Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Jakob Bjarnar skrifar 5. september 2018 11:00 Fækkun ferðamanna á Norður- og Austurlandi er verulegt áhyggjefni fyrir ferðaþjónstufyrirtæki á landsbyggðinni og þjóðarbúið í heild sinni. visir/vilhelm Verulegur samdráttur er í bókun gistinótta á íslenskum hótelum. Útlendingar bókuðu 10 þúsund færri gistinætur í júlí í samanburði við í fyrra. Það er fréttavefurinn Turisti.is sem greinir frá þessu en nánar má sjá samantekt á vef Hagstofunnar. Samdráttur nær til allra landssvæða nema Suðurlands, mestur á Norður- og Austurlandi. Þessi þróun er þeim hjá Samtökum ferðaþjónustunnar verulegt áhyggjuefni að sögn Bjarnheiðar Hallsdóttur, formanns samtakanna.Staðan grafalvarleg „Já, veldur okkur vissulega áhyggjum. Þetta eru ekki nýjar fréttir fyrir okkur í bransanum. Var reyndar fyrirsjáanlegt þegar krónan fór í styrkingarfasa 2016. Þá fór að halla undan fæti á okkar hefðbundnu mörkuðum, okkar bestu mörkuðum eins og ég vil kalla það, sem eru í Mið-Evrópu,“ segir Bjarnheiður í samtali við Vísi.Bjarnheiður segir samdrátt í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni, ekki síst sé litið til mikilvægra markaða í Mið-Evrópu.Bjarnheiður dregur ekki úr því að staðan sé alvarleg. Ekki síst sé horft til Þýskalandsmarkaðs sem Bjarnheiður þekkir vel en hún er framkvæmdastjóri Katla DMI ehf sem hefur starfað á Þýskalandsmarkaði. Bjarnheiður segir að fyrir liggi samdráttur sem nemur hartnær 30 prósentum þar.Verulegur samdráttur á Þýskalandsmarkaði „Hjá þessum hefðbundnu trúu og tryggu gestum okkar,“ segir Bjarnheiður og ítrekar að það komi henni ekki á óvart. „Það hefur löngum verið þannig að Þjóðverjar hafa verið okkar bestu gestir; góðir ferðamenn, vel upplýstir og áhugasamir um land og þjóð. Þeir ganga vel um, eru líkir okkur í menningu og við eigum því auðvelt með að þjóna þeim. Þeir dveljast hér lengi og ferðast um allt landið. Það er það sem við þurfum. Þess vegna sjáum við þennan samdrátt fyrir norðan og austan að ég tali ekki um Vestfirði. Okkur vantar ferðamenn sem ferðast um allt landið sem er gríðarlegt hagsmunamál fyrir fyrirtækin úti á landi og þjóðarbúið í heild sinni. Feðraþjónustan hefur gerbreytt öllu skilyrðum á landsbyggðinni og bakslag í þeim efnum er áhyggjuefni bakslag.“Styrking krónunnar helsti orsakavaldur Bjarnheiður segir erfitt að fullyrða um ástæðurnar fyrir þessu bakslagi en, hún telur engu að síður helstu ástæður fyrir samdrættinum styrking krónunnar og dýrtíð því samfara.Ég þekki það úr mínum rekstri, fyrirtækið mitt vinnur á Þýskalandsmarkaði. Þar er áhuginn mikill en þegar menn sjá verðmiðann, þá segja menn: Heyrðu, ég ætla að bíða með þetta. Þetta er of dýrt núna. ... segir Bjarnheiður: „Já, ég þori að fullyrða að gengisskráningin er stór þáttur í þessu. Þetta er viðkvæmur markaður og það sama má segja um Frakkland, Holland … þetta er allt í mínus.“Tími gengisfellingar liðinn Bjarnheiður segir erfitt fyrir stjórnvöld að grípa inní þetta. Tími gengisfellingar, sem gripið var til á árum áður vegna bágrar stöðu sjávarútvegsins, sé liðinn.Hér getur að líta þróun í bókun gistinátta á hótelum á Íslandi frá 2015 til dagsins í dag. Bakslag má greina í bókun útlendinga og munar þar um markaði í Mið-Evrópu. Bandaríkjamenn voru með flestar gistinætur (151.500).Af vef Hagstofunnar„Það er ekkert sem Saf setur á oddinn. Við viljum bara stöðugt rekstrarumhverfi. Þessar gengissveiflur eru erfiðar við að eiga og vont að starfa í svona umhverfi. Á svona tímum þarf að fara varlega í allar hugmyndir um aukna skattlagningu á greinina.“Varar við frekari skattlagningu á greinina Fjárlagafrumvarp er í vinnslu en Bjarnheiður vonast til þess að þar sé ekkert sem muni koma óþægilega í bakið á greininni. „Við sitjum við borðið ásamt stjórnvöldum í því sem heitir stjórnstöð ferðmála, í samráðshópi. Þar eru viðfangsefni rædd sem ekki var búið að hugsa útí og/eða við eftir á með. Innviðir og stefnumótun. Við erum bjartsýn á að okkur takist að gera þetta skynsamlega. Í þeim samráðshópi er meðal annars fjallað um framtíðar gjaldtöku og hvernig á að hátta því í framtíðinni,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Saf. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Verulegur samdráttur er í bókun gistinótta á íslenskum hótelum. Útlendingar bókuðu 10 þúsund færri gistinætur í júlí í samanburði við í fyrra. Það er fréttavefurinn Turisti.is sem greinir frá þessu en nánar má sjá samantekt á vef Hagstofunnar. Samdráttur nær til allra landssvæða nema Suðurlands, mestur á Norður- og Austurlandi. Þessi þróun er þeim hjá Samtökum ferðaþjónustunnar verulegt áhyggjuefni að sögn Bjarnheiðar Hallsdóttur, formanns samtakanna.Staðan grafalvarleg „Já, veldur okkur vissulega áhyggjum. Þetta eru ekki nýjar fréttir fyrir okkur í bransanum. Var reyndar fyrirsjáanlegt þegar krónan fór í styrkingarfasa 2016. Þá fór að halla undan fæti á okkar hefðbundnu mörkuðum, okkar bestu mörkuðum eins og ég vil kalla það, sem eru í Mið-Evrópu,“ segir Bjarnheiður í samtali við Vísi.Bjarnheiður segir samdrátt í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni, ekki síst sé litið til mikilvægra markaða í Mið-Evrópu.Bjarnheiður dregur ekki úr því að staðan sé alvarleg. Ekki síst sé horft til Þýskalandsmarkaðs sem Bjarnheiður þekkir vel en hún er framkvæmdastjóri Katla DMI ehf sem hefur starfað á Þýskalandsmarkaði. Bjarnheiður segir að fyrir liggi samdráttur sem nemur hartnær 30 prósentum þar.Verulegur samdráttur á Þýskalandsmarkaði „Hjá þessum hefðbundnu trúu og tryggu gestum okkar,“ segir Bjarnheiður og ítrekar að það komi henni ekki á óvart. „Það hefur löngum verið þannig að Þjóðverjar hafa verið okkar bestu gestir; góðir ferðamenn, vel upplýstir og áhugasamir um land og þjóð. Þeir ganga vel um, eru líkir okkur í menningu og við eigum því auðvelt með að þjóna þeim. Þeir dveljast hér lengi og ferðast um allt landið. Það er það sem við þurfum. Þess vegna sjáum við þennan samdrátt fyrir norðan og austan að ég tali ekki um Vestfirði. Okkur vantar ferðamenn sem ferðast um allt landið sem er gríðarlegt hagsmunamál fyrir fyrirtækin úti á landi og þjóðarbúið í heild sinni. Feðraþjónustan hefur gerbreytt öllu skilyrðum á landsbyggðinni og bakslag í þeim efnum er áhyggjuefni bakslag.“Styrking krónunnar helsti orsakavaldur Bjarnheiður segir erfitt að fullyrða um ástæðurnar fyrir þessu bakslagi en, hún telur engu að síður helstu ástæður fyrir samdrættinum styrking krónunnar og dýrtíð því samfara.Ég þekki það úr mínum rekstri, fyrirtækið mitt vinnur á Þýskalandsmarkaði. Þar er áhuginn mikill en þegar menn sjá verðmiðann, þá segja menn: Heyrðu, ég ætla að bíða með þetta. Þetta er of dýrt núna. ... segir Bjarnheiður: „Já, ég þori að fullyrða að gengisskráningin er stór þáttur í þessu. Þetta er viðkvæmur markaður og það sama má segja um Frakkland, Holland … þetta er allt í mínus.“Tími gengisfellingar liðinn Bjarnheiður segir erfitt fyrir stjórnvöld að grípa inní þetta. Tími gengisfellingar, sem gripið var til á árum áður vegna bágrar stöðu sjávarútvegsins, sé liðinn.Hér getur að líta þróun í bókun gistinátta á hótelum á Íslandi frá 2015 til dagsins í dag. Bakslag má greina í bókun útlendinga og munar þar um markaði í Mið-Evrópu. Bandaríkjamenn voru með flestar gistinætur (151.500).Af vef Hagstofunnar„Það er ekkert sem Saf setur á oddinn. Við viljum bara stöðugt rekstrarumhverfi. Þessar gengissveiflur eru erfiðar við að eiga og vont að starfa í svona umhverfi. Á svona tímum þarf að fara varlega í allar hugmyndir um aukna skattlagningu á greinina.“Varar við frekari skattlagningu á greinina Fjárlagafrumvarp er í vinnslu en Bjarnheiður vonast til þess að þar sé ekkert sem muni koma óþægilega í bakið á greininni. „Við sitjum við borðið ásamt stjórnvöldum í því sem heitir stjórnstöð ferðmála, í samráðshópi. Þar eru viðfangsefni rædd sem ekki var búið að hugsa útí og/eða við eftir á með. Innviðir og stefnumótun. Við erum bjartsýn á að okkur takist að gera þetta skynsamlega. Í þeim samráðshópi er meðal annars fjallað um framtíðar gjaldtöku og hvernig á að hátta því í framtíðinni,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Saf.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09
Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20