Komnar í úrslitin um titilinn en þurfa að flakka með heimaleiki sína á milli íþróttahúsa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2018 18:15 Elena Delle Donne er stærsta stjarna Washington Mystics liðsins. Vísir/Getty Seattle Storm og Washington Mystics spila til úrslita í WNBA-deildinni í körfubolta í ár en undanúrslitunum lauk í nótt. Seattle Storm vann Phoenix Mercury 94-84 og þar með 3-2 en Washington Mystics vann 86-81 útisigur á Atlanta Dream og einvígið þar með 3-2. Þetta er í fyrsta sinn sem Washington Mystics kemst í lokaúrslitin en það gerði liðið þrátt fyrir að lenda 2-1 undir í einvíginu og aðalstjarnan Elena Delle Donne meiddist í einvíginu. Delle Donne harkaði að sér og var betri en enginn. Gamli og nýi tíminn mætast hjá Seattle Storm en þar er ungstirnið og besti leikmaður deildarinnar í vetur, Breanna Stewart, að spila við hlið goðsagnarinnar Sue Bird.The MVP is headed to her first #WNBAFinals!@breannastewart drops game-high 28 PTS in the decisive victory. #WNBAPlayoffspic.twitter.com/ogn4RLMhdp — WNBA (@WNBA) September 5, 2018Sue Bird er orðin 37 ára gömul og hefur unnuið titilinn tvisvar sinnum með Seattle Storm (2004 og 2010). Hún ákvað að vera áfram hjá félaginu þegar það fór í uppbyggingu sem endaði með að liðið valdi Breanna Stewart með fyrsta valrétt. Breanna Stewart skoraði 28 stig í leiknum í nótt en Sue Bird skoraði aftur á móti 14 af 22 stigum sínum á síðutu sex mínútum leiksins. Seattle Storm er með heimavallarréttinn í lokaúrslitunum og þar byrjar úrslitaeinvígið á föstudagskvöldið.See ya soon, @seattlestorm. #WNBAFinals#SticsSZN#PlayoffSZN#TogetherDCpic.twitter.com/C1p0EUUDvd — Washington Mystics (@WashMystics) September 5, 2018 Washington Mystics getur hins vegar ekki spilað leiki sína á heimavelli sínum sem er Capital One Arena þar sem NBA-lið Washington Wizards spilar líka. Ástæðan er að það er við að laga húsið fyrir komandi NBA-tímabil. Mystics getur ekki einu sinni spilað heimaleiki sína á sama stað og í undanúrslitunum. Þar lék liðið í íþróttahúsi George Washington háskólans, Charles E. Smith Center, en nú er það upptekið. Washington Mystics þurfa því að færa sig yfir í íþróttahús George Mason háskólans, EagleBank Arena og er því í raun á útivelli í þessum mikilvægu leikjum á móti Seattle Storm.MYSTICS ADVANCE TO THE WNBA FINALS FOR THE FIRST TIME IN FRANCHISE HISTORY. TICKETS ON SALE TOMORROW AT 10 AM. >> https://t.co/68cFYZy0M1pic.twitter.com/sm8uhbkJbW — Washington Mystics (@WashMystics) September 5, 2018Charles E. Smith Center var stutt frá Capital One Arena í Washington borg en EagleBank Arena er talsvert lengra frá. Ótrúleg aðstaða hjá liði í lokaúrslitum um WNBA-titilinn en sýnir kannski að forráðamenn félagsins bjuggust ekki við því að þær kæmust alla leið í ár..@SeattleStorm & @WashMystics will meet in #WNBAFinals! G1: WAS @ SEA: Fri. 9 PM ET, ESPNews G2: WAS @ SEA: Sun. 3:30 PM ET, ABC G3: SEA @ WAS: Wed. Sept. 12, 8 PM ET, ESPN2 G4: SEA @ WAS: Fri. Sept. 14, 8 PM ET, ESPN2 G5: WAS @ SEA: Sun. Sept. 16, 8 PM ET, ESPN2 *If necessary pic.twitter.com/3loiv43n85 — WNBA (@WNBA) September 5, 2018 NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Seattle Storm og Washington Mystics spila til úrslita í WNBA-deildinni í körfubolta í ár en undanúrslitunum lauk í nótt. Seattle Storm vann Phoenix Mercury 94-84 og þar með 3-2 en Washington Mystics vann 86-81 útisigur á Atlanta Dream og einvígið þar með 3-2. Þetta er í fyrsta sinn sem Washington Mystics kemst í lokaúrslitin en það gerði liðið þrátt fyrir að lenda 2-1 undir í einvíginu og aðalstjarnan Elena Delle Donne meiddist í einvíginu. Delle Donne harkaði að sér og var betri en enginn. Gamli og nýi tíminn mætast hjá Seattle Storm en þar er ungstirnið og besti leikmaður deildarinnar í vetur, Breanna Stewart, að spila við hlið goðsagnarinnar Sue Bird.The MVP is headed to her first #WNBAFinals!@breannastewart drops game-high 28 PTS in the decisive victory. #WNBAPlayoffspic.twitter.com/ogn4RLMhdp — WNBA (@WNBA) September 5, 2018Sue Bird er orðin 37 ára gömul og hefur unnuið titilinn tvisvar sinnum með Seattle Storm (2004 og 2010). Hún ákvað að vera áfram hjá félaginu þegar það fór í uppbyggingu sem endaði með að liðið valdi Breanna Stewart með fyrsta valrétt. Breanna Stewart skoraði 28 stig í leiknum í nótt en Sue Bird skoraði aftur á móti 14 af 22 stigum sínum á síðutu sex mínútum leiksins. Seattle Storm er með heimavallarréttinn í lokaúrslitunum og þar byrjar úrslitaeinvígið á föstudagskvöldið.See ya soon, @seattlestorm. #WNBAFinals#SticsSZN#PlayoffSZN#TogetherDCpic.twitter.com/C1p0EUUDvd — Washington Mystics (@WashMystics) September 5, 2018 Washington Mystics getur hins vegar ekki spilað leiki sína á heimavelli sínum sem er Capital One Arena þar sem NBA-lið Washington Wizards spilar líka. Ástæðan er að það er við að laga húsið fyrir komandi NBA-tímabil. Mystics getur ekki einu sinni spilað heimaleiki sína á sama stað og í undanúrslitunum. Þar lék liðið í íþróttahúsi George Washington háskólans, Charles E. Smith Center, en nú er það upptekið. Washington Mystics þurfa því að færa sig yfir í íþróttahús George Mason háskólans, EagleBank Arena og er því í raun á útivelli í þessum mikilvægu leikjum á móti Seattle Storm.MYSTICS ADVANCE TO THE WNBA FINALS FOR THE FIRST TIME IN FRANCHISE HISTORY. TICKETS ON SALE TOMORROW AT 10 AM. >> https://t.co/68cFYZy0M1pic.twitter.com/sm8uhbkJbW — Washington Mystics (@WashMystics) September 5, 2018Charles E. Smith Center var stutt frá Capital One Arena í Washington borg en EagleBank Arena er talsvert lengra frá. Ótrúleg aðstaða hjá liði í lokaúrslitum um WNBA-titilinn en sýnir kannski að forráðamenn félagsins bjuggust ekki við því að þær kæmust alla leið í ár..@SeattleStorm & @WashMystics will meet in #WNBAFinals! G1: WAS @ SEA: Fri. 9 PM ET, ESPNews G2: WAS @ SEA: Sun. 3:30 PM ET, ABC G3: SEA @ WAS: Wed. Sept. 12, 8 PM ET, ESPN2 G4: SEA @ WAS: Fri. Sept. 14, 8 PM ET, ESPN2 G5: WAS @ SEA: Sun. Sept. 16, 8 PM ET, ESPN2 *If necessary pic.twitter.com/3loiv43n85 — WNBA (@WNBA) September 5, 2018
NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira