Advania frestar skráningu á markað Helgi Vífill Júlíusson skrifar 7. september 2018 07:00 VIA equity, fjárfestingarsjóður í Norður-Evrópu, og PFA, stærsti lífeyrissjóður Danmerkur, hafa eignast 30 prósenta hlut í Advania. Fréttablaðið/Ernir Forsvarsmenn Advania hafa slegið því á frest að skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað í Svíþjóð í kjölfar hlutafjáraukningar hjá fyrirtækinu. Við hana var þeim fjárhagslegum markmiðum náð sem stefnt var að með skráningu. Fyrirtækið, sem er með 1.300 starfsmenn, hyggur á mikinn vöxt, að minnsta kosti tvöföldun á fáeinum árum, til að geta betur keppt á Norðurlöndunum. Ekki hafði verið horft til íslenska hlutabréfamarkaðarins um nokkurt skeið vegna smæðar hans. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eignuðust VIA equity, leiðandi fjárfestingarsjóður í Norður-Evrópu, og PFA, stærsti lífeyrissjóður Danmerkur, 30 prósenta hlut í Advania á þriðjudag. Samkvæmt heimildum blaðsins keyptu sjóðirnir hlutabréf af hluthöfum og lögðu fram aukið hlutafé. „Skráning á hlutabréfamarkað er einn af þeim valmöguleikum sem eigendur Advania hafa ávallt litið til, til að efla fjárhagslegan styrk fyrirtækisins og nýta hann til að halda áfram að vaxa. Með tilkomu VIA equity og PFA hefur dregið úr líkunum á að af skráningu á markað verði á næstu misserum,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, í samtali við Fréttablaðið. Framtakssjóður Íslands eignaðist 71 prósents hlut í Advania í kjölfar bankahrunsins. Á árunum 2014 og 2015 eignaðist fámennur hópur norrænna fjárfesta með reynslu og þekkingu á upplýsingatæknigeiranum á Norðurlöndum meirihluta í félaginu og lagði því til um tvo milljarða króna í aukið hlutafé. Við það tækifæri var tilkynnt að stefnt yrði að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað í Svíþjóð og á Íslandi.Breidd og dýpt Spurður hve hratt sé stefnt á að vaxa á næstu árum bendir hann á að þörfin fyrir upplýsingatækni verði æ meiri í viðskiptalífinu. „Tvennt skiptir sköpum í rekstri upplýsingatæknifyrirtækja. Annars vegar þarf að hafa nægjanlega breidd til að þjóna þörfum viðskiptavina. Þeir vilja almennt skipta við sama fyrirtækið. Hins vegar er upplýsingatækni orðin svo flókin viðfangs að það þarf að hafa yfir að ráða djúpri þekkingu á henni. Til að geta boðið breidd og dýpt þarf Advania að stækka. Fyrirtækin sem við erum að keppa við eru með 15-70 þúsund starfsmenn. Við erum afar smátt fyrirtæki í þeim samanburði, á Íslandi eru 730 starfsmenn og 1.300 í heildina,“ segir hann. Velta Advania í Svíþjóð var um 24 milljarðar króna í fyrra og markaðshlutdeildin einungis 1 prósent. Hann telur því möguleikana mikla en velta á því hve vel verði haldið á spilunum. Ljóst er þó að stefnt sé að örum vexti.Horft til Norðurlanda Horft verði til kaupa á tæknifyrirtækjum á Norðurlöndunum en þar sé mikið af keppinautum sem þurfi að vaxa. „Mörg fyrirtæki þurfa að verða breiðari og dýpri eins og við,“ segir Gestur. Hann horfir til fyrirtækja með góð stjórnendateymi og ánægða viðskiptavini sem gætu eflt Advania. Ekki sé horft á einhverjar syllur umfram aðrar. Frá árinu 2012 til ársins 2017 jókst veltan um 43 prósent eða um 10,5 milljarða króna en hún var um 35 milljarðar króna í fyrra. Að sögn Gests má telja innri vöxt fyrirtækisins í tveggja stafa tölum. Starfsmönnum á Íslandi hefur fjölgað um 260 frá 2012 til dagsins í dag, eftir að tilkynnt var um yfirtöku á Wise, og eru þeir nú 730. Um 60 prósent veltunnar má rekja til Svíþjóðar, 30 prósent til Íslands og það sem eftir stendur til Noregs. „Starfsemi okkar er lítil í Danmörku,“ segir hann. Advania samanstendur af 14 fyrirtækjum sem hafa sameinast, þar af átta íslenskum. Það liggur í hlutarins eðli að fleiri samrunar hafa átt sér stað á Íslandi því þau fyrirtæki eru smærri en á hinum Norðurlöndunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Forsvarsmenn Advania hafa slegið því á frest að skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað í Svíþjóð í kjölfar hlutafjáraukningar hjá fyrirtækinu. Við hana var þeim fjárhagslegum markmiðum náð sem stefnt var að með skráningu. Fyrirtækið, sem er með 1.300 starfsmenn, hyggur á mikinn vöxt, að minnsta kosti tvöföldun á fáeinum árum, til að geta betur keppt á Norðurlöndunum. Ekki hafði verið horft til íslenska hlutabréfamarkaðarins um nokkurt skeið vegna smæðar hans. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eignuðust VIA equity, leiðandi fjárfestingarsjóður í Norður-Evrópu, og PFA, stærsti lífeyrissjóður Danmerkur, 30 prósenta hlut í Advania á þriðjudag. Samkvæmt heimildum blaðsins keyptu sjóðirnir hlutabréf af hluthöfum og lögðu fram aukið hlutafé. „Skráning á hlutabréfamarkað er einn af þeim valmöguleikum sem eigendur Advania hafa ávallt litið til, til að efla fjárhagslegan styrk fyrirtækisins og nýta hann til að halda áfram að vaxa. Með tilkomu VIA equity og PFA hefur dregið úr líkunum á að af skráningu á markað verði á næstu misserum,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, í samtali við Fréttablaðið. Framtakssjóður Íslands eignaðist 71 prósents hlut í Advania í kjölfar bankahrunsins. Á árunum 2014 og 2015 eignaðist fámennur hópur norrænna fjárfesta með reynslu og þekkingu á upplýsingatæknigeiranum á Norðurlöndum meirihluta í félaginu og lagði því til um tvo milljarða króna í aukið hlutafé. Við það tækifæri var tilkynnt að stefnt yrði að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað í Svíþjóð og á Íslandi.Breidd og dýpt Spurður hve hratt sé stefnt á að vaxa á næstu árum bendir hann á að þörfin fyrir upplýsingatækni verði æ meiri í viðskiptalífinu. „Tvennt skiptir sköpum í rekstri upplýsingatæknifyrirtækja. Annars vegar þarf að hafa nægjanlega breidd til að þjóna þörfum viðskiptavina. Þeir vilja almennt skipta við sama fyrirtækið. Hins vegar er upplýsingatækni orðin svo flókin viðfangs að það þarf að hafa yfir að ráða djúpri þekkingu á henni. Til að geta boðið breidd og dýpt þarf Advania að stækka. Fyrirtækin sem við erum að keppa við eru með 15-70 þúsund starfsmenn. Við erum afar smátt fyrirtæki í þeim samanburði, á Íslandi eru 730 starfsmenn og 1.300 í heildina,“ segir hann. Velta Advania í Svíþjóð var um 24 milljarðar króna í fyrra og markaðshlutdeildin einungis 1 prósent. Hann telur því möguleikana mikla en velta á því hve vel verði haldið á spilunum. Ljóst er þó að stefnt sé að örum vexti.Horft til Norðurlanda Horft verði til kaupa á tæknifyrirtækjum á Norðurlöndunum en þar sé mikið af keppinautum sem þurfi að vaxa. „Mörg fyrirtæki þurfa að verða breiðari og dýpri eins og við,“ segir Gestur. Hann horfir til fyrirtækja með góð stjórnendateymi og ánægða viðskiptavini sem gætu eflt Advania. Ekki sé horft á einhverjar syllur umfram aðrar. Frá árinu 2012 til ársins 2017 jókst veltan um 43 prósent eða um 10,5 milljarða króna en hún var um 35 milljarðar króna í fyrra. Að sögn Gests má telja innri vöxt fyrirtækisins í tveggja stafa tölum. Starfsmönnum á Íslandi hefur fjölgað um 260 frá 2012 til dagsins í dag, eftir að tilkynnt var um yfirtöku á Wise, og eru þeir nú 730. Um 60 prósent veltunnar má rekja til Svíþjóðar, 30 prósent til Íslands og það sem eftir stendur til Noregs. „Starfsemi okkar er lítil í Danmörku,“ segir hann. Advania samanstendur af 14 fyrirtækjum sem hafa sameinast, þar af átta íslenskum. Það liggur í hlutarins eðli að fleiri samrunar hafa átt sér stað á Íslandi því þau fyrirtæki eru smærri en á hinum Norðurlöndunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira