verður spiluð út um alla Evrópu. En hvernig tengjast þessar tvær keppnir? Undankeppni EM 2020 verður með sama sniði og síðustu undankeppnir EM. Liðin verða dregin í tíu riðla með fimm eða sex liðum í hverjum riðli. Efstu tvö liðin í hverjum tryggja sér síðan sæti á EM en hin eru ekki alveg úr leik.24 hours to the UEFA #NationsLeague kicks off! What is it? Let us explain... pic.twitter.com/JcAOPEkQ6P — UEFA Nations League (@UEFAEURO) September 5, 2018Það sem kannski breytist varðandi undankeppnina er að hún verður spiluð á skemmri tíma eða frá mars til nóvember 2019. Eftir undankeppni hafa 20 af 24 liðum tryggt sér sæti á EM 2020 en fjögur sæti eru þá ennþá laus. Hér kemur Þjóðadeildin inn. Allar deildirnar fjórar, A, B, C og D fá eitt sæti á EM hvert. Liðin sem hafa ekki tryggt sig inn á EM fá annað möguleika á EM-sæti í sérstöku umspili á milli þeirra fjögurra efstu liða í hverri deild í Þjóðadeildinni sem eru ekki komin með farseðil á EM. Það er ekkert beint umspil á milli liðanna sem enduðu í þriðja sæti í sínum riðli en þau eru líkleg til að komast í umspilið í gegnum Þjóðadeildina. Sextán þjóðir komast í umspilin um síðustu fjögur sætin, fjögur landslið úr hverri deild.The UEFA #NationsLeague gives smaller associations the chance to be among the elite at @UEFAEURO How does EURO qualifying work? This video explains everything https://t.co/HUNNa5a2Rapic.twitter.com/YYwSzjgBxy — UEFA (@UEFA) September 6, 2018Mistakist íslenska landsliðinu að tryggja sér sæti á EM 2020 í gegnum undankeppnina á næsta ári er nokkuð öruggt að liðið fær sæti í þessu umspili. Mótherjarnir væru þá þær þrjár þjóðir sem eru með bestan árangur af þeim sem eru ekki búnar að tryggja sér EM sætið. Umspilin fara fram í mars 2020 þar sem verða spiluð undanúrslit og svo úrslit og eitt landsliðið úr hverju umspili kemst inn á EM. Það þyðir að eitt landslið úr D-deildinni fær sæti á EM en mjög ólíklegt er þær þjóðir komist í gegnum sjálfa undankeppnina. Færeyingar eiga þannig í fyrsta sinn raunhæfa möguleika á sæti á stórmóti en þeir þurfa þá að hafa betur í þessu umspili á móti þjóðum eins og Aserbaídsjan. Makedóníu, Hvíta-Rússlandi, Georgíu, Armeníu, Lettlandi, Lúxemborg, Kasakstan, Moldóvu, Liechtenstein, Möltu, Andorra. Kósóvó, San Marínó eða Gíbraltar. Það má í raun líta á umspil Þjóðadeildarinnar sem einhvers konar öryggisventil fyrir þær þjóðir í A-deild og B-deild sem komast ekki í gegnum undankeppnina og svo nýtt óvænt tækifæri fyrir lið úr C-deild og D-deild til að komast inn á stórmót. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem skýrir þetta enn frekar. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira
Þjóðadeildin hófst í gær og fyrsti leikur íslenska landsliðsins er í Sviss á morgun. Næsta stórmót er hins vegar Evrópumótið árið 2020 þar sem úrslitakeppnin verður spiluð út um alla Evrópu. En hvernig tengjast þessar tvær keppnir? Undankeppni EM 2020 verður með sama sniði og síðustu undankeppnir EM. Liðin verða dregin í tíu riðla með fimm eða sex liðum í hverjum riðli. Efstu tvö liðin í hverjum tryggja sér síðan sæti á EM en hin eru ekki alveg úr leik.24 hours to the UEFA #NationsLeague kicks off! What is it? Let us explain... pic.twitter.com/JcAOPEkQ6P — UEFA Nations League (@UEFAEURO) September 5, 2018Það sem kannski breytist varðandi undankeppnina er að hún verður spiluð á skemmri tíma eða frá mars til nóvember 2019. Eftir undankeppni hafa 20 af 24 liðum tryggt sér sæti á EM 2020 en fjögur sæti eru þá ennþá laus. Hér kemur Þjóðadeildin inn. Allar deildirnar fjórar, A, B, C og D fá eitt sæti á EM hvert. Liðin sem hafa ekki tryggt sig inn á EM fá annað möguleika á EM-sæti í sérstöku umspili á milli þeirra fjögurra efstu liða í hverri deild í Þjóðadeildinni sem eru ekki komin með farseðil á EM. Það er ekkert beint umspil á milli liðanna sem enduðu í þriðja sæti í sínum riðli en þau eru líkleg til að komast í umspilið í gegnum Þjóðadeildina. Sextán þjóðir komast í umspilin um síðustu fjögur sætin, fjögur landslið úr hverri deild.The UEFA #NationsLeague gives smaller associations the chance to be among the elite at @UEFAEURO How does EURO qualifying work? This video explains everything https://t.co/HUNNa5a2Rapic.twitter.com/YYwSzjgBxy — UEFA (@UEFA) September 6, 2018Mistakist íslenska landsliðinu að tryggja sér sæti á EM 2020 í gegnum undankeppnina á næsta ári er nokkuð öruggt að liðið fær sæti í þessu umspili. Mótherjarnir væru þá þær þrjár þjóðir sem eru með bestan árangur af þeim sem eru ekki búnar að tryggja sér EM sætið. Umspilin fara fram í mars 2020 þar sem verða spiluð undanúrslit og svo úrslit og eitt landsliðið úr hverju umspili kemst inn á EM. Það þyðir að eitt landslið úr D-deildinni fær sæti á EM en mjög ólíklegt er þær þjóðir komist í gegnum sjálfa undankeppnina. Færeyingar eiga þannig í fyrsta sinn raunhæfa möguleika á sæti á stórmóti en þeir þurfa þá að hafa betur í þessu umspili á móti þjóðum eins og Aserbaídsjan. Makedóníu, Hvíta-Rússlandi, Georgíu, Armeníu, Lettlandi, Lúxemborg, Kasakstan, Moldóvu, Liechtenstein, Möltu, Andorra. Kósóvó, San Marínó eða Gíbraltar. Það má í raun líta á umspil Þjóðadeildarinnar sem einhvers konar öryggisventil fyrir þær þjóðir í A-deild og B-deild sem komast ekki í gegnum undankeppnina og svo nýtt óvænt tækifæri fyrir lið úr C-deild og D-deild til að komast inn á stórmót. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem skýrir þetta enn frekar.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira