Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2018 21:00 Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Ernis, við Dornier-skrúfuþotuna, sem búið er að mála í litum félagsins. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar hérlendis. Rætt var við Hörð Guðmundsson, forstjóra og eiganda Ernis, í fréttum Stöðvar 2. Koma vélarinnar til Reykjavíkur þann 22. maí í vor markaði tímamót í sögu Ernis enda er þessi 32 sæta skrúfuþota bæði langstærsta og hraðfleygasta vél sem félagið hefur eignast. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, vonaðist þá til að skráning hennar tæki tvær til fjórar vikur. En það gekk ekki eftir og núna, sextán vikum síðar, hefur vélinni ekkert verið flogið. Ástæðan, að sögn Harðar, er mikil og flókin pappírsvinna sem fylgi því að taka nýja tegund flugvélar í notkun.Hún átti að vera aðalflugvél félagsins í sumar. Þess í stað hefur hún engan farþega flutt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hörður segir þetta hafa verið einfaldara á árum áður og rifjar upp að þegar hann fékk 19 sæta Twin Otter-vél árið 1988 hafi þáverandi flugmálastjóri sagt sínum mönnum að drífa hana í skráningu því vélin ætti að fara í áætlunarflug daginn eftir. „Þetta hefur alltaf verið að aukast, skriffinnskan og eftirlitið, má segja, með þessu,“ segir Hörður. Þetta sé orðið sérstaklega strembið þegar verið sé að kaupa notaða flugvél. „Með því að pappírsflóðið er óskaplegt í kringum alla skriffinnsku. Hvert einasta viðvik í kringum flugvél er skráð. Og það þarf að tryggja það að öll sú skráning sé rétt. Og þetta tekur mikinn tíma, sérstaklega ef menn eru ekki bara mjög vanir þeirri vinnu.“Með 32 sæti um borð sá Hörður fram á mikið hagræði með komu vélarinnar í vor. Ernir sinnir áætlunarflugi til Húsavíkur, Hornafjarðar, Vestmannaeyja, Bíldudals og Gjögurs og jafnframt leiguflugi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dornierinn átti að nýtast á háannatíma í sumar en nú er sá tími fyrir bí. „Ég myndi kannski ekki segja að það væri áfall. En hagræðingin sem við ætluðum okkur í sumar, hún náðist því miður ekki. Það er gífurlegur kostnaður bara í kringum innleiðingu svona nýrrar vélar. Og tækin eru jú dýr. Og það þarf náttúrlega að borga af þessu og allt það. Og þá þarf náttúrlega tækið að geta snúist.“ Fjórar 19 sæta Jetstream-vélar hafa þurft að duga Erni í sumar. En hvenær kemur svo að því að Dornierinn fari að fljúga? „Kannski um miðjan september, þá á þetta að vera klárt. Eftir svona tvær vikur,“ svarar Hörður vongóður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15 Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar hérlendis. Rætt var við Hörð Guðmundsson, forstjóra og eiganda Ernis, í fréttum Stöðvar 2. Koma vélarinnar til Reykjavíkur þann 22. maí í vor markaði tímamót í sögu Ernis enda er þessi 32 sæta skrúfuþota bæði langstærsta og hraðfleygasta vél sem félagið hefur eignast. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, vonaðist þá til að skráning hennar tæki tvær til fjórar vikur. En það gekk ekki eftir og núna, sextán vikum síðar, hefur vélinni ekkert verið flogið. Ástæðan, að sögn Harðar, er mikil og flókin pappírsvinna sem fylgi því að taka nýja tegund flugvélar í notkun.Hún átti að vera aðalflugvél félagsins í sumar. Þess í stað hefur hún engan farþega flutt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hörður segir þetta hafa verið einfaldara á árum áður og rifjar upp að þegar hann fékk 19 sæta Twin Otter-vél árið 1988 hafi þáverandi flugmálastjóri sagt sínum mönnum að drífa hana í skráningu því vélin ætti að fara í áætlunarflug daginn eftir. „Þetta hefur alltaf verið að aukast, skriffinnskan og eftirlitið, má segja, með þessu,“ segir Hörður. Þetta sé orðið sérstaklega strembið þegar verið sé að kaupa notaða flugvél. „Með því að pappírsflóðið er óskaplegt í kringum alla skriffinnsku. Hvert einasta viðvik í kringum flugvél er skráð. Og það þarf að tryggja það að öll sú skráning sé rétt. Og þetta tekur mikinn tíma, sérstaklega ef menn eru ekki bara mjög vanir þeirri vinnu.“Með 32 sæti um borð sá Hörður fram á mikið hagræði með komu vélarinnar í vor. Ernir sinnir áætlunarflugi til Húsavíkur, Hornafjarðar, Vestmannaeyja, Bíldudals og Gjögurs og jafnframt leiguflugi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dornierinn átti að nýtast á háannatíma í sumar en nú er sá tími fyrir bí. „Ég myndi kannski ekki segja að það væri áfall. En hagræðingin sem við ætluðum okkur í sumar, hún náðist því miður ekki. Það er gífurlegur kostnaður bara í kringum innleiðingu svona nýrrar vélar. Og tækin eru jú dýr. Og það þarf náttúrlega að borga af þessu og allt það. Og þá þarf náttúrlega tækið að geta snúist.“ Fjórar 19 sæta Jetstream-vélar hafa þurft að duga Erni í sumar. En hvenær kemur svo að því að Dornierinn fari að fljúga? „Kannski um miðjan september, þá á þetta að vera klárt. Eftir svona tvær vikur,“ svarar Hörður vongóður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15 Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15
Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00