Pepsmörkin: Þjálfari Íslandsmeistaranna sakar dómara leiksins um óheiðarleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 10:00 Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. Vísir/S2 Sport Pepsimörkin fjölluðu sérstaklega um ummæli þjálfara Íslandsmeistara Valsmanna eftir 3-3 jafntefli við KA á Akureyri í gær. Valsmenn töpuðu þarna tveimur dýrmætum stigum í toppbaráttunni en náðu að jafna metin í lokin. Þeir vildu hins vegar frá víti þegar Bjarni Ólafur Eiríksson datt í teignum og Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals sakaði dómara leiksins, Einar Inga Jóhannsson, um hlutdrægni í viðtali eftir leikinn. „Það er púra víti. Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður. Hann er fæddur og uppalinn í Stjörnuheimilinu nánast og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur. Það gaf auga leið,“ sagði Ólafur í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Þetta voru ansi athyglisverð ummæli hjá þjálfara Íslandsmeistaranna Óla Jóh. Hann sakar dómara leiksins um óheiðarleika,“ sagði Hörður Magnússon og spurði Reynir Leósson um hvað honum fannst um þessi ummæli. „Það er margt sagt í hita leiksins eftir leik en ég held að menn verði að passa sig. Ég held að dómarinn hafi ekki verið inn á vellinum til að dæma gegn Val. Mér fannst heilt yfir hann komast nokkuð vel frá þessum leik,“ sagði Reynir Leósson. „Mér fannst illa að honum vegið með því að koma með þetta. Ég þekki ekki hvort hann sé Stjörnumaður eða ekki. Ef svo er þá er ekki gott hjá KSÍ að hafa sett hann á þennan mikilvæga leik. Ég held að það hafi ekkert endurspeglast í frammistöðu hans í þessum leik,“ sagði Reynir. „Toddi, þetta er lítið land. Var Einar settur í óþægilega stöðu,“ spurði Hörður síðan Þorvald Örlygsson. „Ef hann er Stjörnumaður þá er þetta óþarfi ef það er hægt að koma í veg fyrir það. Við búum í litlu landi og dómararnir eru tengdir félagi. Í dag fannst mér ekki vega á það að hann dæmdi eitthvað meira fyrir hönd KA eða Vals eða þá til að hjálpa Stjörnunni eitthvað. Mér fannst hann komast mjög vel frá þessum leik. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Þorvaldur. Þeir félagar skoðuðu einnig vítaspyrnudóminn sem kallaði fram þessi viðbrögð hjá þjálfara toppliðsins. Það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Pepsimörkin fjölluðu sérstaklega um ummæli þjálfara Íslandsmeistara Valsmanna eftir 3-3 jafntefli við KA á Akureyri í gær. Valsmenn töpuðu þarna tveimur dýrmætum stigum í toppbaráttunni en náðu að jafna metin í lokin. Þeir vildu hins vegar frá víti þegar Bjarni Ólafur Eiríksson datt í teignum og Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals sakaði dómara leiksins, Einar Inga Jóhannsson, um hlutdrægni í viðtali eftir leikinn. „Það er púra víti. Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður. Hann er fæddur og uppalinn í Stjörnuheimilinu nánast og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur. Það gaf auga leið,“ sagði Ólafur í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Þetta voru ansi athyglisverð ummæli hjá þjálfara Íslandsmeistaranna Óla Jóh. Hann sakar dómara leiksins um óheiðarleika,“ sagði Hörður Magnússon og spurði Reynir Leósson um hvað honum fannst um þessi ummæli. „Það er margt sagt í hita leiksins eftir leik en ég held að menn verði að passa sig. Ég held að dómarinn hafi ekki verið inn á vellinum til að dæma gegn Val. Mér fannst heilt yfir hann komast nokkuð vel frá þessum leik,“ sagði Reynir Leósson. „Mér fannst illa að honum vegið með því að koma með þetta. Ég þekki ekki hvort hann sé Stjörnumaður eða ekki. Ef svo er þá er ekki gott hjá KSÍ að hafa sett hann á þennan mikilvæga leik. Ég held að það hafi ekkert endurspeglast í frammistöðu hans í þessum leik,“ sagði Reynir. „Toddi, þetta er lítið land. Var Einar settur í óþægilega stöðu,“ spurði Hörður síðan Þorvald Örlygsson. „Ef hann er Stjörnumaður þá er þetta óþarfi ef það er hægt að koma í veg fyrir það. Við búum í litlu landi og dómararnir eru tengdir félagi. Í dag fannst mér ekki vega á það að hann dæmdi eitthvað meira fyrir hönd KA eða Vals eða þá til að hjálpa Stjörnunni eitthvað. Mér fannst hann komast mjög vel frá þessum leik. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Þorvaldur. Þeir félagar skoðuðu einnig vítaspyrnudóminn sem kallaði fram þessi viðbrögð hjá þjálfara toppliðsins. Það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira