Vogunarsjóðurinn hyggst eiga Lykil áfram Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 5. september 2018 08:00 Lykill hét áður Lýsing. Fréttablaðið/Stefán Bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, sem á um 75 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, áformar að eiga að óbreyttu hlutinn í eignaleigufyrirtækinu til næstu ára eftir að viðræðum um kaup TM á fyrirtækinu var slitið fyrr í sumar. Áformin voru kynnt hluthöfum Klakka, en íslenskir lífeyrissjóðir eiga samtals um sex prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu, á aðalfundi félagsins um miðjan síðasta mánuð. Ekki liggur fyrir hve lengi Davidson Kempner hyggst halda á eignarhlutnum í Lykli en þó er talið ljóst að hluturinn verði ólíklega settur í söluferli á nýjan leik innan að minnsta kosti tveggja ára. Samkvæmt heimildum Markaðarins stendur vilji vogunarsjóðsins til þess að auka umsvif Lykils hér á landi og breikka vöruframboð félagsins. Lykill starfar á sviði eignafjármögnunar og fjármagnar meðal annars bíla-, véla- og tækjakaup. Áform Klakka um að selja Lykil runnu út í sandinn eftir að það slitnaði upp úr viðræðum félagsins við TM í júlí. Ástæða viðræðuslitanna var einkum sú að tilboð tryggingafélagsins, sem hljóðaði upp á 10,6 milljarða króna, var ekki í samræmi við væntingar stjórnenda og eigenda Lykils. Að sögn kunnugra hafði stjórn Klakka gert sér vonir um að selja Lykil á verði sem endurspeglaði að fullu bókfært eigið fé eignaleigufélagsins en það var ríflega 13,2 milljarðar í lok júní. Til samanburðar var tilboð TM á genginu 0,8 miðað við eigið fé félagsins. Talsverður hluti eigna Lykils er í formi reiðufjár, eða um 5,5 milljarðar í árslok 2017, og meðal annars af þeim sökum þótti stjórn Klakka ekki ástæða til að selja félagið á miklum afslætti miðað við eigið fé þess.Fór fram á seljendalán Samkvæmt heimildum Markaðarins fór TM jafnframt fram á að fá seljendalán til þess að fjármagna kaupin en fulltrúar Klakka vildu ekki fallast á það. Þá hjálpaði það ekki til í söluferlinu, að sögn viðmælenda Markaðarins, að á sama tíma og á ferlinu stóð hafi 29 prósenta hlutur í öðru fjármálafyrirtæki, Arion banka, verið seldur á genginu 0,67 fyrir hverja krónu eigin fjár. Er talið að gengi bankans í hlutafjárútboðinu, sem lauk um miðjan júní, hafi sett viðmið í verðlagningu sem fjárfestar tóku tillit til þegar þeir gerðu tilboð í Lykil. Hlutabréf í Arion banka ganga nú kaupum og sölum á genginu 0,81 sinnum eigið fé bankans. Klakki setti Lykil í söluferli í desember í fyrra en norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hafði umsjón með ferlinu. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, sagði á afkomufundi með fjárfestum í lok síðasta mánaðar að slitnað hefði upp úr viðræðunum þar sem „menn náðu ekki saman um stór atriði“. Mikil vinna hefði verið lögð í málið af hálfu félagsins og það væri vinna sem gæti nýst áfram í framtíðinni. Stjórnendur hefðu litið á kaupin sem „strategíska“ fjárfestingu og myndu áfram horfa til þess að auka vöruúrval þess. „Þar er fjármögnunarstarfsemi klárlega eitthvað sem við lítum til ásamt fleiri fjármálatengdum afurðum,“ nefndi Sigurður. Stærsti eigandi Klakka er sem fyrr segir vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, í gegnum írska skúffufyrirtækið Burlington Management, með um 75 prósenta hlut. Sjóðurinn var einn stærsti kröfuhafi föllnu bankanna en sá sem hefur stýrt starfsemi sjóðsins hér á landi er sem kunnugt er Jeremey Clement Lowe, einnig þekktur sem „Herra Ísland“. Auk ýmissa lífeyrissjóða eru aðrir hluthafar Klakka meðal annars félög á vegum bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar Valtýssonar, viðskiptafélaga þeirra og fyrrverandi forstjóra Exista. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, sem á um 75 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, áformar að eiga að óbreyttu hlutinn í eignaleigufyrirtækinu til næstu ára eftir að viðræðum um kaup TM á fyrirtækinu var slitið fyrr í sumar. Áformin voru kynnt hluthöfum Klakka, en íslenskir lífeyrissjóðir eiga samtals um sex prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu, á aðalfundi félagsins um miðjan síðasta mánuð. Ekki liggur fyrir hve lengi Davidson Kempner hyggst halda á eignarhlutnum í Lykli en þó er talið ljóst að hluturinn verði ólíklega settur í söluferli á nýjan leik innan að minnsta kosti tveggja ára. Samkvæmt heimildum Markaðarins stendur vilji vogunarsjóðsins til þess að auka umsvif Lykils hér á landi og breikka vöruframboð félagsins. Lykill starfar á sviði eignafjármögnunar og fjármagnar meðal annars bíla-, véla- og tækjakaup. Áform Klakka um að selja Lykil runnu út í sandinn eftir að það slitnaði upp úr viðræðum félagsins við TM í júlí. Ástæða viðræðuslitanna var einkum sú að tilboð tryggingafélagsins, sem hljóðaði upp á 10,6 milljarða króna, var ekki í samræmi við væntingar stjórnenda og eigenda Lykils. Að sögn kunnugra hafði stjórn Klakka gert sér vonir um að selja Lykil á verði sem endurspeglaði að fullu bókfært eigið fé eignaleigufélagsins en það var ríflega 13,2 milljarðar í lok júní. Til samanburðar var tilboð TM á genginu 0,8 miðað við eigið fé félagsins. Talsverður hluti eigna Lykils er í formi reiðufjár, eða um 5,5 milljarðar í árslok 2017, og meðal annars af þeim sökum þótti stjórn Klakka ekki ástæða til að selja félagið á miklum afslætti miðað við eigið fé þess.Fór fram á seljendalán Samkvæmt heimildum Markaðarins fór TM jafnframt fram á að fá seljendalán til þess að fjármagna kaupin en fulltrúar Klakka vildu ekki fallast á það. Þá hjálpaði það ekki til í söluferlinu, að sögn viðmælenda Markaðarins, að á sama tíma og á ferlinu stóð hafi 29 prósenta hlutur í öðru fjármálafyrirtæki, Arion banka, verið seldur á genginu 0,67 fyrir hverja krónu eigin fjár. Er talið að gengi bankans í hlutafjárútboðinu, sem lauk um miðjan júní, hafi sett viðmið í verðlagningu sem fjárfestar tóku tillit til þegar þeir gerðu tilboð í Lykil. Hlutabréf í Arion banka ganga nú kaupum og sölum á genginu 0,81 sinnum eigið fé bankans. Klakki setti Lykil í söluferli í desember í fyrra en norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hafði umsjón með ferlinu. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, sagði á afkomufundi með fjárfestum í lok síðasta mánaðar að slitnað hefði upp úr viðræðunum þar sem „menn náðu ekki saman um stór atriði“. Mikil vinna hefði verið lögð í málið af hálfu félagsins og það væri vinna sem gæti nýst áfram í framtíðinni. Stjórnendur hefðu litið á kaupin sem „strategíska“ fjárfestingu og myndu áfram horfa til þess að auka vöruúrval þess. „Þar er fjármögnunarstarfsemi klárlega eitthvað sem við lítum til ásamt fleiri fjármálatengdum afurðum,“ nefndi Sigurður. Stærsti eigandi Klakka er sem fyrr segir vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, í gegnum írska skúffufyrirtækið Burlington Management, með um 75 prósenta hlut. Sjóðurinn var einn stærsti kröfuhafi föllnu bankanna en sá sem hefur stýrt starfsemi sjóðsins hér á landi er sem kunnugt er Jeremey Clement Lowe, einnig þekktur sem „Herra Ísland“. Auk ýmissa lífeyrissjóða eru aðrir hluthafar Klakka meðal annars félög á vegum bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar Valtýssonar, viðskiptafélaga þeirra og fyrrverandi forstjóra Exista.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira