Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson skrifar 4. september 2018 12:30 „Þáttur okkar er einungis lítið brot af baráttu sem fer fram um allan heim fyrir friði og jafnrétti milli fólks og milli þjóða fyrir að varðveita plánetuna okkar. Það er hægt að draga það allt saman í einu orði, sem bæði á hebresku og arabísku merkir ekki aðeins frið heldur heilindi, öryggi og velferð: Shalom Salam“ - Uri Avnery Uri Avnery, friðaraktívisti og formaður ísraelsku friðarsamtakanna Gush Shalom, fyrrum hermaður, þingmaður og ritstjóri er látinn, 94 ára að aldri. Hann var einhver ötulasti baráttumaðurinn gegn hernámi Ísraela, fyrir friði milli Ísraela og Palestínumanna og fyrir rétti Palestínumanna til eigin sjálfstæðs ríkis . Hann helgaði líf sitt þeirri baráttu allt til hinsta dags. Hann lifði ótrúlega ævi sem er jafnframt samtvinnuð sögu Ísraels og Palestínu á þessari öld og þeirri síðustu og skilur eftir sig einstakt ævistarf.Uri Avnery sem ungur drengur, skömmu áður en fjölskylda hans flúði Þýskland til Palestínu.Bernska í Þýskalandi nasismans, æskuár í Palestínu, unglingsár í Irgun og stríðið 1948 Uri Avnery var þýskur gyðingur, fæddur Helmut Ostermann í Beckum árið 1923. Hann fæddist inn í vel stæða fjölskyldu og upplifði valdatöku Hitlers. Fjölskyldan bar hins vegar gæfu til þess að flytjast til Palestínu árið 1933, en Palestína var þá hersetin af Bretum. 15 ára gamall gekk Uri til liðs við neðanjarðarhreyfingu gyðinga, Irgun og skrifaði áróðursbæklinga fyrir hreyfinguna, en sagði sig þremur árum síðar úr henni, vegna andstöðu við hryðjuverkastefnu hennar og arabaandúð. Árið 1947 stofnuðu Uri og félagar hans hópinn Eretz Yisrael Hatzeah og töluðu þar fyrir ríkjasambandi milli Palestínu, Jórdaníu (Transjórdan), Líbanon, Sýrlands og Íraks. Uri gekk svo til liðs við vopnaðar sveitir gyðinga, Haganah, sem þróuðust yfir í Ísraelsher, og barðist í stríðinu 1948, sem Ísraelar kalla frelsisstríðið en Palestínumenn „Nakbah“ eða „hörmungarnar“. Uri var í Givati-herdeildinni og í jeppasérsveitinni Refir Samsons. Hann særðist í stríðinu og lá síðustu daga þess á spítala. Þar sór hann þess eið að verja ævi sinni í friðarbaráttu. Hann skrifaði tvær bækur um reynslu sína af stríðinu og á ensku nefnast þær In The Field of the Philistines og The Other Side of The Coin. Sér í lagi í þeirri síðari leitaðist Uri við að draga fram dekkri hliðar stríðsins, og var með fyrstu Ísraelunum til þess, en bækurnar komu út á hebresku 1949 og 1950 og voru því jafnframt einhver fyrsti vitnisburður ísraelsk hermanns um stríðinu. Bækurnar voru gefnar saman út á ensku árið 2008 undir heitinu 1948: A Soldier‘s Tale með nýjum inngangi og formála höfundar. Uri Avnery, ritstjóri HaOlam HaZeh með aðstoðarritstjóra blaðsins, Shalom Cohen.Ritstjóri, friðarbaráttumaður og þingmaður Árið 1950 keypti Uri Avnery blaðið HaOlam HaZeh ásamt tveimur vinum sínum og átti eftir að ritstýra því í fjóra áratugi. Undir ritstjórn Uris varð blaðið einn helsti samfélagsvöndur Ísraels, þekkt fyrir skarpa rannsóknarblaðamennsku, var raunar frumkvöðull á því sviði, beitta gagnrýni á stjórnarfar og spillingu og fyrir afhjúpun á hneykslum, svo sem Lavron-hneykslinu og fjöldamorðum á aröbum í þorpinu Kfar Quasim 1956. Uri er í dag heiðursborgari Kfar Quasim fyrir þátt sinn í að afhjúpa þá stríðglæpi. Ráðist var á Uri fyrir skrif sín og lenti hann á spítala, en á spítalanum kynntist hann verðandi eiginkonu sinni, Rachel, sem átti eftir að standa staðfastlega við hlið hans í friðarbaráttunni. Hún var einnig virtur og vinsæll barnaskólakennari, læðri ljósmyndun og tók myndir í öllum aðgerðum Gush Shalom og tók þátt í að skipuleggja aðgerðir, en hún var meðstofnandi samtakanna.Hún las jafnframt yfir allar greinar Uris og gerði athugasemdir, en Uri hefur sagt að sterkasti eiginleiki hennar hafi verið samkenndin, og minntist hennar í fallegri grein, Rachel. Rachel Avnery lést úr lifrarbólgu árið 2011.Uri og Rachel Avnery.Uri var einn af fyrstu Ísraelunum til að lýsa stuðningi við Palestínuríki, en hugmyndir hans um það þróuðust á 6. og 7. áratugnum og átti hann eftir að tala fyrir því og friði við Palestínumenn æ síðan. Jafnhliða því talaði hann undan frelsi Alsír undan Frökkum og kom á fót nefnd sem átti í samskiptum við frelsissamtök Alsír, FLN. Árið 1975 stofnuðu Uri og félagar hans svo Ísraelska ráðið fyrir friði milli Ísraela og Palestínumanna og hófu óformlegar viðræður við fulltrúa Frelsissamtaka Palestínu, PLO, í von um að það mætti greiða fyrir formlegum friðarviðræðum. Í ráðinu var m.a. hershöfðinginn Matti Peled; faðir friðaraktívistans Miko, sem komið hefur hingað til lands á vegum Félagsins Ísland-Palestína og hagfræðingurinn og friðaraktívistinn Yaakov Arnon. Meðal fulltrúa í PLO var Issam Sartawi og myndaðist góð vinátta milli hans og Uris, en palestínskir öfgamenn úr röðum Abu Nidal myrtu Sartawi síðar. Uri minntist Sartawis í bók sinni, My Friend, The Enemy. Stjórnmálaafskipti Uris leiddu loks til framboðs; hann var kjörinn á ísraelska þingið, Knesset og sat tvö kjörtímabil. Á þinginu hélt hann áfram að beita sér fyrir félagsmálum innanlands og fyrir friði við nágrannaþjóðir. Uri Avnery fundar með Yasser Arafat, fyrstur Ísraela, í Beirút árið 1982.Sögulegur fundur með Arafat og stofnun Gush Shalom Árið 1982 fór Uri Avnery ásamt fréttateymi sínu yfir víglínuna í Líbanonsstríðinu og hitti Yasser Arafat, fyrstur Ísraela. Með þeim myndaðist góð vinátta og síðar átti Uri eftir að standa mannlegan skjöld um Arafat árið 2003, þegar Ísraelsher réðist inn í Ramallah. Árið 1993 stofnuðu Uri og félagar friðarsamtökin Gush Shalom, sem hann hefur leitt síðan. Samtökin hafa staðið fyrir margvíslegum mótmælum og aðgerðum og tala fyrir Palestínuríki byggðu á landamærunum fyrir stríðið 1967 (miðað við „Grænu línuna“) með einhverjum umsömdum landsvæðaskiptum, Jerúsalem sem höfuðborg beggja ríkja þar sem Palestínumenn hefðu yfirráð með austurhlutanum sem yrði höfuðborg Palestínuríkis. Borgin skuli þannig vera skipt pólitískt en þó jafnframt sameiginleg á sveitastjórnarsviði. Réttur flóttamanna skuli virtur í grundvallaratriðum og Ísrael gangist við ábyrgð sinni á flóttamannavandanum, flóttamenn gætu valið um skaðabætur eða að fá að setjast að í Ísrael, samið yrði um fjölda flóttamanna í árlegum kvótum en grunnstoðir Ísraels yrðu ekki skekktar.Móttaka Carl von Ossietsky-verðlaunanna árið 2008. Frá vinstri til hægri: Mohammed Khatib & Abudullah Aburama (borgarnefnd Bil‘in, þar sem fara fram vikuleg mótmæli gegn hernámi Ísraela); Rachel Avnery; Fanny-Michaela Reisin (borgarstýra Liga); Uri Avnery og Adi Winter og Yossi Bartal í Anarchists Against the Wall.Heiðraður og umdeildur Uri Avnery hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir friðarstörf sín. Hann var heiðursborgari í palestínska þorpinu Abu Ghosh árið 1996 fyrir þátt sinn í að aftra brottrekstri þorpsbúa 40 árum áður og heiðursborgari í Kfar Kassem, eins og fyrr var getið. Hann hlaut palestínsku mannréttindaverðlaunin árið 1998, Kreisky-mannréttindaverðlaunin í Vínarborg sama ár, Aachen-friðarverðlaunin árið 1997 og Erich Maria Remarque friðarverðlaunin árið 1995. Hann hlaut sérstök borgaraverðlaun Tel Aviv árið 2016, Lower Saxony friðarverðlaunin árið 1998, heiðurverðlaun frá Mahmoud Abbas Palestínuforseta árið 2007 fyrir „framúrskarandi stuðning og hugrakka samstöðu með palestínsku þjóðinni“, heiðursverðlaun fréttamanna í Tel Aviv árið 2013 fyrir ævistarf sitt. Sömuleiðis veittu samtökin Yesh Gvul honum Leibowitz-verðlaunin árið 2012 fyrir ævistarf sitt, en það eru samtök hermanna sem neita að gegna herþjónustu á herteknu svæðunum. Uri hlaut einnig Mare Nostrum mannréttindaverðlaunin (Viareggo, Ítalíu) árið 2006, Carl Von Ossietsky verðlaunin árið 2002, Lev Kopelev verðlaunin ásamt Sari Nusseibeh árið 2003 og Right Livelyhood-verðlaunin (stundum kölluð „Hin Nóbelsverðlaunin“) ásamt Rachel eiginkonu sinni og Gush Shalom árið 2001 „fyrir óbifandi sannfæringu sína, í hringiðu ofbeldis, um að friði verði einungis komið á með réttlæti og sáttum.“Uri Avnery eftir að hafa sætt mannránstilraun.En jafnhliða viðurkenningum varð ekki hjá því komist að Uri Avnery yrði umdeildur. Hann hefur, jú, verið kallaður maðurinn sem Ísraelar elska að hata. Það kemur kannski minnst á óvart að hægri vængurinn í Ísrael hafi hatast við hann. Uri sætti tilræðum, sprengjum var komið fyrir á ritstjórnarskrifstofunni hans, hann sætti líkamsárásum og öfgaþjóðernissinninn Baruch Marzel, sem fer fyrir Jewish National Front, hvatti iðulega til þess að hann yrði myrtur. Uri og Golda Meir fyrrum forsætisráðherra Ísraels þoldu ekki hvort annað og fóru síst leynt með það og sama má segja um viðhorf Uris og Shimonar Perez hvors til annars. En á vinstri vængnum og í friðarhreyfingunni sætti Uri líka gagnrýni. Þar bar hæst deilan um eitt ríki eða tvö. Í því samhengi er best að benda á rökræður Uris og ísraelska sagnfræðingsins Ilans Pappé, þar koma rökin og mótrökin hvað best fram. Hvað flóttamannadeiluna varðar, er sömuleiðis gott að lesa bréf Uris og Salmans Abu Sitta hvors til annars. Áberandi er í báðum tilfellum, að hversu sem aðilana greindi á, skynjar maður djúpa gagnkvæma virðingu milli þeirra. Þessu skylt er að þó Uri hafi sannarlega skrifað margt um fortíð sína, stríðið 1948 og síonismann, þá þótti ýmsum að hann hafi mátt ganga lengra í að gera þau mál upp. Uri lagði sjálfur áherslu á að hann væri föðurlandsvinur, en hann vildi lýðræðislegt og veraldlegt Ísraelsríki samhliða Palestínuríki, og sá fyrir sér að með tímanum gæti myndast ríkjasamband, slakað yrði á landamærum og fólksflutningar milli ríkjanna gætu orðið greiðari.Uri í mótmælum, herinn beitir háþrýstidælum.Uri Avnery talaði fyrir árás á Egyptaland 1951 en snerist hugur í kjölfar Súez-deilunnar, hann studdi á sínum tíma tilraunir PLO til að steypa Jórdaníukonungi af stóli og árið 1967 studdi hann sameiningu Jerúsalem, þó hann hafi séð það fyrir sér með öðrum hætti en reyndin varð. Hann átti eftir að iðrast þess síðar og sömuleiðis stuðningi sínum við árás á Sýrland, sem hann kallaði ein stærstu mistök lífs síns, en rétt eins og í tilfelli Jórdaníu átti það sér rætur í því að á þeim tíma var Sýrland einhver helsti andstæðingur Fatah, stærstu hreyfingarinnar innan PLO, sem Yasser Arafat fór fyrir. Uri lýsti efasemdum sínum gagnvart allsherjarsniðgöngu á Ísrael að hætti BDS-sniðgönguhreyfingarinnar og fékk gagnrýni á sig á móti. Uri taldi að hún myndi ýta Ísraelum í faðm hægrisins, en var ekki mótfallinn sniðgöngu í sjálfu sér. Gush Shalom var reyndar með þeim fyrstu í Ísrael til að tala fyrir sniðgöngu á vörum frá landtökubyggðunum og þess háttar sniðgöngu studdi Uri eftir sem áður. Hann taldi einnig að BDS þyrfti að skýra afstöðu sína gagnvart Ísrael, þ.e. hvort þeir vildu frið við Ísrael eða að Ísrael yrði hreinlega lagt niður, en það er gagnrýni sem einnig hefur t.a.m. heyrst frá öðrum þekktum friðarktívista og skörpum gagnrýnanda á framferði ísraelskra stjórnvalda, Norman Finkelstein. Uri Avnery var þannig hvorki óskeikull um ævina né hafinn yfir gagnrýni, en hvort heldur sem maður var sammála honum eða ekki var iðulega áhugavert að fá hans sjónarhorn.Uri Avnery, 1923-2818Kveðjustund Sjálfur mun ég minnast Uri Avnery með hlýju og þökk fyrir þann innblástur og von sem hann hefur veitt mér og öðrum með skrifum sínum, fyrir visku sína, hugrekki og hreinskilni, skarpskyggni sína, mannúð og þrotlausra og ókvikandi baráttu sína fyrir friði og mannréttindum. Ég kynntist skrifum Uris fyrir eitthvað 13-14 árum þegar bróðir minn þýddi pistil eftir hann. Ég hef verið dyggur lesandi pistlanna hans síðan þá, sem hann skrifaði vikulega allt fram í hið síðasta og birtust á hebresku og ensku á vefsíðu Gush Shalom og víðar. Uri varð fljótlega eftirlætis pistlahöfundurinn minn og hefur verið það æ síðan. Margir pistlar hans hafa verið þýddir á íslensku og birst í Morgunblaðinu, Fréttablaðinu, Kvennablaðinu, Vísi og í Frjálsri Palestínu. Flesta þeirra hef ég sjálfur þýtt í sjálfboðastarfi, en meðal annara þýðanda get ég nefnt Véstein bróður minn og Viðar Þorsteinsson. Ég tel Uri með merkustu Ísraelum sem uppi hafa verið og það er von mín að þannig verði hans minnst og að hugsjónir hans fyrir friði og mannúð megi lifa. Ég hvet fólk eindregið til að kynna sér skrifin hans, en eftir hann liggja sjö bækur, auk pistlanna sem hann skrifaði til æviloka. Ég trúi því einlæglega að ef hlustað hefði verið meira á vitra menn eins og Uri Avnery, þá hefði mun fyrr mátt greiða úr deilu Ísraela og Palestínumanna og fyrir friði og réttindum þeim til handa. Það kom fyrir, þegar Uri minntist manna sem höfðu virkilega verið sérstæðir og sett mark sitt á friðarbaráttu, að honum varð hugsað til orða Hamlets um föður sinn. Þau orð, sem ég snara hér, tel ég verðugan minnisvarða um hann sjálfan: Hann var maður. Tak honum með öllu sínu; ég mun ei líta hans líka á ný. Uris verður sárt saknað. Blessuð sé minning hans.Höfundur situr í stjórn Félagsins Ísland-Palestína. Félagið mun heiðra minningu Uris með sýningu á heimildamyndinni Uri Avnery: Warrior for Peace þann 10. September næstkomandi, á 95 ára afmælisdegi hans. Sýningin hefst kl. 20:30 í sal 3 í Bíó Paradís og er tæpur klukkutími að lengd, sýnd með enskum texta. Enginn aðgangseyrir er á sýninguna og allir eru velkomnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
„Þáttur okkar er einungis lítið brot af baráttu sem fer fram um allan heim fyrir friði og jafnrétti milli fólks og milli þjóða fyrir að varðveita plánetuna okkar. Það er hægt að draga það allt saman í einu orði, sem bæði á hebresku og arabísku merkir ekki aðeins frið heldur heilindi, öryggi og velferð: Shalom Salam“ - Uri Avnery Uri Avnery, friðaraktívisti og formaður ísraelsku friðarsamtakanna Gush Shalom, fyrrum hermaður, þingmaður og ritstjóri er látinn, 94 ára að aldri. Hann var einhver ötulasti baráttumaðurinn gegn hernámi Ísraela, fyrir friði milli Ísraela og Palestínumanna og fyrir rétti Palestínumanna til eigin sjálfstæðs ríkis . Hann helgaði líf sitt þeirri baráttu allt til hinsta dags. Hann lifði ótrúlega ævi sem er jafnframt samtvinnuð sögu Ísraels og Palestínu á þessari öld og þeirri síðustu og skilur eftir sig einstakt ævistarf.Uri Avnery sem ungur drengur, skömmu áður en fjölskylda hans flúði Þýskland til Palestínu.Bernska í Þýskalandi nasismans, æskuár í Palestínu, unglingsár í Irgun og stríðið 1948 Uri Avnery var þýskur gyðingur, fæddur Helmut Ostermann í Beckum árið 1923. Hann fæddist inn í vel stæða fjölskyldu og upplifði valdatöku Hitlers. Fjölskyldan bar hins vegar gæfu til þess að flytjast til Palestínu árið 1933, en Palestína var þá hersetin af Bretum. 15 ára gamall gekk Uri til liðs við neðanjarðarhreyfingu gyðinga, Irgun og skrifaði áróðursbæklinga fyrir hreyfinguna, en sagði sig þremur árum síðar úr henni, vegna andstöðu við hryðjuverkastefnu hennar og arabaandúð. Árið 1947 stofnuðu Uri og félagar hans hópinn Eretz Yisrael Hatzeah og töluðu þar fyrir ríkjasambandi milli Palestínu, Jórdaníu (Transjórdan), Líbanon, Sýrlands og Íraks. Uri gekk svo til liðs við vopnaðar sveitir gyðinga, Haganah, sem þróuðust yfir í Ísraelsher, og barðist í stríðinu 1948, sem Ísraelar kalla frelsisstríðið en Palestínumenn „Nakbah“ eða „hörmungarnar“. Uri var í Givati-herdeildinni og í jeppasérsveitinni Refir Samsons. Hann særðist í stríðinu og lá síðustu daga þess á spítala. Þar sór hann þess eið að verja ævi sinni í friðarbaráttu. Hann skrifaði tvær bækur um reynslu sína af stríðinu og á ensku nefnast þær In The Field of the Philistines og The Other Side of The Coin. Sér í lagi í þeirri síðari leitaðist Uri við að draga fram dekkri hliðar stríðsins, og var með fyrstu Ísraelunum til þess, en bækurnar komu út á hebresku 1949 og 1950 og voru því jafnframt einhver fyrsti vitnisburður ísraelsk hermanns um stríðinu. Bækurnar voru gefnar saman út á ensku árið 2008 undir heitinu 1948: A Soldier‘s Tale með nýjum inngangi og formála höfundar. Uri Avnery, ritstjóri HaOlam HaZeh með aðstoðarritstjóra blaðsins, Shalom Cohen.Ritstjóri, friðarbaráttumaður og þingmaður Árið 1950 keypti Uri Avnery blaðið HaOlam HaZeh ásamt tveimur vinum sínum og átti eftir að ritstýra því í fjóra áratugi. Undir ritstjórn Uris varð blaðið einn helsti samfélagsvöndur Ísraels, þekkt fyrir skarpa rannsóknarblaðamennsku, var raunar frumkvöðull á því sviði, beitta gagnrýni á stjórnarfar og spillingu og fyrir afhjúpun á hneykslum, svo sem Lavron-hneykslinu og fjöldamorðum á aröbum í þorpinu Kfar Quasim 1956. Uri er í dag heiðursborgari Kfar Quasim fyrir þátt sinn í að afhjúpa þá stríðglæpi. Ráðist var á Uri fyrir skrif sín og lenti hann á spítala, en á spítalanum kynntist hann verðandi eiginkonu sinni, Rachel, sem átti eftir að standa staðfastlega við hlið hans í friðarbaráttunni. Hún var einnig virtur og vinsæll barnaskólakennari, læðri ljósmyndun og tók myndir í öllum aðgerðum Gush Shalom og tók þátt í að skipuleggja aðgerðir, en hún var meðstofnandi samtakanna.Hún las jafnframt yfir allar greinar Uris og gerði athugasemdir, en Uri hefur sagt að sterkasti eiginleiki hennar hafi verið samkenndin, og minntist hennar í fallegri grein, Rachel. Rachel Avnery lést úr lifrarbólgu árið 2011.Uri og Rachel Avnery.Uri var einn af fyrstu Ísraelunum til að lýsa stuðningi við Palestínuríki, en hugmyndir hans um það þróuðust á 6. og 7. áratugnum og átti hann eftir að tala fyrir því og friði við Palestínumenn æ síðan. Jafnhliða því talaði hann undan frelsi Alsír undan Frökkum og kom á fót nefnd sem átti í samskiptum við frelsissamtök Alsír, FLN. Árið 1975 stofnuðu Uri og félagar hans svo Ísraelska ráðið fyrir friði milli Ísraela og Palestínumanna og hófu óformlegar viðræður við fulltrúa Frelsissamtaka Palestínu, PLO, í von um að það mætti greiða fyrir formlegum friðarviðræðum. Í ráðinu var m.a. hershöfðinginn Matti Peled; faðir friðaraktívistans Miko, sem komið hefur hingað til lands á vegum Félagsins Ísland-Palestína og hagfræðingurinn og friðaraktívistinn Yaakov Arnon. Meðal fulltrúa í PLO var Issam Sartawi og myndaðist góð vinátta milli hans og Uris, en palestínskir öfgamenn úr röðum Abu Nidal myrtu Sartawi síðar. Uri minntist Sartawis í bók sinni, My Friend, The Enemy. Stjórnmálaafskipti Uris leiddu loks til framboðs; hann var kjörinn á ísraelska þingið, Knesset og sat tvö kjörtímabil. Á þinginu hélt hann áfram að beita sér fyrir félagsmálum innanlands og fyrir friði við nágrannaþjóðir. Uri Avnery fundar með Yasser Arafat, fyrstur Ísraela, í Beirút árið 1982.Sögulegur fundur með Arafat og stofnun Gush Shalom Árið 1982 fór Uri Avnery ásamt fréttateymi sínu yfir víglínuna í Líbanonsstríðinu og hitti Yasser Arafat, fyrstur Ísraela. Með þeim myndaðist góð vinátta og síðar átti Uri eftir að standa mannlegan skjöld um Arafat árið 2003, þegar Ísraelsher réðist inn í Ramallah. Árið 1993 stofnuðu Uri og félagar friðarsamtökin Gush Shalom, sem hann hefur leitt síðan. Samtökin hafa staðið fyrir margvíslegum mótmælum og aðgerðum og tala fyrir Palestínuríki byggðu á landamærunum fyrir stríðið 1967 (miðað við „Grænu línuna“) með einhverjum umsömdum landsvæðaskiptum, Jerúsalem sem höfuðborg beggja ríkja þar sem Palestínumenn hefðu yfirráð með austurhlutanum sem yrði höfuðborg Palestínuríkis. Borgin skuli þannig vera skipt pólitískt en þó jafnframt sameiginleg á sveitastjórnarsviði. Réttur flóttamanna skuli virtur í grundvallaratriðum og Ísrael gangist við ábyrgð sinni á flóttamannavandanum, flóttamenn gætu valið um skaðabætur eða að fá að setjast að í Ísrael, samið yrði um fjölda flóttamanna í árlegum kvótum en grunnstoðir Ísraels yrðu ekki skekktar.Móttaka Carl von Ossietsky-verðlaunanna árið 2008. Frá vinstri til hægri: Mohammed Khatib & Abudullah Aburama (borgarnefnd Bil‘in, þar sem fara fram vikuleg mótmæli gegn hernámi Ísraela); Rachel Avnery; Fanny-Michaela Reisin (borgarstýra Liga); Uri Avnery og Adi Winter og Yossi Bartal í Anarchists Against the Wall.Heiðraður og umdeildur Uri Avnery hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir friðarstörf sín. Hann var heiðursborgari í palestínska þorpinu Abu Ghosh árið 1996 fyrir þátt sinn í að aftra brottrekstri þorpsbúa 40 árum áður og heiðursborgari í Kfar Kassem, eins og fyrr var getið. Hann hlaut palestínsku mannréttindaverðlaunin árið 1998, Kreisky-mannréttindaverðlaunin í Vínarborg sama ár, Aachen-friðarverðlaunin árið 1997 og Erich Maria Remarque friðarverðlaunin árið 1995. Hann hlaut sérstök borgaraverðlaun Tel Aviv árið 2016, Lower Saxony friðarverðlaunin árið 1998, heiðurverðlaun frá Mahmoud Abbas Palestínuforseta árið 2007 fyrir „framúrskarandi stuðning og hugrakka samstöðu með palestínsku þjóðinni“, heiðursverðlaun fréttamanna í Tel Aviv árið 2013 fyrir ævistarf sitt. Sömuleiðis veittu samtökin Yesh Gvul honum Leibowitz-verðlaunin árið 2012 fyrir ævistarf sitt, en það eru samtök hermanna sem neita að gegna herþjónustu á herteknu svæðunum. Uri hlaut einnig Mare Nostrum mannréttindaverðlaunin (Viareggo, Ítalíu) árið 2006, Carl Von Ossietsky verðlaunin árið 2002, Lev Kopelev verðlaunin ásamt Sari Nusseibeh árið 2003 og Right Livelyhood-verðlaunin (stundum kölluð „Hin Nóbelsverðlaunin“) ásamt Rachel eiginkonu sinni og Gush Shalom árið 2001 „fyrir óbifandi sannfæringu sína, í hringiðu ofbeldis, um að friði verði einungis komið á með réttlæti og sáttum.“Uri Avnery eftir að hafa sætt mannránstilraun.En jafnhliða viðurkenningum varð ekki hjá því komist að Uri Avnery yrði umdeildur. Hann hefur, jú, verið kallaður maðurinn sem Ísraelar elska að hata. Það kemur kannski minnst á óvart að hægri vængurinn í Ísrael hafi hatast við hann. Uri sætti tilræðum, sprengjum var komið fyrir á ritstjórnarskrifstofunni hans, hann sætti líkamsárásum og öfgaþjóðernissinninn Baruch Marzel, sem fer fyrir Jewish National Front, hvatti iðulega til þess að hann yrði myrtur. Uri og Golda Meir fyrrum forsætisráðherra Ísraels þoldu ekki hvort annað og fóru síst leynt með það og sama má segja um viðhorf Uris og Shimonar Perez hvors til annars. En á vinstri vængnum og í friðarhreyfingunni sætti Uri líka gagnrýni. Þar bar hæst deilan um eitt ríki eða tvö. Í því samhengi er best að benda á rökræður Uris og ísraelska sagnfræðingsins Ilans Pappé, þar koma rökin og mótrökin hvað best fram. Hvað flóttamannadeiluna varðar, er sömuleiðis gott að lesa bréf Uris og Salmans Abu Sitta hvors til annars. Áberandi er í báðum tilfellum, að hversu sem aðilana greindi á, skynjar maður djúpa gagnkvæma virðingu milli þeirra. Þessu skylt er að þó Uri hafi sannarlega skrifað margt um fortíð sína, stríðið 1948 og síonismann, þá þótti ýmsum að hann hafi mátt ganga lengra í að gera þau mál upp. Uri lagði sjálfur áherslu á að hann væri föðurlandsvinur, en hann vildi lýðræðislegt og veraldlegt Ísraelsríki samhliða Palestínuríki, og sá fyrir sér að með tímanum gæti myndast ríkjasamband, slakað yrði á landamærum og fólksflutningar milli ríkjanna gætu orðið greiðari.Uri í mótmælum, herinn beitir háþrýstidælum.Uri Avnery talaði fyrir árás á Egyptaland 1951 en snerist hugur í kjölfar Súez-deilunnar, hann studdi á sínum tíma tilraunir PLO til að steypa Jórdaníukonungi af stóli og árið 1967 studdi hann sameiningu Jerúsalem, þó hann hafi séð það fyrir sér með öðrum hætti en reyndin varð. Hann átti eftir að iðrast þess síðar og sömuleiðis stuðningi sínum við árás á Sýrland, sem hann kallaði ein stærstu mistök lífs síns, en rétt eins og í tilfelli Jórdaníu átti það sér rætur í því að á þeim tíma var Sýrland einhver helsti andstæðingur Fatah, stærstu hreyfingarinnar innan PLO, sem Yasser Arafat fór fyrir. Uri lýsti efasemdum sínum gagnvart allsherjarsniðgöngu á Ísrael að hætti BDS-sniðgönguhreyfingarinnar og fékk gagnrýni á sig á móti. Uri taldi að hún myndi ýta Ísraelum í faðm hægrisins, en var ekki mótfallinn sniðgöngu í sjálfu sér. Gush Shalom var reyndar með þeim fyrstu í Ísrael til að tala fyrir sniðgöngu á vörum frá landtökubyggðunum og þess háttar sniðgöngu studdi Uri eftir sem áður. Hann taldi einnig að BDS þyrfti að skýra afstöðu sína gagnvart Ísrael, þ.e. hvort þeir vildu frið við Ísrael eða að Ísrael yrði hreinlega lagt niður, en það er gagnrýni sem einnig hefur t.a.m. heyrst frá öðrum þekktum friðarktívista og skörpum gagnrýnanda á framferði ísraelskra stjórnvalda, Norman Finkelstein. Uri Avnery var þannig hvorki óskeikull um ævina né hafinn yfir gagnrýni, en hvort heldur sem maður var sammála honum eða ekki var iðulega áhugavert að fá hans sjónarhorn.Uri Avnery, 1923-2818Kveðjustund Sjálfur mun ég minnast Uri Avnery með hlýju og þökk fyrir þann innblástur og von sem hann hefur veitt mér og öðrum með skrifum sínum, fyrir visku sína, hugrekki og hreinskilni, skarpskyggni sína, mannúð og þrotlausra og ókvikandi baráttu sína fyrir friði og mannréttindum. Ég kynntist skrifum Uris fyrir eitthvað 13-14 árum þegar bróðir minn þýddi pistil eftir hann. Ég hef verið dyggur lesandi pistlanna hans síðan þá, sem hann skrifaði vikulega allt fram í hið síðasta og birtust á hebresku og ensku á vefsíðu Gush Shalom og víðar. Uri varð fljótlega eftirlætis pistlahöfundurinn minn og hefur verið það æ síðan. Margir pistlar hans hafa verið þýddir á íslensku og birst í Morgunblaðinu, Fréttablaðinu, Kvennablaðinu, Vísi og í Frjálsri Palestínu. Flesta þeirra hef ég sjálfur þýtt í sjálfboðastarfi, en meðal annara þýðanda get ég nefnt Véstein bróður minn og Viðar Þorsteinsson. Ég tel Uri með merkustu Ísraelum sem uppi hafa verið og það er von mín að þannig verði hans minnst og að hugsjónir hans fyrir friði og mannúð megi lifa. Ég hvet fólk eindregið til að kynna sér skrifin hans, en eftir hann liggja sjö bækur, auk pistlanna sem hann skrifaði til æviloka. Ég trúi því einlæglega að ef hlustað hefði verið meira á vitra menn eins og Uri Avnery, þá hefði mun fyrr mátt greiða úr deilu Ísraela og Palestínumanna og fyrir friði og réttindum þeim til handa. Það kom fyrir, þegar Uri minntist manna sem höfðu virkilega verið sérstæðir og sett mark sitt á friðarbaráttu, að honum varð hugsað til orða Hamlets um föður sinn. Þau orð, sem ég snara hér, tel ég verðugan minnisvarða um hann sjálfan: Hann var maður. Tak honum með öllu sínu; ég mun ei líta hans líka á ný. Uris verður sárt saknað. Blessuð sé minning hans.Höfundur situr í stjórn Félagsins Ísland-Palestína. Félagið mun heiðra minningu Uris með sýningu á heimildamyndinni Uri Avnery: Warrior for Peace þann 10. September næstkomandi, á 95 ára afmælisdegi hans. Sýningin hefst kl. 20:30 í sal 3 í Bíó Paradís og er tæpur klukkutími að lengd, sýnd með enskum texta. Enginn aðgangseyrir er á sýninguna og allir eru velkomnir.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar