„Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2018 06:33 Frá vettvangi eldsvoðans í safninu á sunnudagskvöld. Tjónið er talið ómetanlegt. vísir/epa Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. Benda ýmsir á að ríkisstjórnin hafi ausið peningum í að halda Ólympíuleikana í Rio árið 2016 en á sama tíma skorið niður fjárframlög til menntunar- og menningarmála. Upptök eldsins eru enn óljós en Roberto Robaday, slökkviliðsstjóri Rio de Janeiro, hefur látið hafa eftir sér að brunahanarnir tveir sem voru næst safninu hafi verið án vatns. Það hafi torveldað slökkvistarf í byrjun.Höfðu barist lengi fyrir auknu fjármagni Stjórnendur þjóðminjasafnsins hafa sagt að tjónið sem varð í eldsvoðanum sé ómetanlegt en talið er að meirihluti þeirra 20 milljón muna sem þar voru geymdir hafi orðið eldinum að bráð. Á meðal þess sem geymt var á hinu 200 ára gamla safni voru egypskir fornmunir, steingervingar og 12 þúsund ára gömul beinagrind af konu. Þá er talið að ómetanlegir fornmunir frá tímum frumbyggja í Rómönsku Ameríku hafi eyðilagst og fóru þar með heimildir um hvernig milljónir manna bjuggu í álfunni áður en Spánverjar og Portúgalar komu þangað á 15. og 16. öld. „Við börðumst fyrir auknu fjármagni í fjöldamörg ár svo við hefðum úr nægu að spila til þess að vernda það sem er nú algjörlega ónýtt. Ég fyllist vonleysi og mikilli reiði vegna þessa alls,“ sagði Luiz Duarte, einn stjórnenda safnsins, við fjölmiðla í gær. Mótmælendur saman við safnið í gær til að mótmæla forgansröðun og niðurskurði stjórnvalda og Bernando Mello Franco, einn þekktasti pistlahöfundur Brasilíu, hafði þetta að segja um eldsvoðann í grein sem hann skrifaði á vef O Globo, eins stærsta dagblaðs landsins, í gær: „Harmleikurinn á sunnudag er eins og sjálfsvíg heillar þjóðar. Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum.“ Tengdar fréttir Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56 Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. Benda ýmsir á að ríkisstjórnin hafi ausið peningum í að halda Ólympíuleikana í Rio árið 2016 en á sama tíma skorið niður fjárframlög til menntunar- og menningarmála. Upptök eldsins eru enn óljós en Roberto Robaday, slökkviliðsstjóri Rio de Janeiro, hefur látið hafa eftir sér að brunahanarnir tveir sem voru næst safninu hafi verið án vatns. Það hafi torveldað slökkvistarf í byrjun.Höfðu barist lengi fyrir auknu fjármagni Stjórnendur þjóðminjasafnsins hafa sagt að tjónið sem varð í eldsvoðanum sé ómetanlegt en talið er að meirihluti þeirra 20 milljón muna sem þar voru geymdir hafi orðið eldinum að bráð. Á meðal þess sem geymt var á hinu 200 ára gamla safni voru egypskir fornmunir, steingervingar og 12 þúsund ára gömul beinagrind af konu. Þá er talið að ómetanlegir fornmunir frá tímum frumbyggja í Rómönsku Ameríku hafi eyðilagst og fóru þar með heimildir um hvernig milljónir manna bjuggu í álfunni áður en Spánverjar og Portúgalar komu þangað á 15. og 16. öld. „Við börðumst fyrir auknu fjármagni í fjöldamörg ár svo við hefðum úr nægu að spila til þess að vernda það sem er nú algjörlega ónýtt. Ég fyllist vonleysi og mikilli reiði vegna þessa alls,“ sagði Luiz Duarte, einn stjórnenda safnsins, við fjölmiðla í gær. Mótmælendur saman við safnið í gær til að mótmæla forgansröðun og niðurskurði stjórnvalda og Bernando Mello Franco, einn þekktasti pistlahöfundur Brasilíu, hafði þetta að segja um eldsvoðann í grein sem hann skrifaði á vef O Globo, eins stærsta dagblaðs landsins, í gær: „Harmleikurinn á sunnudag er eins og sjálfsvíg heillar þjóðar. Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum.“
Tengdar fréttir Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56 Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56
Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38