Landspítali ætlar að efla verulega þjónustu og minnka heildarkostnað sjúklinga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2018 18:45 Landspítalinn ætlar að auglýsa eftir tveimur taugalæknum, auka teymisvinnu og opna nýja göngudeild til að bæta þjónustu við sjúklinga og stytta biðtíma. Forstjóri spítalans segir aðgerðirnar minnka áhrif af tvöföldu heilbrigðiskerfi. Landlæknir sendi frá sér úttekt í sumar um aðgengi sjúklinga að göngudeildarþjónustu vegna taugasjúkdóma. Fram kom að bið eftir tíma hjá taugalækni á spítalanum væri í mörgum tilvikum langt utan við þau viðmiðunarmörk sem embættið hefði. Slíkt hefði valdið sjúklingum óþægindum og í sumum tilfellum töf á meðferð. Páll Matthíason forstjóri spítalans segir að brugðist verði við þessum ábendingum með margþættum aðgerðum. „Við erum að auglýsa eftir tveimur taugalæknum til viðbótar og fljótlega verða vinnustofur um eflingu heildstæðrar þjónustu,“ segir Páll. Þá verði húsnæði Landspítalans að Eiríksgötu 5 breytt í göngudeildir. „Þar verður aðstaða fyrir nýju læknanna og teymi sem við viljum að sinni langvinnum og alvarlegum sjúkdómum í mun meira mæli,“ segir hann. Anna Björnsdóttir taugalæknir sem starfar utan samnings við Sjúkratryggingar Íslands gagnrýndi stjórnvöld í fréttum Stöðvar 2 í gær og sagði brotið á réttindum sjúklinga sinna til greiðsluþátttöku stofnunarinnar. Henni hefur verið tvívegis verið synjað aðild að samningnum þrátt fyrir þá gríðarmiklu þörf sem sé fyrir þjónustu hennar. Páll segir að það tvöfalt kerfi sem hún lýsti hafi lengi verið við lýði en aðgerðirnar muni draga úr heildarkostnaði sjúklinga. „Það hefur lengi verið til staðar tvöfalt kerfi, hvað með þá sjúklinga sem fá niðurgreidda sálfræðitíma á spítalanum og svo þá sem þurfa að greiða fyrir þá út í bæ eða tannlæknaþjónustu?“ spyr hann. „Hvað með muninn á milli þeirra einstaklinga sem leita sér læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og svo þeirra sem þurfa að koma frá landsbyggðinni og greiða fyrir ferðir og uppihald? Það er tvöfalt kerfi í svo mörgum skilningi. Ég tel stjórnvöld vera að vinna úr því að draga úr þessu tvöfalda kerfi með því að efla göngudeildarþjónustu og opinbera þjónustu jafnframt því að vera að skapa umhverfi og skýra stefnu um hvernig á að fá aðra aðila að borðinu. Þá er verið að draga úr heildarkostnaði sjúklinga sem hefur verið of hár hér á landi. Það er góð leið til að draga úr tvöföldu heilbrigðiskerfi,“ segir Páll að lokum. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Landspítalinn ætlar að auglýsa eftir tveimur taugalæknum, auka teymisvinnu og opna nýja göngudeild til að bæta þjónustu við sjúklinga og stytta biðtíma. Forstjóri spítalans segir aðgerðirnar minnka áhrif af tvöföldu heilbrigðiskerfi. Landlæknir sendi frá sér úttekt í sumar um aðgengi sjúklinga að göngudeildarþjónustu vegna taugasjúkdóma. Fram kom að bið eftir tíma hjá taugalækni á spítalanum væri í mörgum tilvikum langt utan við þau viðmiðunarmörk sem embættið hefði. Slíkt hefði valdið sjúklingum óþægindum og í sumum tilfellum töf á meðferð. Páll Matthíason forstjóri spítalans segir að brugðist verði við þessum ábendingum með margþættum aðgerðum. „Við erum að auglýsa eftir tveimur taugalæknum til viðbótar og fljótlega verða vinnustofur um eflingu heildstæðrar þjónustu,“ segir Páll. Þá verði húsnæði Landspítalans að Eiríksgötu 5 breytt í göngudeildir. „Þar verður aðstaða fyrir nýju læknanna og teymi sem við viljum að sinni langvinnum og alvarlegum sjúkdómum í mun meira mæli,“ segir hann. Anna Björnsdóttir taugalæknir sem starfar utan samnings við Sjúkratryggingar Íslands gagnrýndi stjórnvöld í fréttum Stöðvar 2 í gær og sagði brotið á réttindum sjúklinga sinna til greiðsluþátttöku stofnunarinnar. Henni hefur verið tvívegis verið synjað aðild að samningnum þrátt fyrir þá gríðarmiklu þörf sem sé fyrir þjónustu hennar. Páll segir að það tvöfalt kerfi sem hún lýsti hafi lengi verið við lýði en aðgerðirnar muni draga úr heildarkostnaði sjúklinga. „Það hefur lengi verið til staðar tvöfalt kerfi, hvað með þá sjúklinga sem fá niðurgreidda sálfræðitíma á spítalanum og svo þá sem þurfa að greiða fyrir þá út í bæ eða tannlæknaþjónustu?“ spyr hann. „Hvað með muninn á milli þeirra einstaklinga sem leita sér læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og svo þeirra sem þurfa að koma frá landsbyggðinni og greiða fyrir ferðir og uppihald? Það er tvöfalt kerfi í svo mörgum skilningi. Ég tel stjórnvöld vera að vinna úr því að draga úr þessu tvöfalda kerfi með því að efla göngudeildarþjónustu og opinbera þjónustu jafnframt því að vera að skapa umhverfi og skýra stefnu um hvernig á að fá aðra aðila að borðinu. Þá er verið að draga úr heildarkostnaði sjúklinga sem hefur verið of hár hér á landi. Það er góð leið til að draga úr tvöföldu heilbrigðiskerfi,“ segir Páll að lokum.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira