Tölvukerfið stríddi KSÍ við spilun þjóðsöngsins Andri Eysteinsson skrifar 2. september 2018 20:42 Liðin tvö stilltu sér upp á hefbundinn hátt til að hlýða á þjóðsöngva landanna. Skjáskot Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði eins og alþjóð veit fyrir Þjóðverjum í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu á Laugardalsvelli með tveimur mörkum gegn engu. Þrátt fyrir úrslitin eygir Ísland enn von um að komast á HM í Frakklandi á næsta ári. Umgjörðin um leikinn var með besta móti og var sett áhorfendamet á kvennalandsleik á Laugardalsvelli en 9636 horfðu á leikinn úr stúkunni.Varnarjaxlarnir Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir hlógu ásamt áhorfendum þegar truflunin heyrðistSkjáskotTruflanir við spilun íslenska þjóðsöngsins Þrátt fyrir góða umgjörð vakti eitt atvik fyrir leik athygli. Eftir að spilun þjóðsöngs Þýskalands lauk og Lofsöngur Matthíasar Jochumssonar var í þann mund að hefjast heyrðust hljóð sem vallargestir og sjónvarpsáhorfendur þekkja úr Windows stýrikerfi Microsoft. Heyra mátti í útsendingu Stöðvar 2 Sport að áhorfendur skelltu upp úr sem og íslensku leikmennirnir og starfslið landsliðsins. Þó hófst þjóðsöngur Íslands skömmu síðar og leikmenn og áhorfendur einbeittu sér að því að syngja texta Matthíasar við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Tæknin átti þó eftir að stríða Knattspyrnusambandinu í annað sinn en annað hljóð ættað úr Windows stýrikerfinu heyrðist á meðan að stúkan söng. Mistökin fóru ekki fram hjá Twitter notendum og voru þónokkrar færslur skrifaðar um þjóðsönginn með Windows blænum.Hver hatar ekki Windows #íslþys#fotboltinet#þjóðsöngurinn — Birkir Örn Pétursson (@birkirp) September 1, 2018Ef við töpum er það gæjanum sem var loggaður inn á Messenger í þjóðsöngnum að kenna! #áframÍsland#Fotboltinet — Belgi Seljan (@helgiseljan) September 1, 2018Hvaða maður verður rekinn hjá KSÍ fyrir að klikka á þjóðsöngnum? #FotboltiNet — Maggi Peran (@maggiperan) September 1, 2018Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari, starfslið hans og varamannabekkur sá spaugilegu hliðina á málinu.SkjáskótSama uppsetning og á fyrri leikjum Í samtali við blaðamann Vísis segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, orsökina ekki liggja hjá starfsmanni heldur eingöngu hafi þetta verið hreinir og beinir tæknilegir örðugleikar. Sömu starfsmenn hafi verið að störfum og hafi notað sömu tölvur og notaðar hafa verið á öðrum landsleikjum. Klara segir þrjár hljóðprufur hafa farið fram á leikdag og þá hafði allt farið vel fram. Þegar á hólminn var komið hafði þó mismikill hljóðstyrkur þjóðsöngvanna leikið KSÍ grátt. Þeir tæknilegu örðugleikar höfðu orsakað villumeldingarnar sem heyrðust um allan Laugardalsvöllinn og inn í stofu sjónvarpsáhorfenda.Síðasti leikur undankeppninnar gegn Tékkum Næsti leikur kvennalandsliðsins er einnig á Laugardalsvelli, gegn Tékklandi næsta þriðjudag klukkan 15:00. Þar sem engin bilun varð í hljómflutningstækjum Laugardalsvallar má því búast við að þar fái tónar Lofsöngs að óma án truflunar. Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði eins og alþjóð veit fyrir Þjóðverjum í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu á Laugardalsvelli með tveimur mörkum gegn engu. Þrátt fyrir úrslitin eygir Ísland enn von um að komast á HM í Frakklandi á næsta ári. Umgjörðin um leikinn var með besta móti og var sett áhorfendamet á kvennalandsleik á Laugardalsvelli en 9636 horfðu á leikinn úr stúkunni.Varnarjaxlarnir Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir hlógu ásamt áhorfendum þegar truflunin heyrðistSkjáskotTruflanir við spilun íslenska þjóðsöngsins Þrátt fyrir góða umgjörð vakti eitt atvik fyrir leik athygli. Eftir að spilun þjóðsöngs Þýskalands lauk og Lofsöngur Matthíasar Jochumssonar var í þann mund að hefjast heyrðust hljóð sem vallargestir og sjónvarpsáhorfendur þekkja úr Windows stýrikerfi Microsoft. Heyra mátti í útsendingu Stöðvar 2 Sport að áhorfendur skelltu upp úr sem og íslensku leikmennirnir og starfslið landsliðsins. Þó hófst þjóðsöngur Íslands skömmu síðar og leikmenn og áhorfendur einbeittu sér að því að syngja texta Matthíasar við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Tæknin átti þó eftir að stríða Knattspyrnusambandinu í annað sinn en annað hljóð ættað úr Windows stýrikerfinu heyrðist á meðan að stúkan söng. Mistökin fóru ekki fram hjá Twitter notendum og voru þónokkrar færslur skrifaðar um þjóðsönginn með Windows blænum.Hver hatar ekki Windows #íslþys#fotboltinet#þjóðsöngurinn — Birkir Örn Pétursson (@birkirp) September 1, 2018Ef við töpum er það gæjanum sem var loggaður inn á Messenger í þjóðsöngnum að kenna! #áframÍsland#Fotboltinet — Belgi Seljan (@helgiseljan) September 1, 2018Hvaða maður verður rekinn hjá KSÍ fyrir að klikka á þjóðsöngnum? #FotboltiNet — Maggi Peran (@maggiperan) September 1, 2018Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari, starfslið hans og varamannabekkur sá spaugilegu hliðina á málinu.SkjáskótSama uppsetning og á fyrri leikjum Í samtali við blaðamann Vísis segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, orsökina ekki liggja hjá starfsmanni heldur eingöngu hafi þetta verið hreinir og beinir tæknilegir örðugleikar. Sömu starfsmenn hafi verið að störfum og hafi notað sömu tölvur og notaðar hafa verið á öðrum landsleikjum. Klara segir þrjár hljóðprufur hafa farið fram á leikdag og þá hafði allt farið vel fram. Þegar á hólminn var komið hafði þó mismikill hljóðstyrkur þjóðsöngvanna leikið KSÍ grátt. Þeir tæknilegu örðugleikar höfðu orsakað villumeldingarnar sem heyrðust um allan Laugardalsvöllinn og inn í stofu sjónvarpsáhorfenda.Síðasti leikur undankeppninnar gegn Tékkum Næsti leikur kvennalandsliðsins er einnig á Laugardalsvelli, gegn Tékklandi næsta þriðjudag klukkan 15:00. Þar sem engin bilun varð í hljómflutningstækjum Laugardalsvallar má því búast við að þar fái tónar Lofsöngs að óma án truflunar.
Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00