Öryggis- og búkmyndavélar í lykilhlutverki í nauðgunardómi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2018 12:00 Myndefni úr öryggismyndavél renndi stoðum undir framburð konunnar. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt rúmenskan ríkisborgara í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu aðfaranótt 8. október á síðasta ári. Myndefni úr öryggismyndavélum og búkmyndavél lögreglu hjálpuðu til við sakfellingu mannsins. Manninum var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna, gegn hennar vilja með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung en hann greip í hár hennar og þvingaði hana til að hafa við sig munnmök með því að þrýsta framan á háls hennar, tók svo niður buxur hennar og reyndi að hafa við hana samræði í endaþarm og leggöng, greip síðan aftur í hár hennar og þvingaði hana til að hafa við sig munnmök í annað sinn. Tilkynning um kynferðisbrotið barst lögreglu síðla nætur þann 8. október síðastliðinn. Tveir lögreglumenn hittu konuna og systur hennar fyrir utan Subway í miðbæ ótilgreinds bæjarfélags. Í skýrslu lögreglu kom fram að konan hafi verið í sjáanlegu uppnámi en samræður konunnar við lögreglumenninna voru teknar upp á búkmyndavél annars lögreglumannsins. Höfðu konan og systur hennar átt í samskiptum við manninn og vini hans fyrr um kvöldið og tókst lögreglu að hafa upp á hinum ákærða þar sem systir konunnar hafði fengið símanúmer hjá félaga mannsins. Rannsókn á símanúmerinu og öðru númerinu sem því tengdist leiddi til handtöku mannsins. Héraðsdómur ReykjanessFréttablaðið/Hari Sagði konunna hafa haft frumkvæði að samskiptunum Við skýrslutöku sagði maðurinn að rekja mætti samskipti hans við konunnar til þess að hún hafi kysst hann fyrirvaralaust inni á skemmtistað. Samkvæmt framburði mannsins var það konan sem átti frumkvæði að öllum samskiptum þeirra en eftir að staðnum var lokað sagðist hann hafa hitt hana að nýju fyrir utan skemmtistaðinn. Þar hafi hún ítrekað beðið hann um að koma með sér heim. Það hafi hann hins vegar ekki viljað gera en að hann væri tilbúinn til þess að eiga við hana kynferðisleg samskipti í nágrenni við skemmtistaðinn.Þau hafi farið bak við hús fyrir aftan skemmtistaðinn þar sem konan hafi átt frumkvæði að munnmökum. Því næst hafi hún fært sig aftur fyrir kyrrstæðan húsbíl þar sem þau hafi haft samfarir í stutta stund áður en að konan hafi sagt systur sína vera að leita sér og yfirgaf hún svæðið. Sagði hann að kynferðisleg samskipti þeirra hafi farið fram með samþykki konunnar.Fyrir dómi sagðist maðurinn hins vegar hafa haft frumkvæði að samskiptum þeirra eftir að hafa veitt henni athygli inn á skemmtistaðnum. Þau hafi dansað saman og kysst en þegar skemmtistaðnum lokaði hafi þau farið bak við skemmtistaðinn líkt og hann greindi frá við skýrslutöku.Myndefni úr búkmyndavél lögreglumanns á vettvangi var einn af þeim þáttum sem leiddu til sakfellingar mannsins.Vísir/VilhelmReyndi að bíta í lim mannsins Fyrir dómi sagðist konan hafa verið úti að skemmta sér umrætt kvöld með systur sinni og vinum. Sagði hún að maðurinn hefði komið til sín á dansgólfinu, leitt sig að karlaklósettinu og kysst hana. Eftir lokun skemmtistaðarins hafi þau hist fyrir utan skemmtistaðinn og gengið saman frá skemmtistaðnum. Þegar systir konunnar hafi kallað í átt að þeim hafi maðurinn tekið í hönd hennar og greikkað sporið. Fyllst hún þá áhyggjum og varð hún samferða tveimur strákum til baka til systur sinnar.Nokkru síðar sagðist hún hins vegar hafa gengið sömu leið til baka og hitt manninn aftur og eftir nokkra stund hafi komið til tals að þau færu saman í partý í leigubíl ásamt félögum mannsins. Á göngu í leigubílinn hafi konan hins vegar orðið vör við það að félagarnir voru ekki lengur með í för. Hafi maðurinn þá byrjað að kyssa konunna og taldi hún að hún hefði kysst hann til baka.Greindi konan frá því að í kjölfarið hafi maðurinn tekið í handlegg hennar og dregið hana inn á næstu lóð og að hvítri sendiferðabifreið sem þar stóð. Þegar þangað kom hefði maðurinn tekið um hár brotaþola og togað hana niður á hnén. Svo hefði hann ýtt á háls brotaþola til þess að opna munn hennar. Hann hefði því næst tekið lim sinn út og stungið honum í munn brotaþola.Þegar maðurinn hefði verið farinn að ýta lim sínum of langt inn kvaðst hún hafa reynt að stoppa hann með því að ýta í læri hans en án árangurs. Fram kom hjá konunni að hún hefði í fyrstu ekki verið munnmökunum mótfallin en þegar hann var orðinn of ágengur hefði hún ekki viljað þau lengur.Því næst hafi maðurinn tekið bol hennar upp og girt niður um hana. Hann hefði síðan reynt að setja lim sinn inn í konuna en ekki tekist. Þar sem konan var of lágvaxinn hefði honum ekki tekist ætlunarverk sitt. Hann hefði því sest niður á aftanverða bifreiðina og reynt að láta konuna fara ofan á. Sagðist hún þá hafa sagt nei.Hann hafi samt sem áður haldið áfram að toga í konuna sem ítrekað hefði sagt nei við hann á ensku. Við það hefði maðurinn orðið pirraður. Þá hafi hann togað konuna aftur niður á hárinu og sett lim sinn í munn hennar að nýju. Maðurinn hefði þá verið ákafari en í fyrra sinnið. Sagðist hún hafa reynt að standa upp og fara. Hún hefði einnig freistað þess að bíta í lim mannsins en vör hennar lent á milli og hann því ekki fundið fyrir bitinu.Að þessu loknu hafi maðurinn ýtt við konunni með þeim afleiðingum að hún missteig sig og skall með höfuðið í framenda bílsins. Hitti hún systur sína aftur og hringdu þær á lögreglu sem kom fljótlega á staðinn.Dómari taldi framburð konunnar verðugan.Vísir/GettyÖryggismyndavélar og búkmyndavél renndu frekari stoðum undir framburð konunnar Fyrir dómi kom fram í máli lögreglumanna sem komu á vettvang, sem og annarra vitna, að konan hefði strax sakað manninn um nauðgun og segir í dómi héraðsdóms að á upptöku úr búkmyndavél lögreglumanns megi sjá og heyra konuna lýsa atvikum, hafi framburður hennar verið skýr og afgerandi um að ákærði hafi brotið gegn henni.Þá var lagt fram vottorð sálfræðings þar sem kom fram að frásögn konunnar hafi verið trúverðug og samkvæm sjálfum sér. Hún hafi í viðtölum greint frá áfallastreitueinkennum eftir meint kynferðisbrot ásamt kvíða-, þunglyndis- og streitueinkennum og svefnvanda. Segir vottorðsgjafi sálræn einkenni hennar í kjölfar áfallsins samsvara einkennum sem þekkt séu hjá fólki sem upplifað hafi alvarleg áföll eins og líkamsárás, nauðgun, stórslys eða hamfarir og þótti héraðsdómi að vottorð sálfræðingsins styddi framburð hennar í málinu.Þá voru einnig lögð fram myndskeið úr eftirlitsmyndavélum þar sem sjá mátti manninn hraða för sinni af vettvangi eftir að leiðir hans og konunnar skildu. Segir í dómi að af þessu megi ráða af maðurinn hafi viljað koma sér sem fyrst af vettvangi. Þá hafi framburður konunnar verið stöðugur og að hún hafi aldrei hvikað frá frásögn sinni um að maðurinn hafi beitt hana ofbeldi og nauðung.Framburður mannsins þótti hins vegar ótrúverðugur, þótti hann ekki fá viðhlítandi stoð í framburði né gögnum málsins. Var maðurinn því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum var gefið að sök og dæmdur í þriggja ára fangelsi.Þá þarf hann að greiða 2,7 milljónir í sakarkostnað, sem og 1,4 milljónir í miskabætur til konunnar.Dóm héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt rúmenskan ríkisborgara í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu aðfaranótt 8. október á síðasta ári. Myndefni úr öryggismyndavélum og búkmyndavél lögreglu hjálpuðu til við sakfellingu mannsins. Manninum var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna, gegn hennar vilja með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung en hann greip í hár hennar og þvingaði hana til að hafa við sig munnmök með því að þrýsta framan á háls hennar, tók svo niður buxur hennar og reyndi að hafa við hana samræði í endaþarm og leggöng, greip síðan aftur í hár hennar og þvingaði hana til að hafa við sig munnmök í annað sinn. Tilkynning um kynferðisbrotið barst lögreglu síðla nætur þann 8. október síðastliðinn. Tveir lögreglumenn hittu konuna og systur hennar fyrir utan Subway í miðbæ ótilgreinds bæjarfélags. Í skýrslu lögreglu kom fram að konan hafi verið í sjáanlegu uppnámi en samræður konunnar við lögreglumenninna voru teknar upp á búkmyndavél annars lögreglumannsins. Höfðu konan og systur hennar átt í samskiptum við manninn og vini hans fyrr um kvöldið og tókst lögreglu að hafa upp á hinum ákærða þar sem systir konunnar hafði fengið símanúmer hjá félaga mannsins. Rannsókn á símanúmerinu og öðru númerinu sem því tengdist leiddi til handtöku mannsins. Héraðsdómur ReykjanessFréttablaðið/Hari Sagði konunna hafa haft frumkvæði að samskiptunum Við skýrslutöku sagði maðurinn að rekja mætti samskipti hans við konunnar til þess að hún hafi kysst hann fyrirvaralaust inni á skemmtistað. Samkvæmt framburði mannsins var það konan sem átti frumkvæði að öllum samskiptum þeirra en eftir að staðnum var lokað sagðist hann hafa hitt hana að nýju fyrir utan skemmtistaðinn. Þar hafi hún ítrekað beðið hann um að koma með sér heim. Það hafi hann hins vegar ekki viljað gera en að hann væri tilbúinn til þess að eiga við hana kynferðisleg samskipti í nágrenni við skemmtistaðinn.Þau hafi farið bak við hús fyrir aftan skemmtistaðinn þar sem konan hafi átt frumkvæði að munnmökum. Því næst hafi hún fært sig aftur fyrir kyrrstæðan húsbíl þar sem þau hafi haft samfarir í stutta stund áður en að konan hafi sagt systur sína vera að leita sér og yfirgaf hún svæðið. Sagði hann að kynferðisleg samskipti þeirra hafi farið fram með samþykki konunnar.Fyrir dómi sagðist maðurinn hins vegar hafa haft frumkvæði að samskiptum þeirra eftir að hafa veitt henni athygli inn á skemmtistaðnum. Þau hafi dansað saman og kysst en þegar skemmtistaðnum lokaði hafi þau farið bak við skemmtistaðinn líkt og hann greindi frá við skýrslutöku.Myndefni úr búkmyndavél lögreglumanns á vettvangi var einn af þeim þáttum sem leiddu til sakfellingar mannsins.Vísir/VilhelmReyndi að bíta í lim mannsins Fyrir dómi sagðist konan hafa verið úti að skemmta sér umrætt kvöld með systur sinni og vinum. Sagði hún að maðurinn hefði komið til sín á dansgólfinu, leitt sig að karlaklósettinu og kysst hana. Eftir lokun skemmtistaðarins hafi þau hist fyrir utan skemmtistaðinn og gengið saman frá skemmtistaðnum. Þegar systir konunnar hafi kallað í átt að þeim hafi maðurinn tekið í hönd hennar og greikkað sporið. Fyllst hún þá áhyggjum og varð hún samferða tveimur strákum til baka til systur sinnar.Nokkru síðar sagðist hún hins vegar hafa gengið sömu leið til baka og hitt manninn aftur og eftir nokkra stund hafi komið til tals að þau færu saman í partý í leigubíl ásamt félögum mannsins. Á göngu í leigubílinn hafi konan hins vegar orðið vör við það að félagarnir voru ekki lengur með í för. Hafi maðurinn þá byrjað að kyssa konunna og taldi hún að hún hefði kysst hann til baka.Greindi konan frá því að í kjölfarið hafi maðurinn tekið í handlegg hennar og dregið hana inn á næstu lóð og að hvítri sendiferðabifreið sem þar stóð. Þegar þangað kom hefði maðurinn tekið um hár brotaþola og togað hana niður á hnén. Svo hefði hann ýtt á háls brotaþola til þess að opna munn hennar. Hann hefði því næst tekið lim sinn út og stungið honum í munn brotaþola.Þegar maðurinn hefði verið farinn að ýta lim sínum of langt inn kvaðst hún hafa reynt að stoppa hann með því að ýta í læri hans en án árangurs. Fram kom hjá konunni að hún hefði í fyrstu ekki verið munnmökunum mótfallin en þegar hann var orðinn of ágengur hefði hún ekki viljað þau lengur.Því næst hafi maðurinn tekið bol hennar upp og girt niður um hana. Hann hefði síðan reynt að setja lim sinn inn í konuna en ekki tekist. Þar sem konan var of lágvaxinn hefði honum ekki tekist ætlunarverk sitt. Hann hefði því sest niður á aftanverða bifreiðina og reynt að láta konuna fara ofan á. Sagðist hún þá hafa sagt nei.Hann hafi samt sem áður haldið áfram að toga í konuna sem ítrekað hefði sagt nei við hann á ensku. Við það hefði maðurinn orðið pirraður. Þá hafi hann togað konuna aftur niður á hárinu og sett lim sinn í munn hennar að nýju. Maðurinn hefði þá verið ákafari en í fyrra sinnið. Sagðist hún hafa reynt að standa upp og fara. Hún hefði einnig freistað þess að bíta í lim mannsins en vör hennar lent á milli og hann því ekki fundið fyrir bitinu.Að þessu loknu hafi maðurinn ýtt við konunni með þeim afleiðingum að hún missteig sig og skall með höfuðið í framenda bílsins. Hitti hún systur sína aftur og hringdu þær á lögreglu sem kom fljótlega á staðinn.Dómari taldi framburð konunnar verðugan.Vísir/GettyÖryggismyndavélar og búkmyndavél renndu frekari stoðum undir framburð konunnar Fyrir dómi kom fram í máli lögreglumanna sem komu á vettvang, sem og annarra vitna, að konan hefði strax sakað manninn um nauðgun og segir í dómi héraðsdóms að á upptöku úr búkmyndavél lögreglumanns megi sjá og heyra konuna lýsa atvikum, hafi framburður hennar verið skýr og afgerandi um að ákærði hafi brotið gegn henni.Þá var lagt fram vottorð sálfræðings þar sem kom fram að frásögn konunnar hafi verið trúverðug og samkvæm sjálfum sér. Hún hafi í viðtölum greint frá áfallastreitueinkennum eftir meint kynferðisbrot ásamt kvíða-, þunglyndis- og streitueinkennum og svefnvanda. Segir vottorðsgjafi sálræn einkenni hennar í kjölfar áfallsins samsvara einkennum sem þekkt séu hjá fólki sem upplifað hafi alvarleg áföll eins og líkamsárás, nauðgun, stórslys eða hamfarir og þótti héraðsdómi að vottorð sálfræðingsins styddi framburð hennar í málinu.Þá voru einnig lögð fram myndskeið úr eftirlitsmyndavélum þar sem sjá mátti manninn hraða för sinni af vettvangi eftir að leiðir hans og konunnar skildu. Segir í dómi að af þessu megi ráða af maðurinn hafi viljað koma sér sem fyrst af vettvangi. Þá hafi framburður konunnar verið stöðugur og að hún hafi aldrei hvikað frá frásögn sinni um að maðurinn hafi beitt hana ofbeldi og nauðung.Framburður mannsins þótti hins vegar ótrúverðugur, þótti hann ekki fá viðhlítandi stoð í framburði né gögnum málsins. Var maðurinn því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum var gefið að sök og dæmdur í þriggja ára fangelsi.Þá þarf hann að greiða 2,7 milljónir í sakarkostnað, sem og 1,4 milljónir í miskabætur til konunnar.Dóm héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira