Kanadískt félag kaupir Green Energy Iceland Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. september 2018 07:00 Green Energy Geothermal vinnur að endurnýjun vélbúnaðar í gömlu gufustöðinni í Bjarnarflagi. Framkvæmdir hófust í mars. Ljósmynd/Landsvirkjun Kanadíska fjárfestingarfélagið Energy Co-Invest Global hefur gengið frá kaupum á helstu eignum orkufyrirtækisins Green Energy Geothermal (GEG), þar á meðal Green Energy Iceland. Nýr eigandi hyggst sameina alla starfsemi GEG á heimsvísu í nýjum höfuðstöðvum í Reykjavík. GEG, sem var stofnað árið 2008 af íslenskum verkfræðingum í samvinnu við norska fjárfesta, sérhæfir sig í framleiðslu lítilla og meðalstórra jarðvarmavirkjana en félagið vinnur um þessar mundir að endurnýjun gömlu gufustöðvar Landsvirkjunar í Bjarnarflagi og hefur á síðustu árum reist fjölmargar jarðvarmavirkjanir í Kenía. Til viðbótar starfar félagið í Asíu, Karíbahafinu og Rómönsku-Ameríku. Ekki er vitað hvert kaupverðið er. Green Energy Iceland tapaði 74,5 milljónum króna á síðasta ári en fram kemur í ársreikningi félagsins að nokkur óvissa hafi ríkt um verkefnastöðu samstæðunnar, sem er bresk, og þar af leiðandi rekstrarhæfi dótturfélagsins. Þó er tekið fram að greiðsluhæfi félagsins verði tryggt í nánustu framtíð. Er rakið í ársreikningnum að frá því í desember árið 2016 hafi hlutafé móðurfélagsins, GEG, verið aukið um 3,3 milljónir punda, jafnvirði 465 milljóna króna, í því augnamiði að standa við samninga félagsins, þar með talið við Landsvirkjun, og afla nýrra samninga. Þá skrifaði Green Energy Iceland undir samning við fjárfesta í apríl um stofnun þróunarfélags sem hyggst reisa 110 megavatta jarðvarmavirkjun í Indónesíu. Áætlað er að fjárfesting félagsins í verkefninu verði um 11 milljónir dala. 24 manns störfuðu hjá Green Energy Iceland í fyrra en tækni- og rannsóknarsvið samstæðunnar hafa verið til húsa hér á landi allt frá stofnun. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Sjá meira
Kanadíska fjárfestingarfélagið Energy Co-Invest Global hefur gengið frá kaupum á helstu eignum orkufyrirtækisins Green Energy Geothermal (GEG), þar á meðal Green Energy Iceland. Nýr eigandi hyggst sameina alla starfsemi GEG á heimsvísu í nýjum höfuðstöðvum í Reykjavík. GEG, sem var stofnað árið 2008 af íslenskum verkfræðingum í samvinnu við norska fjárfesta, sérhæfir sig í framleiðslu lítilla og meðalstórra jarðvarmavirkjana en félagið vinnur um þessar mundir að endurnýjun gömlu gufustöðvar Landsvirkjunar í Bjarnarflagi og hefur á síðustu árum reist fjölmargar jarðvarmavirkjanir í Kenía. Til viðbótar starfar félagið í Asíu, Karíbahafinu og Rómönsku-Ameríku. Ekki er vitað hvert kaupverðið er. Green Energy Iceland tapaði 74,5 milljónum króna á síðasta ári en fram kemur í ársreikningi félagsins að nokkur óvissa hafi ríkt um verkefnastöðu samstæðunnar, sem er bresk, og þar af leiðandi rekstrarhæfi dótturfélagsins. Þó er tekið fram að greiðsluhæfi félagsins verði tryggt í nánustu framtíð. Er rakið í ársreikningnum að frá því í desember árið 2016 hafi hlutafé móðurfélagsins, GEG, verið aukið um 3,3 milljónir punda, jafnvirði 465 milljóna króna, í því augnamiði að standa við samninga félagsins, þar með talið við Landsvirkjun, og afla nýrra samninga. Þá skrifaði Green Energy Iceland undir samning við fjárfesta í apríl um stofnun þróunarfélags sem hyggst reisa 110 megavatta jarðvarmavirkjun í Indónesíu. Áætlað er að fjárfesting félagsins í verkefninu verði um 11 milljónir dala. 24 manns störfuðu hjá Green Energy Iceland í fyrra en tækni- og rannsóknarsvið samstæðunnar hafa verið til húsa hér á landi allt frá stofnun.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Sjá meira