„Kjaraviðræður eru að skila hlutfallslega hærri tekjum til lágtekjuhópanna en kerfið er að vinna á móti“ Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 2. september 2018 14:48 Birgir Ármannsson, Oddný G. Harðardóttir og Björn Leví Gunnarsson voru gestir í Sprengisandi í morgun og ræddu meðal annar um launaþróun og kjaramál og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Birgir benti á að ríkið og sveitarfélög séu stórir aðilar sem viðsemjendur en alls ekki þeir einu. „Það er auðvitað ljóst að ríkisvaldið getur með einhverjum hætti orðið til þess að greiða fyrir samkomulag á vinnumarkaði. Auðvitað verðum við að hafa í huga að samningamál á vinnumarkaði eru fyrst og fremst málefni aðila vinnumarkaðarins sem semja um kaup og kjör. Stjórnvöld taka það hlutverk ekki af þeim, það er neyðarúrræði ef það er gert. Meginverkefnið liggur hjá aðilum vinnumarkaðarins og kjarasamningar eru ekki miðstýrðir í þeim skilningi að það sé hægt að gefa út einhverja eina línu. Það eru fjölmargir mismunandi aðilar sem að koma að því, bæði verkalýðs megin og atvinnurekenda megin. Ríkið og sveitarfélögin eru stórir aðilar auðvitað sem viðsemjendur en hins vegar alls ekki þeir einu,“ segir Birgir Ármannsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Ég held að það sé augljóst að ríkið þarf að koma með kröftugum hætti þarna inn. Eins og hefur verið bent á í umræðunni og í skýrslum að þá hefur þeim til dæmis fækkað sem að fengu barnabætur 2013, þeim fjölskyldum hefur fækkað um 12.000. Það eru helmingi færri fjölskyldur sem fá vaxtabætur núna en 2013,“ segir Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar. „Kjaraviðræður eru að skila hlutfallslega hærri tekjum til lágtekjuhópanna en kerfið er að vinna á móti. Kerfið sem að ríkisstjórnin og stjórnvöld bera ábyrgð á. Það verður mjög áhugavert að sjá þetta núna í framhaldinu miðað við hvernig fjármálaáætlunin lítur út að það á að lækka um eitt prósentustig neðra skattþrepið sem er ekki mjög mikil jöfnunaraðgerð hvað það varðar og gagnast þessum hópum sem að eru að lenda í kerfisgöllunum alls ekki. Þannig að miðað við fjármálaáætlunin að þá erum við bara að horfa fram á breytt ástand hvað þetta varðar.,“ segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Birgir Ármannsson, Oddný G. Harðardóttir og Björn Leví Gunnarsson voru gestir í Sprengisandi í morgun og ræddu meðal annar um launaþróun og kjaramál og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Birgir benti á að ríkið og sveitarfélög séu stórir aðilar sem viðsemjendur en alls ekki þeir einu. „Það er auðvitað ljóst að ríkisvaldið getur með einhverjum hætti orðið til þess að greiða fyrir samkomulag á vinnumarkaði. Auðvitað verðum við að hafa í huga að samningamál á vinnumarkaði eru fyrst og fremst málefni aðila vinnumarkaðarins sem semja um kaup og kjör. Stjórnvöld taka það hlutverk ekki af þeim, það er neyðarúrræði ef það er gert. Meginverkefnið liggur hjá aðilum vinnumarkaðarins og kjarasamningar eru ekki miðstýrðir í þeim skilningi að það sé hægt að gefa út einhverja eina línu. Það eru fjölmargir mismunandi aðilar sem að koma að því, bæði verkalýðs megin og atvinnurekenda megin. Ríkið og sveitarfélögin eru stórir aðilar auðvitað sem viðsemjendur en hins vegar alls ekki þeir einu,“ segir Birgir Ármannsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Ég held að það sé augljóst að ríkið þarf að koma með kröftugum hætti þarna inn. Eins og hefur verið bent á í umræðunni og í skýrslum að þá hefur þeim til dæmis fækkað sem að fengu barnabætur 2013, þeim fjölskyldum hefur fækkað um 12.000. Það eru helmingi færri fjölskyldur sem fá vaxtabætur núna en 2013,“ segir Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar. „Kjaraviðræður eru að skila hlutfallslega hærri tekjum til lágtekjuhópanna en kerfið er að vinna á móti. Kerfið sem að ríkisstjórnin og stjórnvöld bera ábyrgð á. Það verður mjög áhugavert að sjá þetta núna í framhaldinu miðað við hvernig fjármálaáætlunin lítur út að það á að lækka um eitt prósentustig neðra skattþrepið sem er ekki mjög mikil jöfnunaraðgerð hvað það varðar og gagnast þessum hópum sem að eru að lenda í kerfisgöllunum alls ekki. Þannig að miðað við fjármálaáætlunin að þá erum við bara að horfa fram á breytt ástand hvað þetta varðar.,“ segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira