Burberry hættir að brenna óseld föt Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2018 10:22 Burberry-föt fara ekki framhjá neinum, vísir/getty Breski tískuvöruframleiðandinn Burberry mun hætta að brenna óseldar flíkur sínar. Frá þessu greinir Burberry í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi út í dag en þar kemur fram að ákvörðunin hafi þegar tekið gildi. Þar að auki muni fyrirtækið hætta að nota dýraafurðir í vörur sínar og mun á næstu misserum reyna að fækka loðfeldum Burberry, sem nú þegar eru komnir í notkun. Hvernig fyrirtækið hyggst gera það fylgir þó ekki sögunni. Fram til þessa hefur Burberry notað kanínu-, refa, minka- og þvottabjarnafeld í margar vörur fyrirtækisins. Feldurinn verður framvegis bannaður hjá Burberry, sem og angóraull. Ætla má að ákvörðun fyrirtækisins sé svar við gagnrýni sem Burberry sætti eftir útgáfu síðasta uppgjörs fyrirtækisins. Í uppgjörinu kom fram að Burberry hafi árið 2017 fargað óseldum fötum, fylgihlutum og ilmvötnum sem metin voru á 28,6 milljónir punda, rúma 4 milljarða króna. Burberry sagði að árið í fyrra hafi verið frávik, fyrirtækið hafi þurft að farga óvenjulega miklu ilmvatni árið 2017 eftir að hafa undirritað nýjan samning við bandaríska ilmvatnsframleiðandann Cody. Fyrirtækið fargi þar að auki óseldum fötum til að koma í veg fyrir að þau séu seld aftur á svörtum markaði - sem gæti hafi í för með sér álitshnekki fyrir Burberry að mati fyrirtæksins. Umhverfisverndarsamtökum þóttu þessar skýringar þó duga skammt og kölluðu eftir því að Burberry léti af iðju sinni. Nú hefur þeim orðið kápan úr því klæðinu og fagnar talsmaður náttúruverndarsamtakanna Greenpeace ákvörðun Burberry í samtali við breska ríkisútvarpið. Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breski tískuvöruframleiðandinn Burberry mun hætta að brenna óseldar flíkur sínar. Frá þessu greinir Burberry í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi út í dag en þar kemur fram að ákvörðunin hafi þegar tekið gildi. Þar að auki muni fyrirtækið hætta að nota dýraafurðir í vörur sínar og mun á næstu misserum reyna að fækka loðfeldum Burberry, sem nú þegar eru komnir í notkun. Hvernig fyrirtækið hyggst gera það fylgir þó ekki sögunni. Fram til þessa hefur Burberry notað kanínu-, refa, minka- og þvottabjarnafeld í margar vörur fyrirtækisins. Feldurinn verður framvegis bannaður hjá Burberry, sem og angóraull. Ætla má að ákvörðun fyrirtækisins sé svar við gagnrýni sem Burberry sætti eftir útgáfu síðasta uppgjörs fyrirtækisins. Í uppgjörinu kom fram að Burberry hafi árið 2017 fargað óseldum fötum, fylgihlutum og ilmvötnum sem metin voru á 28,6 milljónir punda, rúma 4 milljarða króna. Burberry sagði að árið í fyrra hafi verið frávik, fyrirtækið hafi þurft að farga óvenjulega miklu ilmvatni árið 2017 eftir að hafa undirritað nýjan samning við bandaríska ilmvatnsframleiðandann Cody. Fyrirtækið fargi þar að auki óseldum fötum til að koma í veg fyrir að þau séu seld aftur á svörtum markaði - sem gæti hafi í för með sér álitshnekki fyrir Burberry að mati fyrirtæksins. Umhverfisverndarsamtökum þóttu þessar skýringar þó duga skammt og kölluðu eftir því að Burberry léti af iðju sinni. Nú hefur þeim orðið kápan úr því klæðinu og fagnar talsmaður náttúruverndarsamtakanna Greenpeace ákvörðun Burberry í samtali við breska ríkisútvarpið.
Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira