Kóreskur leikjaframleiðandi kaupir CCP á 46 milljarða króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2018 08:52 CCP var stofnað árið 1997. Fyrirtækið gefur út leikinn EVE Online sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Kóreski leikjaframleiðandinn Pearl Abyss hefur keypt íslenska tölvuleikjaframleiðandann CCP. Kaupverðið nemur alls 425 milljónum dala sem samsvarar um 46 milljörðum íslenskra króna. Í tilkynningu vegna sölunnar kemur fram að samkvæmt samningnum sem fyrirtækið hafa undirritað mun CCP áfram starfa sem sjálfstæð heild og halda óbreyttum rekstri í Reykjavík, London og Sjanghæ. CCP var stofnað árið 1997. Fyrirtækið gefur út leikinn EVE Online sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Pearl Abyss var stofnað árið 2010 og gefur meðal annars út leikinn Black Desert Online. „Frá því að Pearl Abyss var skráð á hlutabréfamarkað árið 2017 hefur fyrirtækið unnið markvisst að því að kaupa alþjóðlega leikjafyrirtæki á borð við CCP til að vaxa enn hraðar á heimsvísu. Verðmæti fyrirtækisins við síðustu viðskipti í kóresku kauphöllinni var jafnvirði ríflega 300 milljarða íslenskra króna. Pearl Abyss sló tekjumet á fyrri helmingi þessa árs þegar farsímaútgáfa Black Desert Mobile kom út í Kóreu,“ segir í tilkynningu vegna kaupanna. Þar er jafnframt haft eftir Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP, að hann hafi verið aðdáandi Pearl Abyss allt frá því að hann skoðaði Black Desert Online vefsíðuna fyrst. Í kjölfarið hafi hann spilað leikinn oft og mörgum sinnum. „Pearl Abyss er eitt mest spennandi og hraðvaxandi fyrirtækið í leikjaiðnaðnum í dag. Það hefur margt nýtt fram að færa hvað varðar tækni, getu og framtíðarsýn. Ég held að fyrirtækin geti lært mikið hvort af öðru. Við erum spennt að taka saman höndum með þeim og ná nýjum hæðum með bæði fyrirtækin, leikina sem við þróum og - það sem mestu skiptir – spilarana okkar,“ segir Hilmar Veigar. Tengdar fréttir Geimpáfinn sjálfur gaf tvo leikmenn saman á EVE Fanfest Charles White er starfsmaður geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, en hann byrjaði að spila EVE-tölvuleikinn árið 2008. 13. apríl 2018 19:26 Rannsókn á samfélagi EVE Online spilara Heimildarmyndin Even Asteroids are not alone er fyrsta mynd Jóns Bjarka Magnússonar en hann gerði hana sem hluta af meistaranámi sínu í sjónrænni mannfræði. 8. maí 2018 06:00 Yfirframleiðandi segir skilið við CCP Andie Nordgren, yfirframleiðandi geimtölvuleiksins EVE Online, hefur ákveðið að segja skilið við CCP. Uppsögn hennar tekur gildi í júní. 27. apríl 2018 09:18 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Kóreski leikjaframleiðandinn Pearl Abyss hefur keypt íslenska tölvuleikjaframleiðandann CCP. Kaupverðið nemur alls 425 milljónum dala sem samsvarar um 46 milljörðum íslenskra króna. Í tilkynningu vegna sölunnar kemur fram að samkvæmt samningnum sem fyrirtækið hafa undirritað mun CCP áfram starfa sem sjálfstæð heild og halda óbreyttum rekstri í Reykjavík, London og Sjanghæ. CCP var stofnað árið 1997. Fyrirtækið gefur út leikinn EVE Online sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Pearl Abyss var stofnað árið 2010 og gefur meðal annars út leikinn Black Desert Online. „Frá því að Pearl Abyss var skráð á hlutabréfamarkað árið 2017 hefur fyrirtækið unnið markvisst að því að kaupa alþjóðlega leikjafyrirtæki á borð við CCP til að vaxa enn hraðar á heimsvísu. Verðmæti fyrirtækisins við síðustu viðskipti í kóresku kauphöllinni var jafnvirði ríflega 300 milljarða íslenskra króna. Pearl Abyss sló tekjumet á fyrri helmingi þessa árs þegar farsímaútgáfa Black Desert Mobile kom út í Kóreu,“ segir í tilkynningu vegna kaupanna. Þar er jafnframt haft eftir Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP, að hann hafi verið aðdáandi Pearl Abyss allt frá því að hann skoðaði Black Desert Online vefsíðuna fyrst. Í kjölfarið hafi hann spilað leikinn oft og mörgum sinnum. „Pearl Abyss er eitt mest spennandi og hraðvaxandi fyrirtækið í leikjaiðnaðnum í dag. Það hefur margt nýtt fram að færa hvað varðar tækni, getu og framtíðarsýn. Ég held að fyrirtækin geti lært mikið hvort af öðru. Við erum spennt að taka saman höndum með þeim og ná nýjum hæðum með bæði fyrirtækin, leikina sem við þróum og - það sem mestu skiptir – spilarana okkar,“ segir Hilmar Veigar.
Tengdar fréttir Geimpáfinn sjálfur gaf tvo leikmenn saman á EVE Fanfest Charles White er starfsmaður geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, en hann byrjaði að spila EVE-tölvuleikinn árið 2008. 13. apríl 2018 19:26 Rannsókn á samfélagi EVE Online spilara Heimildarmyndin Even Asteroids are not alone er fyrsta mynd Jóns Bjarka Magnússonar en hann gerði hana sem hluta af meistaranámi sínu í sjónrænni mannfræði. 8. maí 2018 06:00 Yfirframleiðandi segir skilið við CCP Andie Nordgren, yfirframleiðandi geimtölvuleiksins EVE Online, hefur ákveðið að segja skilið við CCP. Uppsögn hennar tekur gildi í júní. 27. apríl 2018 09:18 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Geimpáfinn sjálfur gaf tvo leikmenn saman á EVE Fanfest Charles White er starfsmaður geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, en hann byrjaði að spila EVE-tölvuleikinn árið 2008. 13. apríl 2018 19:26
Rannsókn á samfélagi EVE Online spilara Heimildarmyndin Even Asteroids are not alone er fyrsta mynd Jóns Bjarka Magnússonar en hann gerði hana sem hluta af meistaranámi sínu í sjónrænni mannfræði. 8. maí 2018 06:00
Yfirframleiðandi segir skilið við CCP Andie Nordgren, yfirframleiðandi geimtölvuleiksins EVE Online, hefur ákveðið að segja skilið við CCP. Uppsögn hennar tekur gildi í júní. 27. apríl 2018 09:18