Ari Freyr er klár í slaginn gegn Sviss Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. september 2018 06:00 Ari Freyr Skúlason gæti byrjað leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hann hefur ekkert fengið að spila með sínu félagsliði undan farið. Ísland mætir Sviss ytra í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni. Landsliðið hefur verið við æfingar í Austurríki í vikunni. „Þetta er spennandi verkefni. Mjög erfitt en við erum búnir að vinna okkur þetta inn á síðustu árum og ég vil frekar spila þessa leiki heldur en fara inn í einhverja æfingaleiki,“ sagði Ari við Guðmund Benediktsson á æfingu landsliðsins í gær. „Við höfum ekki unnið þá marga síðustu árin svo ég kýs þetta frekar.“ Ari er á mála hjá belgíska liðinu Lokeren en hann hefur ekki fengið mikið að spila undan farið. „Ég er ekki búinn að fá mínútur í síðustu leikjum sem er mjög skrítið. Ég hef ekki verið í þessari stöðu í nokkur ár og er nýtt fyrir mér. En fótboltinn er svona og maður þarf bara að berjast.“ Ari á æfingu með landsliðinu í gærvísir/arnarHörður Björgvin Magnússon tók sæti Ara í stöðu vinstri bakvarðar í landsliðinu síðustu misseri en miðað við æfingar liðsins í þessari viku má ætla að Ari gæti byrjað leikinn gegn Sviss á laugardag. „Ég vona það. Ég fer í hvert einasta landsliðsverkefni með þá hugsun að byrja leikinn en svo er það undir þjálfurunum komið hvern þeir velja.“ „Vonandi, ég er klár í slaginn og gíra mig þannig upp.“ Leikurinn á laugardaginn er sá fyrsti undir stjórn Svíans Erik Hamrén sem tók við liðinu fyrir mánuði síðan. „Það er skrítið ef við förum að breyta öllu kerfinu en við höldum í það góða og gott að fá ferskleika inn í þetta og aðeins nýja taktík.“ „Ég þekkti hann ekki neitt en fylgdist með sænska landsliðinu og vissi aðeins hvað hann hafði gert með sínum liðu.“ Aðspurður hvað Ísland þurfi að gera til þess að ná í sigur í þessum leik gegn Sviss var svar Ara einfalt „Vinna.“ „Við viljum vinna alla leiki en við þurfum að halda okkar skipulagi og sýna hversu góðir við erum. Við vorum ekki í okkar besta formi á HM.“ „Við trúum á okkur og vitum nákvæmlega hvað við getum gert. Það verður mjög spennandi að sjá hvað við gerum með nýja þjálfaranum og hvernig hann virkar.“ „Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Ari Freyr Skúlason. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjá meira
Ari Freyr Skúlason gæti byrjað leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hann hefur ekkert fengið að spila með sínu félagsliði undan farið. Ísland mætir Sviss ytra í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni. Landsliðið hefur verið við æfingar í Austurríki í vikunni. „Þetta er spennandi verkefni. Mjög erfitt en við erum búnir að vinna okkur þetta inn á síðustu árum og ég vil frekar spila þessa leiki heldur en fara inn í einhverja æfingaleiki,“ sagði Ari við Guðmund Benediktsson á æfingu landsliðsins í gær. „Við höfum ekki unnið þá marga síðustu árin svo ég kýs þetta frekar.“ Ari er á mála hjá belgíska liðinu Lokeren en hann hefur ekki fengið mikið að spila undan farið. „Ég er ekki búinn að fá mínútur í síðustu leikjum sem er mjög skrítið. Ég hef ekki verið í þessari stöðu í nokkur ár og er nýtt fyrir mér. En fótboltinn er svona og maður þarf bara að berjast.“ Ari á æfingu með landsliðinu í gærvísir/arnarHörður Björgvin Magnússon tók sæti Ara í stöðu vinstri bakvarðar í landsliðinu síðustu misseri en miðað við æfingar liðsins í þessari viku má ætla að Ari gæti byrjað leikinn gegn Sviss á laugardag. „Ég vona það. Ég fer í hvert einasta landsliðsverkefni með þá hugsun að byrja leikinn en svo er það undir þjálfurunum komið hvern þeir velja.“ „Vonandi, ég er klár í slaginn og gíra mig þannig upp.“ Leikurinn á laugardaginn er sá fyrsti undir stjórn Svíans Erik Hamrén sem tók við liðinu fyrir mánuði síðan. „Það er skrítið ef við förum að breyta öllu kerfinu en við höldum í það góða og gott að fá ferskleika inn í þetta og aðeins nýja taktík.“ „Ég þekkti hann ekki neitt en fylgdist með sænska landsliðinu og vissi aðeins hvað hann hafði gert með sínum liðu.“ Aðspurður hvað Ísland þurfi að gera til þess að ná í sigur í þessum leik gegn Sviss var svar Ara einfalt „Vinna.“ „Við viljum vinna alla leiki en við þurfum að halda okkar skipulagi og sýna hversu góðir við erum. Við vorum ekki í okkar besta formi á HM.“ „Við trúum á okkur og vitum nákvæmlega hvað við getum gert. Það verður mjög spennandi að sjá hvað við gerum með nýja þjálfaranum og hvernig hann virkar.“ „Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Ari Freyr Skúlason.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjá meira