Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2018 21:00 Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Ernis, við Dornier-skrúfuþotuna, sem búið er að mála í litum félagsins. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar hérlendis. Rætt var við Hörð Guðmundsson, forstjóra og eiganda Ernis, í fréttum Stöðvar 2. Koma vélarinnar til Reykjavíkur þann 22. maí í vor markaði tímamót í sögu Ernis enda er þessi 32 sæta skrúfuþota bæði langstærsta og hraðfleygasta vél sem félagið hefur eignast. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, vonaðist þá til að skráning hennar tæki tvær til fjórar vikur. En það gekk ekki eftir og núna, sextán vikum síðar, hefur vélinni ekkert verið flogið. Ástæðan, að sögn Harðar, er mikil og flókin pappírsvinna sem fylgi því að taka nýja tegund flugvélar í notkun.Hún átti að vera aðalflugvél félagsins í sumar. Þess í stað hefur hún engan farþega flutt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hörður segir þetta hafa verið einfaldara á árum áður og rifjar upp að þegar hann fékk 19 sæta Twin Otter-vél árið 1988 hafi þáverandi flugmálastjóri sagt sínum mönnum að drífa hana í skráningu því vélin ætti að fara í áætlunarflug daginn eftir. „Þetta hefur alltaf verið að aukast, skriffinnskan og eftirlitið, má segja, með þessu,“ segir Hörður. Þetta sé orðið sérstaklega strembið þegar verið sé að kaupa notaða flugvél. „Með því að pappírsflóðið er óskaplegt í kringum alla skriffinnsku. Hvert einasta viðvik í kringum flugvél er skráð. Og það þarf að tryggja það að öll sú skráning sé rétt. Og þetta tekur mikinn tíma, sérstaklega ef menn eru ekki bara mjög vanir þeirri vinnu.“Með 32 sæti um borð sá Hörður fram á mikið hagræði með komu vélarinnar í vor. Ernir sinnir áætlunarflugi til Húsavíkur, Hornafjarðar, Vestmannaeyja, Bíldudals og Gjögurs og jafnframt leiguflugi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dornierinn átti að nýtast á háannatíma í sumar en nú er sá tími fyrir bí. „Ég myndi kannski ekki segja að það væri áfall. En hagræðingin sem við ætluðum okkur í sumar, hún náðist því miður ekki. Það er gífurlegur kostnaður bara í kringum innleiðingu svona nýrrar vélar. Og tækin eru jú dýr. Og það þarf náttúrlega að borga af þessu og allt það. Og þá þarf náttúrlega tækið að geta snúist.“ Fjórar 19 sæta Jetstream-vélar hafa þurft að duga Erni í sumar. En hvenær kemur svo að því að Dornierinn fari að fljúga? „Kannski um miðjan september, þá á þetta að vera klárt. Eftir svona tvær vikur,“ svarar Hörður vongóður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15 Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira
Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar hérlendis. Rætt var við Hörð Guðmundsson, forstjóra og eiganda Ernis, í fréttum Stöðvar 2. Koma vélarinnar til Reykjavíkur þann 22. maí í vor markaði tímamót í sögu Ernis enda er þessi 32 sæta skrúfuþota bæði langstærsta og hraðfleygasta vél sem félagið hefur eignast. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, vonaðist þá til að skráning hennar tæki tvær til fjórar vikur. En það gekk ekki eftir og núna, sextán vikum síðar, hefur vélinni ekkert verið flogið. Ástæðan, að sögn Harðar, er mikil og flókin pappírsvinna sem fylgi því að taka nýja tegund flugvélar í notkun.Hún átti að vera aðalflugvél félagsins í sumar. Þess í stað hefur hún engan farþega flutt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hörður segir þetta hafa verið einfaldara á árum áður og rifjar upp að þegar hann fékk 19 sæta Twin Otter-vél árið 1988 hafi þáverandi flugmálastjóri sagt sínum mönnum að drífa hana í skráningu því vélin ætti að fara í áætlunarflug daginn eftir. „Þetta hefur alltaf verið að aukast, skriffinnskan og eftirlitið, má segja, með þessu,“ segir Hörður. Þetta sé orðið sérstaklega strembið þegar verið sé að kaupa notaða flugvél. „Með því að pappírsflóðið er óskaplegt í kringum alla skriffinnsku. Hvert einasta viðvik í kringum flugvél er skráð. Og það þarf að tryggja það að öll sú skráning sé rétt. Og þetta tekur mikinn tíma, sérstaklega ef menn eru ekki bara mjög vanir þeirri vinnu.“Með 32 sæti um borð sá Hörður fram á mikið hagræði með komu vélarinnar í vor. Ernir sinnir áætlunarflugi til Húsavíkur, Hornafjarðar, Vestmannaeyja, Bíldudals og Gjögurs og jafnframt leiguflugi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dornierinn átti að nýtast á háannatíma í sumar en nú er sá tími fyrir bí. „Ég myndi kannski ekki segja að það væri áfall. En hagræðingin sem við ætluðum okkur í sumar, hún náðist því miður ekki. Það er gífurlegur kostnaður bara í kringum innleiðingu svona nýrrar vélar. Og tækin eru jú dýr. Og það þarf náttúrlega að borga af þessu og allt það. Og þá þarf náttúrlega tækið að geta snúist.“ Fjórar 19 sæta Jetstream-vélar hafa þurft að duga Erni í sumar. En hvenær kemur svo að því að Dornierinn fari að fljúga? „Kannski um miðjan september, þá á þetta að vera klárt. Eftir svona tvær vikur,“ svarar Hörður vongóður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15 Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira
Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15
Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00