Kóreskur leikjaframleiðandi kaupir CCP á 46 milljarða króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2018 08:52 CCP var stofnað árið 1997. Fyrirtækið gefur út leikinn EVE Online sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Kóreski leikjaframleiðandinn Pearl Abyss hefur keypt íslenska tölvuleikjaframleiðandann CCP. Kaupverðið nemur alls 425 milljónum dala sem samsvarar um 46 milljörðum íslenskra króna. Í tilkynningu vegna sölunnar kemur fram að samkvæmt samningnum sem fyrirtækið hafa undirritað mun CCP áfram starfa sem sjálfstæð heild og halda óbreyttum rekstri í Reykjavík, London og Sjanghæ. CCP var stofnað árið 1997. Fyrirtækið gefur út leikinn EVE Online sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Pearl Abyss var stofnað árið 2010 og gefur meðal annars út leikinn Black Desert Online. „Frá því að Pearl Abyss var skráð á hlutabréfamarkað árið 2017 hefur fyrirtækið unnið markvisst að því að kaupa alþjóðlega leikjafyrirtæki á borð við CCP til að vaxa enn hraðar á heimsvísu. Verðmæti fyrirtækisins við síðustu viðskipti í kóresku kauphöllinni var jafnvirði ríflega 300 milljarða íslenskra króna. Pearl Abyss sló tekjumet á fyrri helmingi þessa árs þegar farsímaútgáfa Black Desert Mobile kom út í Kóreu,“ segir í tilkynningu vegna kaupanna. Þar er jafnframt haft eftir Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP, að hann hafi verið aðdáandi Pearl Abyss allt frá því að hann skoðaði Black Desert Online vefsíðuna fyrst. Í kjölfarið hafi hann spilað leikinn oft og mörgum sinnum. „Pearl Abyss er eitt mest spennandi og hraðvaxandi fyrirtækið í leikjaiðnaðnum í dag. Það hefur margt nýtt fram að færa hvað varðar tækni, getu og framtíðarsýn. Ég held að fyrirtækin geti lært mikið hvort af öðru. Við erum spennt að taka saman höndum með þeim og ná nýjum hæðum með bæði fyrirtækin, leikina sem við þróum og - það sem mestu skiptir – spilarana okkar,“ segir Hilmar Veigar. Tengdar fréttir Geimpáfinn sjálfur gaf tvo leikmenn saman á EVE Fanfest Charles White er starfsmaður geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, en hann byrjaði að spila EVE-tölvuleikinn árið 2008. 13. apríl 2018 19:26 Rannsókn á samfélagi EVE Online spilara Heimildarmyndin Even Asteroids are not alone er fyrsta mynd Jóns Bjarka Magnússonar en hann gerði hana sem hluta af meistaranámi sínu í sjónrænni mannfræði. 8. maí 2018 06:00 Yfirframleiðandi segir skilið við CCP Andie Nordgren, yfirframleiðandi geimtölvuleiksins EVE Online, hefur ákveðið að segja skilið við CCP. Uppsögn hennar tekur gildi í júní. 27. apríl 2018 09:18 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Kóreski leikjaframleiðandinn Pearl Abyss hefur keypt íslenska tölvuleikjaframleiðandann CCP. Kaupverðið nemur alls 425 milljónum dala sem samsvarar um 46 milljörðum íslenskra króna. Í tilkynningu vegna sölunnar kemur fram að samkvæmt samningnum sem fyrirtækið hafa undirritað mun CCP áfram starfa sem sjálfstæð heild og halda óbreyttum rekstri í Reykjavík, London og Sjanghæ. CCP var stofnað árið 1997. Fyrirtækið gefur út leikinn EVE Online sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Pearl Abyss var stofnað árið 2010 og gefur meðal annars út leikinn Black Desert Online. „Frá því að Pearl Abyss var skráð á hlutabréfamarkað árið 2017 hefur fyrirtækið unnið markvisst að því að kaupa alþjóðlega leikjafyrirtæki á borð við CCP til að vaxa enn hraðar á heimsvísu. Verðmæti fyrirtækisins við síðustu viðskipti í kóresku kauphöllinni var jafnvirði ríflega 300 milljarða íslenskra króna. Pearl Abyss sló tekjumet á fyrri helmingi þessa árs þegar farsímaútgáfa Black Desert Mobile kom út í Kóreu,“ segir í tilkynningu vegna kaupanna. Þar er jafnframt haft eftir Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP, að hann hafi verið aðdáandi Pearl Abyss allt frá því að hann skoðaði Black Desert Online vefsíðuna fyrst. Í kjölfarið hafi hann spilað leikinn oft og mörgum sinnum. „Pearl Abyss er eitt mest spennandi og hraðvaxandi fyrirtækið í leikjaiðnaðnum í dag. Það hefur margt nýtt fram að færa hvað varðar tækni, getu og framtíðarsýn. Ég held að fyrirtækin geti lært mikið hvort af öðru. Við erum spennt að taka saman höndum með þeim og ná nýjum hæðum með bæði fyrirtækin, leikina sem við þróum og - það sem mestu skiptir – spilarana okkar,“ segir Hilmar Veigar.
Tengdar fréttir Geimpáfinn sjálfur gaf tvo leikmenn saman á EVE Fanfest Charles White er starfsmaður geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, en hann byrjaði að spila EVE-tölvuleikinn árið 2008. 13. apríl 2018 19:26 Rannsókn á samfélagi EVE Online spilara Heimildarmyndin Even Asteroids are not alone er fyrsta mynd Jóns Bjarka Magnússonar en hann gerði hana sem hluta af meistaranámi sínu í sjónrænni mannfræði. 8. maí 2018 06:00 Yfirframleiðandi segir skilið við CCP Andie Nordgren, yfirframleiðandi geimtölvuleiksins EVE Online, hefur ákveðið að segja skilið við CCP. Uppsögn hennar tekur gildi í júní. 27. apríl 2018 09:18 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Geimpáfinn sjálfur gaf tvo leikmenn saman á EVE Fanfest Charles White er starfsmaður geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, en hann byrjaði að spila EVE-tölvuleikinn árið 2008. 13. apríl 2018 19:26
Rannsókn á samfélagi EVE Online spilara Heimildarmyndin Even Asteroids are not alone er fyrsta mynd Jóns Bjarka Magnússonar en hann gerði hana sem hluta af meistaranámi sínu í sjónrænni mannfræði. 8. maí 2018 06:00
Yfirframleiðandi segir skilið við CCP Andie Nordgren, yfirframleiðandi geimtölvuleiksins EVE Online, hefur ákveðið að segja skilið við CCP. Uppsögn hennar tekur gildi í júní. 27. apríl 2018 09:18