Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2018 19:55 Skjóta þarf lagastoð undir hagsmunaskráningu ráðherra, þingmanna og fleiri í stjórnsýslunni og gera skráninguna víðtækari, að sögn Katrínar Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún leggur áherslu á að stjórnsýslan verði gagnsæ almenningi enda eigi hún að þjóna honum. Eitt fyrsta verk Katrínar í embættis forsætisráðherra var að skipa starfshóp sem fékk það hlutverk að kanna hvernig mætti auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslu á Íslandi. Í skýrslu hópsins sem birt var í dag er meðal annars vitnað í kannanir þar sem fram kom að 70% landsmanna telji mikla spillingu í stjórnkerfinu og atvinnulífinu. Katrín sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að upplýsingar sem þessar í skýrslunni væru ekki nýjar af nálinni. Ýmsar tillögur sem hópurinn lagði fram séu einnig kunnuglegar og vinna sé þegar hafin við sumar þeirra, þar á meðal birtingu hagsmunaskráningar ráðherra og þingmanna en einnig aðstoðarmanna þeirra og ráðuneytisstjóra. „Það þarf hins vegar að skjóta lagastoð undir þá birtingu og hagsmunaskráningu. Hún þarf að vera víðtækari og taka til fleiri þátta en hún gerir í dag,“ sagði forsætisráðherra.Almenningur geti áttað sig á kerfinu Katrín sagði að traust á stjórnmálum yrði ekki endurheimt með því að skipa starfshóp en mikilvægt væri að ramma vandamálið inn eins og hópurinn hefði nú gert. Hópurinn leggi meðal annars til að stjórnvöld setji sér stefnu um heilindaramma í stjórnsýslu og stjórnmálum. Markmiðið væri að byggja á heilindahugtakinu. Ráðherrann kynnir Alþingi skýrslu hópsins á næstu. Sagði Katrín mikilvægt að skýrslan fái umræðu því hún varði stjórnmálin í heild, ekki aðeins framkvæmdavaldið. „Hún snýst fyrst og fremst um það hvernig við getum byggt kerfið upp að það sé gagnsætt öllum almenningi og almenningur geti í raun og veru áttað sig á því hvernig kerfið virkar því kerfið er hér fyrir almenning og það er til að tryggja jafnræði borgaranna gagnvart stjórnsýslunni,“ sagði Katrín. Tengdar fréttir Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Skjóta þarf lagastoð undir hagsmunaskráningu ráðherra, þingmanna og fleiri í stjórnsýslunni og gera skráninguna víðtækari, að sögn Katrínar Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún leggur áherslu á að stjórnsýslan verði gagnsæ almenningi enda eigi hún að þjóna honum. Eitt fyrsta verk Katrínar í embættis forsætisráðherra var að skipa starfshóp sem fékk það hlutverk að kanna hvernig mætti auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslu á Íslandi. Í skýrslu hópsins sem birt var í dag er meðal annars vitnað í kannanir þar sem fram kom að 70% landsmanna telji mikla spillingu í stjórnkerfinu og atvinnulífinu. Katrín sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að upplýsingar sem þessar í skýrslunni væru ekki nýjar af nálinni. Ýmsar tillögur sem hópurinn lagði fram séu einnig kunnuglegar og vinna sé þegar hafin við sumar þeirra, þar á meðal birtingu hagsmunaskráningar ráðherra og þingmanna en einnig aðstoðarmanna þeirra og ráðuneytisstjóra. „Það þarf hins vegar að skjóta lagastoð undir þá birtingu og hagsmunaskráningu. Hún þarf að vera víðtækari og taka til fleiri þátta en hún gerir í dag,“ sagði forsætisráðherra.Almenningur geti áttað sig á kerfinu Katrín sagði að traust á stjórnmálum yrði ekki endurheimt með því að skipa starfshóp en mikilvægt væri að ramma vandamálið inn eins og hópurinn hefði nú gert. Hópurinn leggi meðal annars til að stjórnvöld setji sér stefnu um heilindaramma í stjórnsýslu og stjórnmálum. Markmiðið væri að byggja á heilindahugtakinu. Ráðherrann kynnir Alþingi skýrslu hópsins á næstu. Sagði Katrín mikilvægt að skýrslan fái umræðu því hún varði stjórnmálin í heild, ekki aðeins framkvæmdavaldið. „Hún snýst fyrst og fremst um það hvernig við getum byggt kerfið upp að það sé gagnsætt öllum almenningi og almenningur geti í raun og veru áttað sig á því hvernig kerfið virkar því kerfið er hér fyrir almenning og það er til að tryggja jafnræði borgaranna gagnvart stjórnsýslunni,“ sagði Katrín.
Tengdar fréttir Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42