Fótbolti

„Þvílíkt egóbúst“ að stórlið vilji kaupa mann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
S2 Sport
Arnór Sigurðsson, leikmaður U21 landsliðs Íslands, skrifaði á dögunum undir samning við rússneska stórveldið CSKA Moskvu. 

„Það er bara geggjað að heyra að svona stór klúbbur vilji kaupa mann og hafi áhuga á manni. Það er þvílíkt egóbúst,“ sagði Arnór á æfingu U21 landsliðsins á Kópavogsvelli í dag.

„Ég var ekkert almennilega byrjaður að spila með aðalliðinu hjá Norrköping þegar þetta kemur fyrst upp og þá er ennþá meira pepp að standa sig hjá Norrköping, sem ég gerði.“

U21 landsliðið mætir Eistum á fimmtudaginn í undankeppni EM. Albert Guðmundsson, sem var í HM hópi Íslands í sumar, var ekki valinn í komandi leiki í Þjóðadeildinni því Erik Hamrén, nýr landsliðsþjálfari, vildi frekar að hann spilaði með U21 liðinu.

Albert vildi sjálfur frekar vera í A-landsliðsverkefninu, þó það hefði þýtt minni spilatíma.

„Ef ég mætti ráða þá væri ég frekar í A-landsliðinu, en þetta er ekki mitt að velja,“ sagði Albert.

„Það eina sem ég get gert til þess að hafa árif á næsta val Eriks er að standa mig vel hérna og með AZ. Ég er ákafur og ætla að standa mig vel til þess að sýna honum að hann hefði getað valið mig frekar,“ sagði Albert Guðmundsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×