Systir Andriusar, Ausra Dawn, segir í samtali við Vísi að hann hafi verið búsettur á Íslandi síðan í mars á þessu ári. Hún segir að þann 4. ágúst síðastliðinn hafi Andrius fengið far með konu til Akureyrar en ekkert er vitað um ferðir hans síðan. Ausra hefur auk þess eftir lögreglu í Litháen að Andrius hafi ekki snúið aftur þangað síðan hann hvarf.
Guðmundur segir nú verið að skoða hvort Andrius hafi farið úr landi. Lögregla rannsakar einnig netsamskipti auk gagna úr farsíma og tölvu sem gætu varpað ljósi á ferðir Andriusar. Þá hefur lögregla einnig rætt við systur Andriusar vegna hvarfsins.
Eins og áður sagði lýsti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir Andriusi í dag. Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Andriusar, eða vita hvar hann heldur sig, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.